Sagt upp á Mogganum eftir fjörutíu ára starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2018 12:24 Skapti Hallgrímsson hefur alla starfsævi sína staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Vísir/Auðunn Níelsson Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins, hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Skapti er blaðamaður Morgunblaðsins en hann er búsettur á Akureyri. Hann hefur skrifað í blaðið í fjörutíu ár. Skapti greinir frá tíðindunum á Facebook en uppsögnin barst í gær. „Einhverjum fannst víst komið nóg,“ segir Skapti sem er 56 ára og hefur alla sína starfsævi staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Reynslubolti að norðan Skapti er Akureyringur í húð og hár en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu sumarið 1982. Hann var lengi íþróttafréttamaður á blaðinu og hóf raunar að skrifa íþróttir í blaðið þegar hann var aðeins sextán ára, í fyrsta bekk í menntaskóla. Skapti var fréttastjóri íþrótta um nokkurra ára skeið og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann hefur í seinni tíð sinnt ýmiss konar greinaskrifum og viðtalasmíð meðfram því að fylgjast vel með íþróttalífi norðan heiða auk þess að fylgja karlalandsliði Íslands eftir á stórmótum, bæði á Evrópumótinu 2016 og heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Auk þess að munda pennann er hann vanur ljósmyndari. Þá hefur Skapti komið að bókaútgáfu í gegnum árin og meðal annars skrásett sögu körfuboltans á Íslandi og bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þann 11. september kemur út bók hans Ísland á HM þar sem fjallað er um HM ævintýri karlalandsliðsins í Rússlandi í sumar. Mölbraut olnbogann fyrr í vikunni Óhætt er að segja að vikan hafi verið óvenjuleg hjá Skapta, eins og hann kemst sjálfur að orði á Facebook. Á mánudaginn féll hann úr stiga og mölbraut hægri olnbogann. Í gær missti hann svo vinnuna. Viðbrögðin við uppsögninni á vegg Skapta eru mikil eins og sjá má hér að neðan. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að hljóðið sé þungt í mörgum samstarfsmönnum Skapta í Hádegismóum sem skilji ekki hvers vegna honum var sagt upp. Í gær var greint frá því að tap eiganda útgáfufyrirtækis Morgunblaðsins á síðasta ári hefði numið á þriðja hundrað milljónum króna. Frá og með morgundeginum hækkar áskrift að Morgunblaðinu sem verður eftir breytingarnar 6.960 krónur á mánuði.Uppfært klukkan 13:30Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri uppsagnir hjá Morgunblaðinu nú um mánaðarmótin. Þá hafa sumir starfsmenn verið beðnir um að taka á sig launalækkun. Svanhvít Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Morgunblaðsins, segir að ekki sé um hópuppsögn að ræða samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar. Fjölmiðlar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Skapta Hallgrímssyni, einum reyndasta blaðamanni landsins, hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Skapti er blaðamaður Morgunblaðsins en hann er búsettur á Akureyri. Hann hefur skrifað í blaðið í fjörutíu ár. Skapti greinir frá tíðindunum á Facebook en uppsögnin barst í gær. „Einhverjum fannst víst komið nóg,“ segir Skapti sem er 56 ára og hefur alla sína starfsævi staðið vaktina fyrir Morgunblaðið. Reynslubolti að norðan Skapti er Akureyringur í húð og hár en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu sumarið 1982. Hann var lengi íþróttafréttamaður á blaðinu og hóf raunar að skrifa íþróttir í blaðið þegar hann var aðeins sextán ára, í fyrsta bekk í menntaskóla. Skapti var fréttastjóri íþrótta um nokkurra ára skeið og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann hefur í seinni tíð sinnt ýmiss konar greinaskrifum og viðtalasmíð meðfram því að fylgjast vel með íþróttalífi norðan heiða auk þess að fylgja karlalandsliði Íslands eftir á stórmótum, bæði á Evrópumótinu 2016 og heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Auk þess að munda pennann er hann vanur ljósmyndari. Þá hefur Skapti komið að bókaútgáfu í gegnum árin og meðal annars skrásett sögu körfuboltans á Íslandi og bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þann 11. september kemur út bók hans Ísland á HM þar sem fjallað er um HM ævintýri karlalandsliðsins í Rússlandi í sumar. Mölbraut olnbogann fyrr í vikunni Óhætt er að segja að vikan hafi verið óvenjuleg hjá Skapta, eins og hann kemst sjálfur að orði á Facebook. Á mánudaginn féll hann úr stiga og mölbraut hægri olnbogann. Í gær missti hann svo vinnuna. Viðbrögðin við uppsögninni á vegg Skapta eru mikil eins og sjá má hér að neðan. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að hljóðið sé þungt í mörgum samstarfsmönnum Skapta í Hádegismóum sem skilji ekki hvers vegna honum var sagt upp. Í gær var greint frá því að tap eiganda útgáfufyrirtækis Morgunblaðsins á síðasta ári hefði numið á þriðja hundrað milljónum króna. Frá og með morgundeginum hækkar áskrift að Morgunblaðinu sem verður eftir breytingarnar 6.960 krónur á mánuði.Uppfært klukkan 13:30Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri uppsagnir hjá Morgunblaðinu nú um mánaðarmótin. Þá hafa sumir starfsmenn verið beðnir um að taka á sig launalækkun. Svanhvít Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Morgunblaðsins, segir að ekki sé um hópuppsögn að ræða samkvæmt skilgreiningu Vinnumálastofnunar.
Fjölmiðlar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira