Hagnaður Íslandshótela eykst Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 14:51 Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára Vísir/Pjetur Íslandshótel skilaði 293 m.kr. hagnaði af rekstri samstæðunnar fyrstu 6 mánuði ársins en fyrir sama tímabil í fyrra var hagnaðurinn 53 m.kr. Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára. Félagið opnaði nýtt og glæsilegt hótel, Fosshótel Mývatn í júlí 2017, tekinn var í notkun nýr salur á Grand Hótel, auk þess var herbergjum fjölgað á Fosshótel Núpum úr 60 í 99 herbergi. Tekjur félagsins jukust um tæpar 600 milljónir króna milli ára og hækkuðu úr 4,6 milljörðum í 5,2 milljarða króna. EBITDA félagsins var 1,2 milljarðar eftir 6 mánuði en tæpur milljarður fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2017. Heildar virði eigna félagsins nam 38,1 milljörðum króna í 30. júní 2018 og er um óverulega breytingu að ræða frá áramótum. Tekjuberandi fasteignir félagsins voru endurmetnar í árslok 2017 í samræmi við IFRS reikningsskilastaðla. Íslandshótel reisir nú nýtt hótel í hjarta höfuðborgarinnar við Lækjargötu, hótelið verður allt hið glæsilegasta, um er ræða fjögurra stjörnu hótel með 129 herbergjum, veitingastað og kaffihúsi. Fornleifarannsóknir á vegum Minjastofnunar Íslands og Fornleifastofnunar Íslands hafa leitt í ljós mannvirki frá 10. öld á þessum reit og munu gestir hótelsins því geta skyggnst inn í fortíðina á meðan á dvöl þeirra stendur. Fyrirhugað er að vera með sýningu á fornminjum og menningartengdum munum á 1. hæð hótelsins. Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Sjá meira
Íslandshótel skilaði 293 m.kr. hagnaði af rekstri samstæðunnar fyrstu 6 mánuði ársins en fyrir sama tímabil í fyrra var hagnaðurinn 53 m.kr. Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára. Félagið opnaði nýtt og glæsilegt hótel, Fosshótel Mývatn í júlí 2017, tekinn var í notkun nýr salur á Grand Hótel, auk þess var herbergjum fjölgað á Fosshótel Núpum úr 60 í 99 herbergi. Tekjur félagsins jukust um tæpar 600 milljónir króna milli ára og hækkuðu úr 4,6 milljörðum í 5,2 milljarða króna. EBITDA félagsins var 1,2 milljarðar eftir 6 mánuði en tæpur milljarður fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2017. Heildar virði eigna félagsins nam 38,1 milljörðum króna í 30. júní 2018 og er um óverulega breytingu að ræða frá áramótum. Tekjuberandi fasteignir félagsins voru endurmetnar í árslok 2017 í samræmi við IFRS reikningsskilastaðla. Íslandshótel reisir nú nýtt hótel í hjarta höfuðborgarinnar við Lækjargötu, hótelið verður allt hið glæsilegasta, um er ræða fjögurra stjörnu hótel með 129 herbergjum, veitingastað og kaffihúsi. Fornleifarannsóknir á vegum Minjastofnunar Íslands og Fornleifastofnunar Íslands hafa leitt í ljós mannvirki frá 10. öld á þessum reit og munu gestir hótelsins því geta skyggnst inn í fortíðina á meðan á dvöl þeirra stendur. Fyrirhugað er að vera með sýningu á fornminjum og menningartengdum munum á 1. hæð hótelsins.
Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Sjá meira