Hagnaður Íslandshótela eykst Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2018 14:51 Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára Vísir/Pjetur Íslandshótel skilaði 293 m.kr. hagnaði af rekstri samstæðunnar fyrstu 6 mánuði ársins en fyrir sama tímabil í fyrra var hagnaðurinn 53 m.kr. Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára. Félagið opnaði nýtt og glæsilegt hótel, Fosshótel Mývatn í júlí 2017, tekinn var í notkun nýr salur á Grand Hótel, auk þess var herbergjum fjölgað á Fosshótel Núpum úr 60 í 99 herbergi. Tekjur félagsins jukust um tæpar 600 milljónir króna milli ára og hækkuðu úr 4,6 milljörðum í 5,2 milljarða króna. EBITDA félagsins var 1,2 milljarðar eftir 6 mánuði en tæpur milljarður fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2017. Heildar virði eigna félagsins nam 38,1 milljörðum króna í 30. júní 2018 og er um óverulega breytingu að ræða frá áramótum. Tekjuberandi fasteignir félagsins voru endurmetnar í árslok 2017 í samræmi við IFRS reikningsskilastaðla. Íslandshótel reisir nú nýtt hótel í hjarta höfuðborgarinnar við Lækjargötu, hótelið verður allt hið glæsilegasta, um er ræða fjögurra stjörnu hótel með 129 herbergjum, veitingastað og kaffihúsi. Fornleifarannsóknir á vegum Minjastofnunar Íslands og Fornleifastofnunar Íslands hafa leitt í ljós mannvirki frá 10. öld á þessum reit og munu gestir hótelsins því geta skyggnst inn í fortíðina á meðan á dvöl þeirra stendur. Fyrirhugað er að vera með sýningu á fornminjum og menningartengdum munum á 1. hæð hótelsins. Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Íslandshótel skilaði 293 m.kr. hagnaði af rekstri samstæðunnar fyrstu 6 mánuði ársins en fyrir sama tímabil í fyrra var hagnaðurinn 53 m.kr. Aukinn hagnað má rekja til um 600 m.kr. veltuaukningar á milli ára. Félagið opnaði nýtt og glæsilegt hótel, Fosshótel Mývatn í júlí 2017, tekinn var í notkun nýr salur á Grand Hótel, auk þess var herbergjum fjölgað á Fosshótel Núpum úr 60 í 99 herbergi. Tekjur félagsins jukust um tæpar 600 milljónir króna milli ára og hækkuðu úr 4,6 milljörðum í 5,2 milljarða króna. EBITDA félagsins var 1,2 milljarðar eftir 6 mánuði en tæpur milljarður fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2017. Heildar virði eigna félagsins nam 38,1 milljörðum króna í 30. júní 2018 og er um óverulega breytingu að ræða frá áramótum. Tekjuberandi fasteignir félagsins voru endurmetnar í árslok 2017 í samræmi við IFRS reikningsskilastaðla. Íslandshótel reisir nú nýtt hótel í hjarta höfuðborgarinnar við Lækjargötu, hótelið verður allt hið glæsilegasta, um er ræða fjögurra stjörnu hótel með 129 herbergjum, veitingastað og kaffihúsi. Fornleifarannsóknir á vegum Minjastofnunar Íslands og Fornleifastofnunar Íslands hafa leitt í ljós mannvirki frá 10. öld á þessum reit og munu gestir hótelsins því geta skyggnst inn í fortíðina á meðan á dvöl þeirra stendur. Fyrirhugað er að vera með sýningu á fornminjum og menningartengdum munum á 1. hæð hótelsins.
Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira