Forstjóri Skeljungs telur olíulekann ekki hafa valdið skaða á umhverfinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 10:58 Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs. Mynd/Skeljungur Forstjóri Skeljungs segir olíulekann í Fáskrúðsfirði í gærkvöldi ekki munu hafa áhrif á umhverfið. Hreinsunarstarfi lauk í nótt en von er á sérfræðingum úr höfuðborginni til að leggja mat á orsök lekans. „Það fóru um 1000 til 1500 lítrar af olíu í fjörðinn. Þegar við áttuðum okkur á því að þarna væri leki hættum við að sjálfsögðu strax að dæla og reyndum að koma í veg fyrir frekara tjón,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði, auk hafnarstarfsmanna og starfsmanna Skeljungs, kom að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu.Óheppilegt að orðið hafi olíuleki Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendriks hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp. „En sérfræðingar okkar þurfa að koma á vettvang frá Reykjavík til að skoða þetta. Við teljum ekki að lekinn hafi valdið varanlegum skaða á umhverfinu, við erum nokkuð viss, en á hinn bóginn er það afar óheppilegt að þetta hafi gerst.“Frá höfninni á Fáskrúðsfirði.Skjáskot/ja.isMunu draga lærdóm af slysinu Um næstu skref segir Hendrik að kannað verði nánar hvað olli lekanum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvað hafi farið úrskeiðis þegar slys af þessu tagi verða. „Hverjar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða munum við draga lærdóm af atvikinu. Hefðum við getað gert eitthvað betur? Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Við höldum þó ekki, við teljum að búnaðurinn hafi bara gefið sig, eins og gerist stundum þó að hann hafi verið glænýr. En við getum ekki verið hundrað prósent viss fyrr en mat sérfræðinganna liggur fyrir.“ Aðspurður ítrekar Hendrik að lekinn hafi ekki haft áhrif á umhverfið. „Við teljum ekki að umhverfið hljóti skaða af lekanum en hins vegar erum við meðvituð um þá staðreynd að olía ætti ekki að fara út í sjó, jafnvel þó að hún sé fjarlægð um hæl. Það er aldrei gott. En við teljum að enginn skaði hafi hlotist af þessu, nei. Þetta var ekki mikið magn sem fór í sjóinn.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Forstjóri Skeljungs segir olíulekann í Fáskrúðsfirði í gærkvöldi ekki munu hafa áhrif á umhverfið. Hreinsunarstarfi lauk í nótt en von er á sérfræðingum úr höfuðborginni til að leggja mat á orsök lekans. „Það fóru um 1000 til 1500 lítrar af olíu í fjörðinn. Þegar við áttuðum okkur á því að þarna væri leki hættum við að sjálfsögðu strax að dæla og reyndum að koma í veg fyrir frekara tjón,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Fjallað var um slysið á Vísi í gærkvöldi en um tugur björgunarsveitarfólks frá Geisla á Fáskrúðsfirði, auk hafnarstarfsmanna og starfsmanna Skeljungs, kom að hreinsun olíu úr höfninni. Verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80 þegar starfsmaður við dælingu fann óvenjumikla lykt og stöðvaði við það dælingu.Óheppilegt að orðið hafi olíuleki Í tilkynningu frá Skeljungi kom fram að teljari í olíudæluskúr hafi gefið sig og olía tekið að spýtast út í höfnina. Að sögn Hendriks hófst hreinsun fljótlega eftir að olía hóf að leka út í sjó og lauk því um klukkan þrjú í nótt. Þá hafi öll olía verið hreinsuð upp. „En sérfræðingar okkar þurfa að koma á vettvang frá Reykjavík til að skoða þetta. Við teljum ekki að lekinn hafi valdið varanlegum skaða á umhverfinu, við erum nokkuð viss, en á hinn bóginn er það afar óheppilegt að þetta hafi gerst.“Frá höfninni á Fáskrúðsfirði.Skjáskot/ja.isMunu draga lærdóm af slysinu Um næstu skref segir Hendrik að kannað verði nánar hvað olli lekanum. Þá sé nauðsynlegt að skoða hvað hafi farið úrskeiðis þegar slys af þessu tagi verða. „Hverjar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða munum við draga lærdóm af atvikinu. Hefðum við getað gert eitthvað betur? Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Við höldum þó ekki, við teljum að búnaðurinn hafi bara gefið sig, eins og gerist stundum þó að hann hafi verið glænýr. En við getum ekki verið hundrað prósent viss fyrr en mat sérfræðinganna liggur fyrir.“ Aðspurður ítrekar Hendrik að lekinn hafi ekki haft áhrif á umhverfið. „Við teljum ekki að umhverfið hljóti skaða af lekanum en hins vegar erum við meðvituð um þá staðreynd að olía ætti ekki að fara út í sjó, jafnvel þó að hún sé fjarlægð um hæl. Það er aldrei gott. En við teljum að enginn skaði hafi hlotist af þessu, nei. Þetta var ekki mikið magn sem fór í sjóinn.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14 Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vinna við að hreinsa 1.000 til 1.500 lítra af olíu úr höfninni á Fáskrúðsfirði Brugðust skjótt við og veðrið hjálpar til. 19. ágúst 2018 21:14
Skeljungur segir teljara í olíudæluskúr hafa gefið sig Talið er að 1000-1500 lítrar af olíu hafi lekið í höfnina í gærkvöldi. 20. ágúst 2018 05:59