Þjóðskjalasafnið ýtir á eftir kjararáði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. ágúst 2018 06:00 Frá húsakynnum kjararáðs í Skuggasundi í Reykjavík. Fréttablaðið/Ernir Þjóðskjalasafn Íslands hefur óskað eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að frágangur og afhending skjalasafns kjararáðs verði sett í formlegt ferli. Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því að ráðið var lagt niður en enn hafa gögn frá því ekki borist safninu. Á síðasta ári óskaði Fréttablaðið eftir því að fá afrit af fundargerðum kjararáðs. Beiðni þess efnis var synjað. Sú niðurstaða var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem felldi synjunina úr gildi vegna annmarka á henni. Lagt var fyrir ráðið að taka málið til meðferðar að nýju. Fjórum dögum síðar var ráðið ekki lengur til. Eftir að ráðið var lagt niður gilda lög um opinber skjalasöfn um aðgang að gögnunum. Í júlí kannaði Fréttablaðið hjá Þjóðskjalasafninu hvort gögnin hefðu borist og fengust þau svör að svo væri ekki. Í ágúst bárust þau svör frá safninu að engin samskipti hefðu átt sér stað milli safnsins og kjararáðs eða ráðuneytisins vegna afhendingar gagnanna. „Satt best að segja á ég ekki von á því að þetta komi hingað á allra næstu vikum eða mánuðum,“ segir í svari skjalavarðar við skeyti blaðsins. Í svari frá fjármálaráðuneytinu frá því í síðustu viku segir að gögnin séu ekki í vörslu eða á ábyrgð ráðuneytisins. Starfsmaður kjararáðs sjái um að ganga frá gögnunum og afhenda þau. Ráðuneytið hafi engar upplýsingar um hvernig sú vinna gangi. Eftir fréttaflutning um seinaganginn hafði starfsfólk safnsins samband við ráðuneytið og óskaði eftir því að málið yrði sett í farveg. Viðbragða ráðuneytisins er nú beðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur óskað eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að frágangur og afhending skjalasafns kjararáðs verði sett í formlegt ferli. Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því að ráðið var lagt niður en enn hafa gögn frá því ekki borist safninu. Á síðasta ári óskaði Fréttablaðið eftir því að fá afrit af fundargerðum kjararáðs. Beiðni þess efnis var synjað. Sú niðurstaða var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem felldi synjunina úr gildi vegna annmarka á henni. Lagt var fyrir ráðið að taka málið til meðferðar að nýju. Fjórum dögum síðar var ráðið ekki lengur til. Eftir að ráðið var lagt niður gilda lög um opinber skjalasöfn um aðgang að gögnunum. Í júlí kannaði Fréttablaðið hjá Þjóðskjalasafninu hvort gögnin hefðu borist og fengust þau svör að svo væri ekki. Í ágúst bárust þau svör frá safninu að engin samskipti hefðu átt sér stað milli safnsins og kjararáðs eða ráðuneytisins vegna afhendingar gagnanna. „Satt best að segja á ég ekki von á því að þetta komi hingað á allra næstu vikum eða mánuðum,“ segir í svari skjalavarðar við skeyti blaðsins. Í svari frá fjármálaráðuneytinu frá því í síðustu viku segir að gögnin séu ekki í vörslu eða á ábyrgð ráðuneytisins. Starfsmaður kjararáðs sjái um að ganga frá gögnunum og afhenda þau. Ráðuneytið hafi engar upplýsingar um hvernig sú vinna gangi. Eftir fréttaflutning um seinaganginn hafði starfsfólk safnsins samband við ráðuneytið og óskaði eftir því að málið yrði sett í farveg. Viðbragða ráðuneytisins er nú beðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira