HK brotlegt við persónuverndarlög gegn ungum iðkenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2018 10:11 HK taldi sig ekki hafa brotið persónuverndarlög. Fréttablaðið/Vilhelm Íþróttafélagið HK í Kópavogi gerðist brotlegt við persónuverndarlög þegar því láðist að láta forráðamann ungrar stúlku vita að starfsmaður íþróttafélagsins hafði miðlað nafni stúlkunnar til þriðja aðila eftir að stúlkan hafði sést á upptökum eftirlitsmyndavéla og þannig fallið undir grun vegna skemmdarverks á farsíma. Persónuvernd barst kvörtun frá móður stúlkunnar en í kvörtun hennar kom fram að grunur hafi vaknað um að ólögráða dóttir hennar hafi valdið skemmdum á farsíma er hún beið eftir að íþróttaæfing á vegum HK hófst. Í kvörtun móður stúlkunnar segir að í kjölfarið hafi HK veitt upplýsingar um dótturina, sem meintan geranda, í símtali við föður eiganda símans, eftir skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í íþróttaaðstöðu HK. Sagðist móðir stúlkunnar hins vegar ekki hafa frétt af málinu fyrr en faðir eigandans hringdi í hana þremur dögum síðar.Persónuvernd segir að nauðsynlegt sé að láta forráðamenn barna vita þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem þeim tengjast.Fréttablaðið/ErnirÍ svari HK til Persónuverndar segir að rekja megið málið til þess að starfsmaður HK hafi fundið blautan síma á salerni. Sama dag og síminn fannst hafi önnur stúlka leitað til HK með föður sínum í leit að farsíma sem hún hafði að eigin sögn skilið eftir í íþróttatösku.Eðlilegt að skoða myndefni en nauðsynlegt að láta forráðamenn barna vita Segir í svari HK að yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK hafi skoðað mannaferðir í eftirlitsmyndavélum og séð stúlkuna sem málið snýst um koma út af salerninu þar sem síminn fannst. Þjálfarinn veitti föður stúlkunnar sem átti símann upplýsingar um stúlkuna sem sást á eftirlitsmyndavélum við klósettið og benti þjálfarinn honum á að hafa samband við Hörðuvallaskóla þar sem hann fékk uppgefið nafn móður stúlkunnar og símanúmer hennar. Taldi HK að félagið hafi ekki brotið trúnað gagnvart ungu stúlkunni þar sem engum trúnaðarupplýsingum, sem móðirin hafi látið félaginu í té og leynt ættu að fara, hafi verið miðlað til óviðkomandi aðila. Þá hafi HK aldrei staðhæft að dóttir kvartanda hafi skemmt símann og því síður hafi verið hafin rannsókn á því, enda væri það ekki í verkahring íþróttafélagsins. Í úrskurði Persónuverndar segir að þegar grunur er uppi um eignaspjöll getur skoðun á myndefni úr eftirlitsmyndavélum, sem settar eru upp í öryggis- og eignavörsluskyni, talist lögmæt, en þegar um barn sé að ræða verði það að teljast eðlilegt að gera forráðamönnum þess viðvart um það þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem því tengjast. Það hafi HK hins vegar ekki gert og því hafi HK ekki farið að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar félagið miðlaði upplýsingum um stúlkuna úr myndefni úr eftirlitsmyndavélum án þess að forráðamenn hennar væru upplýstir um það mál sem um ræddi.Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild sinni hér. Persónuvernd Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Íþróttafélagið HK í Kópavogi gerðist brotlegt við persónuverndarlög þegar því láðist að láta forráðamann ungrar stúlku vita að starfsmaður íþróttafélagsins hafði miðlað nafni stúlkunnar til þriðja aðila eftir að stúlkan hafði sést á upptökum eftirlitsmyndavéla og þannig fallið undir grun vegna skemmdarverks á farsíma. Persónuvernd barst kvörtun frá móður stúlkunnar en í kvörtun hennar kom fram að grunur hafi vaknað um að ólögráða dóttir hennar hafi valdið skemmdum á farsíma er hún beið eftir að íþróttaæfing á vegum HK hófst. Í kvörtun móður stúlkunnar segir að í kjölfarið hafi HK veitt upplýsingar um dótturina, sem meintan geranda, í símtali við föður eiganda símans, eftir skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í íþróttaaðstöðu HK. Sagðist móðir stúlkunnar hins vegar ekki hafa frétt af málinu fyrr en faðir eigandans hringdi í hana þremur dögum síðar.Persónuvernd segir að nauðsynlegt sé að láta forráðamenn barna vita þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem þeim tengjast.Fréttablaðið/ErnirÍ svari HK til Persónuverndar segir að rekja megið málið til þess að starfsmaður HK hafi fundið blautan síma á salerni. Sama dag og síminn fannst hafi önnur stúlka leitað til HK með föður sínum í leit að farsíma sem hún hafði að eigin sögn skilið eftir í íþróttatösku.Eðlilegt að skoða myndefni en nauðsynlegt að láta forráðamenn barna vita Segir í svari HK að yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK hafi skoðað mannaferðir í eftirlitsmyndavélum og séð stúlkuna sem málið snýst um koma út af salerninu þar sem síminn fannst. Þjálfarinn veitti föður stúlkunnar sem átti símann upplýsingar um stúlkuna sem sást á eftirlitsmyndavélum við klósettið og benti þjálfarinn honum á að hafa samband við Hörðuvallaskóla þar sem hann fékk uppgefið nafn móður stúlkunnar og símanúmer hennar. Taldi HK að félagið hafi ekki brotið trúnað gagnvart ungu stúlkunni þar sem engum trúnaðarupplýsingum, sem móðirin hafi látið félaginu í té og leynt ættu að fara, hafi verið miðlað til óviðkomandi aðila. Þá hafi HK aldrei staðhæft að dóttir kvartanda hafi skemmt símann og því síður hafi verið hafin rannsókn á því, enda væri það ekki í verkahring íþróttafélagsins. Í úrskurði Persónuverndar segir að þegar grunur er uppi um eignaspjöll getur skoðun á myndefni úr eftirlitsmyndavélum, sem settar eru upp í öryggis- og eignavörsluskyni, talist lögmæt, en þegar um barn sé að ræða verði það að teljast eðlilegt að gera forráðamönnum þess viðvart um það þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem því tengjast. Það hafi HK hins vegar ekki gert og því hafi HK ekki farið að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar félagið miðlaði upplýsingum um stúlkuna úr myndefni úr eftirlitsmyndavélum án þess að forráðamenn hennar væru upplýstir um það mál sem um ræddi.Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild sinni hér.
Persónuvernd Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira