Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2018 10:54 Ragnar Sigurðsson fagnar upp í stúku eftir jafnteflið gegn Argentínu á HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðshóp Íslands sem nýr landsliðsþjálfari, Svíinn Erik Hamrén, kynnir á blaðamannafundi í dag. Þetta herma heimildir Vísis. Kári Árnason mun sömuleiðis vera í landsliðshópnum. Ragnar tilkynnti óvænt eftir HM í Rússlandi að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Nú virðist miðvörðurinn 32 ára ætla að svara kalli Hamrén sem sagðist á dögunum ætla að reyna hvað hann gæti að fá Ragnar til að endurskoða hug sinn. Ragnar hefur spilað 80 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim þrjú mörk. Hann hefur verið hluti af gullaldarliði Íslands sem farið hefur á EM 2016, HM 2018 og spilar nú í efsta styrkleikaflokki Þjóðadeildarinnar. Liðið mætir Sviss ytra 8. september og Belgíu heima 11. september. Síðustu tveir leikirnir fara svo fram í október.Kári samdi við tyrkneska félagið Genclerbirligi í sumar. Hann á þó enn eftir að spila fyrir félagið vegna minniháttarmeiðsla.mynd/genclerbirligiStuttur undirbúningur fyrir fyrsta leik Aðeins eru fimmtán dagar í fyrsta leik og mögulega hefur Ragnar ákveðið að taka slaginn með landsliðinu vegna þess hve lítinn tíma nýr landsliðsþjálfari hefur til að gera breytingar á liðinu. Ragnar hefur spilað við hlið Kára Árnasonar í hjarta íslensku varnarinnar undanfarin ár. Kári, sem er á 36. aldursári, taldi eftir HM að líklega hefði hann spilað sinn síðasta landsleik. Hann sagðist þó vera klár í að spila meira ef kallið kæmi. Samkvæmt heimildum Vísis er Kári einnig í fyrsta hópi Hamrén. Fyrir liggur að framherjinn Alfreð Finnbogason er ekki til taks vegna meiðsla. Þá er óvíst um þátttöku Arons Einars Gunnarssonar sem ekki hefur spilað með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi Erik Hamrén í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 13 og klukkan 13:15 tekur Hamrén við og kynnir hópinn sinn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Ragnar Sigurðsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðshóp Íslands sem nýr landsliðsþjálfari, Svíinn Erik Hamrén, kynnir á blaðamannafundi í dag. Þetta herma heimildir Vísis. Kári Árnason mun sömuleiðis vera í landsliðshópnum. Ragnar tilkynnti óvænt eftir HM í Rússlandi að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Nú virðist miðvörðurinn 32 ára ætla að svara kalli Hamrén sem sagðist á dögunum ætla að reyna hvað hann gæti að fá Ragnar til að endurskoða hug sinn. Ragnar hefur spilað 80 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim þrjú mörk. Hann hefur verið hluti af gullaldarliði Íslands sem farið hefur á EM 2016, HM 2018 og spilar nú í efsta styrkleikaflokki Þjóðadeildarinnar. Liðið mætir Sviss ytra 8. september og Belgíu heima 11. september. Síðustu tveir leikirnir fara svo fram í október.Kári samdi við tyrkneska félagið Genclerbirligi í sumar. Hann á þó enn eftir að spila fyrir félagið vegna minniháttarmeiðsla.mynd/genclerbirligiStuttur undirbúningur fyrir fyrsta leik Aðeins eru fimmtán dagar í fyrsta leik og mögulega hefur Ragnar ákveðið að taka slaginn með landsliðinu vegna þess hve lítinn tíma nýr landsliðsþjálfari hefur til að gera breytingar á liðinu. Ragnar hefur spilað við hlið Kára Árnasonar í hjarta íslensku varnarinnar undanfarin ár. Kári, sem er á 36. aldursári, taldi eftir HM að líklega hefði hann spilað sinn síðasta landsleik. Hann sagðist þó vera klár í að spila meira ef kallið kæmi. Samkvæmt heimildum Vísis er Kári einnig í fyrsta hópi Hamrén. Fyrir liggur að framherjinn Alfreð Finnbogason er ekki til taks vegna meiðsla. Þá er óvíst um þátttöku Arons Einars Gunnarssonar sem ekki hefur spilað með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi Erik Hamrén í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 13 og klukkan 13:15 tekur Hamrén við og kynnir hópinn sinn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira