Segir þurfa að taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. ágúst 2018 07:15 Heildartekjur einstaklinga 2017 voru að meðaltali 6,4 milljónir en miðgildið um 5 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali 6,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni sem unnar eru úr skattframtölum einstaklinga 16 ára og eldri. Miðgildi heildartekna var 5 milljónir sem þýðir að helmingur hafði tekjur undir þeirri fjárhæð og helmingur tekjur yfir þeirri fjárhæð. Hagstofan greinir einnig dreifingu tekna. Þannig voru heildartekjur tekjuhæsta eins prósentsins að meðaltali 26,3 milljónir á síðasta ári og jukust um rúma 1,7 milljónir milli ára. Meðaltekjur tekjuhæstu fimm prósentanna voru 14,1 milljón og tekjuhæstu tíu prósentanna 11,1 milljón. Meðaltekjur tekjulægstu tíu prósentanna voru um 1,8 milljónir og hjá næstu tíu prósentum 3 milljónir. Þá hafa fjármagnstekjur farið vaxandi síðustu ár þótt þær séu töluvert minni en á árunum fyrir hrun. Þær voru að meðaltali 626 þúsund krónur á síðasta ári. Þeim er þó misskipt því miðgildið var um 15 þúsund krónur. „Ástæða þess að fólk í efstu lögum samfélagsins getur rakað til sín fjármagnstekjum og almennt lifað sínu góða lífi er sú að hér er hópi fólks haldið markvisst niðri efnahagslega,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags. Sólveig Anna segir að krafan geti ekki bara verið sú að láglaunafólk þurfi að sýna sanngirni, heldur þurfi að draga tekjuhæstu hópana til ábyrgðar. „Stemningin er sú að þessir hópar hafi verið að rífa sig markvisst burt frá því sem almenningur telur skynsamlegt og sanngjarnt í efnahagslegu tilliti.“Sólveig Anna, formaður Eflingar stéttarfélags.Hún segir Eflingu bæði leggja áherslu á hefðbundna kjarabaráttu en líka hið stærra samfélagslega verkefni. „Við viljum taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu. Við höfum talað fyrir verkfæri eins og ójöfnuðarstuðli. Þannig væri hægt að fylgjast með skiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Þetta snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í.“ Í tölum Hagstofunnar kemur í ljós umtalsverður munur á heildartekjum kynjanna. Þannig voru heildartekjur karla að meðaltali um 7,3 milljónir en kvenna 5,6 milljónir. Miðgildi heildartekna karla var 5,7 milljónir en 4,5 milljónir hjá konum. Einnig var töluverður munur á tekjum einstaklinga eftir sveitarfélögum. Af fimmtán fjölmennustu sveitarfélögunum voru heildartekjurnar hæstar að meðaltali í Garðabæ eða tæpar 8,2 milljónir og á Seltjarnarnesi þar sem þær voru rúm 8,1 milljón. Lægstar heildartekjur meðal fimmtán fjölmennustu sveitarfélaganna voru í Borgarbyggð, eða tæplega 5,4 milljónir, og í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þær voru tæpar 5,5 milljónir. Af fjölmennustu sveitarfélögunum voru meðalfjármagnstekjur hæstar á Seltjarnarnesi þar sem þær voru um 1,4 milljónir og í Garðabæ þar sem þær voru tæplega 1,3 milljónir. Á hinum endanum var Reykjanesbær þar sem fjármagnstekjur voru 296 þúsund að meðaltali og Fjarðabyggð þar sem þær voru 303 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali 6,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni sem unnar eru úr skattframtölum einstaklinga 16 ára og eldri. Miðgildi heildartekna var 5 milljónir sem þýðir að helmingur hafði tekjur undir þeirri fjárhæð og helmingur tekjur yfir þeirri fjárhæð. Hagstofan greinir einnig dreifingu tekna. Þannig voru heildartekjur tekjuhæsta eins prósentsins að meðaltali 26,3 milljónir á síðasta ári og jukust um rúma 1,7 milljónir milli ára. Meðaltekjur tekjuhæstu fimm prósentanna voru 14,1 milljón og tekjuhæstu tíu prósentanna 11,1 milljón. Meðaltekjur tekjulægstu tíu prósentanna voru um 1,8 milljónir og hjá næstu tíu prósentum 3 milljónir. Þá hafa fjármagnstekjur farið vaxandi síðustu ár þótt þær séu töluvert minni en á árunum fyrir hrun. Þær voru að meðaltali 626 þúsund krónur á síðasta ári. Þeim er þó misskipt því miðgildið var um 15 þúsund krónur. „Ástæða þess að fólk í efstu lögum samfélagsins getur rakað til sín fjármagnstekjum og almennt lifað sínu góða lífi er sú að hér er hópi fólks haldið markvisst niðri efnahagslega,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags. Sólveig Anna segir að krafan geti ekki bara verið sú að láglaunafólk þurfi að sýna sanngirni, heldur þurfi að draga tekjuhæstu hópana til ábyrgðar. „Stemningin er sú að þessir hópar hafi verið að rífa sig markvisst burt frá því sem almenningur telur skynsamlegt og sanngjarnt í efnahagslegu tilliti.“Sólveig Anna, formaður Eflingar stéttarfélags.Hún segir Eflingu bæði leggja áherslu á hefðbundna kjarabaráttu en líka hið stærra samfélagslega verkefni. „Við viljum taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu. Við höfum talað fyrir verkfæri eins og ójöfnuðarstuðli. Þannig væri hægt að fylgjast með skiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Þetta snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í.“ Í tölum Hagstofunnar kemur í ljós umtalsverður munur á heildartekjum kynjanna. Þannig voru heildartekjur karla að meðaltali um 7,3 milljónir en kvenna 5,6 milljónir. Miðgildi heildartekna karla var 5,7 milljónir en 4,5 milljónir hjá konum. Einnig var töluverður munur á tekjum einstaklinga eftir sveitarfélögum. Af fimmtán fjölmennustu sveitarfélögunum voru heildartekjurnar hæstar að meðaltali í Garðabæ eða tæpar 8,2 milljónir og á Seltjarnarnesi þar sem þær voru rúm 8,1 milljón. Lægstar heildartekjur meðal fimmtán fjölmennustu sveitarfélaganna voru í Borgarbyggð, eða tæplega 5,4 milljónir, og í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þær voru tæpar 5,5 milljónir. Af fjölmennustu sveitarfélögunum voru meðalfjármagnstekjur hæstar á Seltjarnarnesi þar sem þær voru um 1,4 milljónir og í Garðabæ þar sem þær voru tæplega 1,3 milljónir. Á hinum endanum var Reykjanesbær þar sem fjármagnstekjur voru 296 þúsund að meðaltali og Fjarðabyggð þar sem þær voru 303 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira