Keyrir vörubíl Gleðigöngunnar í átjánda sinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2018 19:30 Þátttakendur gleðigöngunnar sem fram fer á morgun lögðu í dag lokahönd á vagna sína. Vörubílstjóri sem keyrir nú í 18 sinn segir að framundan sé skemmtilegasti vinnudagur ársins. Á morgun klukkan 14.00 munu vagnar Gleðigöngunnar keyra frá Hörpunni að Hljómskálagarði. Því verður Sæbraut vestan Snorrabrautar og Geirsgötu lokað klukkan 10.00 ásamt þeim götum sem liggja að Hljómskálagarði. Þátttakendur gleðigöngunnar stóðu í ströngu í dag með límmiða, blöðrur og glimmer að vopni. Göngustjóri gleðigöngunnar segir undirbúningtíma hvers vagns vera um mánuð. „Það eru margir mjög spennandi vagnar í ár. Það er alltaf mjög spennandi að sjá vagninn hans Páls Óskars. Það eru allir mjög spenntir fyrir honum,“ segir Steina Daníelsdóttir, göngustjóri Gleðigöngunnar.Vitið þið eitthvað um það hvernig vagninn hans Palla verður? „Ég veit að hann verður stór. Það er rosa lítið annað sem má segja. Ég býst við því að þar verði glimmer, gleði, skemmtilegt fólk og góð tónlist.Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Beinteinsdóttir á Hinsegin dögumHinsegin dagarIngibergur Sigurðsson hefur einungis einu sinni sleppt göngunni sem í fyrstu var ekki vinsæl meðal bílstjóra. Af 19 göngum keyrir hann nú í 18 sinn. „Í upphafi kom Páll Óskar inn á vörubílastöð og vantaði bílstjóra fyrir gönguna. Eini sem vildi fara var ég. Það hafa þó nokkrir félagar mínir eftir þetta þorað að koma og keyra,“ segir Ingibergur Sigurðsson, vörubílstjóri Þróttar. Hann segir að á morgun sé skemmtilegasti vinnudagur ársins og er fjarri hættur. „Ég hef voða gaman að þessu. Þetta er eins og karnival hátíð og ég skemmti mér vel,“ segir Ingibergur.Þú ætlar að halda þessu áfram?„Það held ég, að minnsta kosti næstu 20 árin,“ segir Ingibergur.Stjórn Hinsegin daga og borgarstjóri í gleðigöngu Hinsegin daga 2016Hinsegin dagar Hinsegin Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Þátttakendur gleðigöngunnar sem fram fer á morgun lögðu í dag lokahönd á vagna sína. Vörubílstjóri sem keyrir nú í 18 sinn segir að framundan sé skemmtilegasti vinnudagur ársins. Á morgun klukkan 14.00 munu vagnar Gleðigöngunnar keyra frá Hörpunni að Hljómskálagarði. Því verður Sæbraut vestan Snorrabrautar og Geirsgötu lokað klukkan 10.00 ásamt þeim götum sem liggja að Hljómskálagarði. Þátttakendur gleðigöngunnar stóðu í ströngu í dag með límmiða, blöðrur og glimmer að vopni. Göngustjóri gleðigöngunnar segir undirbúningtíma hvers vagns vera um mánuð. „Það eru margir mjög spennandi vagnar í ár. Það er alltaf mjög spennandi að sjá vagninn hans Páls Óskars. Það eru allir mjög spenntir fyrir honum,“ segir Steina Daníelsdóttir, göngustjóri Gleðigöngunnar.Vitið þið eitthvað um það hvernig vagninn hans Palla verður? „Ég veit að hann verður stór. Það er rosa lítið annað sem má segja. Ég býst við því að þar verði glimmer, gleði, skemmtilegt fólk og góð tónlist.Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigríður Beinteinsdóttir á Hinsegin dögumHinsegin dagarIngibergur Sigurðsson hefur einungis einu sinni sleppt göngunni sem í fyrstu var ekki vinsæl meðal bílstjóra. Af 19 göngum keyrir hann nú í 18 sinn. „Í upphafi kom Páll Óskar inn á vörubílastöð og vantaði bílstjóra fyrir gönguna. Eini sem vildi fara var ég. Það hafa þó nokkrir félagar mínir eftir þetta þorað að koma og keyra,“ segir Ingibergur Sigurðsson, vörubílstjóri Þróttar. Hann segir að á morgun sé skemmtilegasti vinnudagur ársins og er fjarri hættur. „Ég hef voða gaman að þessu. Þetta er eins og karnival hátíð og ég skemmti mér vel,“ segir Ingibergur.Þú ætlar að halda þessu áfram?„Það held ég, að minnsta kosti næstu 20 árin,“ segir Ingibergur.Stjórn Hinsegin daga og borgarstjóri í gleðigöngu Hinsegin daga 2016Hinsegin dagar
Hinsegin Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira