Erfitt geti reynst að koma með barnið til landsins Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 19:21 Ísraelskt fyrirtæki sem hyggst bjóða Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun er ekki að fara í kringum íslensk lög á meðan eingöngu er boðið upp á starfsemina erlendis. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir foreldra geta lent í ákveðnum vandræðum við að koma með barnið hingað til lands. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz nordic hyggst bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi.Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2En innan Íslands er hún ólögeg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við Íslenska löggjöf. Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild háskóla Íslands, segist í fljótu bragði ekki sjá neitt í íslenskum lögum sem banni þetta. „Íslensku lögin fjalla fyrst og fremst um tæknifrjóvgun sem framkvæmd er hér á landi. Það er bannað að framkvæma frjóvgunina hér í samhenginu staðgöngumæðrun, það er að segja tæknifrjóvgun á konu sem hyggst ganga með barn fyrir einhvern annan,” segir hún. Flækjustigin mismunandi Hún segir að fólk sem nýtir sér þjónustu staðgöngumæðra erlendis geti lent í erfiðleikum með að koma með barnið hingað til lands. Nokkur mál hafi komið upp með mismunandi flækjustigum og í kjölfarið hafi vaknað flóknar spurningar um réttarstöðu barnsins hér á landi. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” bendir hún á. Aðspurð hvort það vanti skýrari reglur um staðgöngumæðrun hér á landi segir hún að óhætt sé að segja það. „Það var hvati að samið var frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þar var lagt upp með aðleyfa ákveðna tegund staðgöngumæðrunar. Jafnvel þó að menn væru ekki á því þá tel ég að það væri kostur að setja okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki, og líka tækjum afstöðu til hvernig við ætluðum að framfylgja slíku banni,” segir hún. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37 Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Ísraelskt fyrirtæki sem hyggst bjóða Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun er ekki að fara í kringum íslensk lög á meðan eingöngu er boðið upp á starfsemina erlendis. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir foreldra geta lent í ákveðnum vandræðum við að koma með barnið hingað til lands. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz nordic hyggst bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi.Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2En innan Íslands er hún ólögeg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við Íslenska löggjöf. Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild háskóla Íslands, segist í fljótu bragði ekki sjá neitt í íslenskum lögum sem banni þetta. „Íslensku lögin fjalla fyrst og fremst um tæknifrjóvgun sem framkvæmd er hér á landi. Það er bannað að framkvæma frjóvgunina hér í samhenginu staðgöngumæðrun, það er að segja tæknifrjóvgun á konu sem hyggst ganga með barn fyrir einhvern annan,” segir hún. Flækjustigin mismunandi Hún segir að fólk sem nýtir sér þjónustu staðgöngumæðra erlendis geti lent í erfiðleikum með að koma með barnið hingað til lands. Nokkur mál hafi komið upp með mismunandi flækjustigum og í kjölfarið hafi vaknað flóknar spurningar um réttarstöðu barnsins hér á landi. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” bendir hún á. Aðspurð hvort það vanti skýrari reglur um staðgöngumæðrun hér á landi segir hún að óhætt sé að segja það. „Það var hvati að samið var frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þar var lagt upp með aðleyfa ákveðna tegund staðgöngumæðrunar. Jafnvel þó að menn væru ekki á því þá tel ég að það væri kostur að setja okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki, og líka tækjum afstöðu til hvernig við ætluðum að framfylgja slíku banni,” segir hún.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37 Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37
Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41