Upplýsingar um stöðu leikskóla borgarinnar liggja ekki fyrir Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Um 1.600 börn, fædd 2016 og 2017, verða tekin inn í leikaskóla í Reykjavík í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það mun ekki skýrast að fullu hvernig ganga muni að taka ný börn inn á leikskóla borgarinnar fyrr en í næstu viku. Skóla- og frístundaráð mun funda 21. ágúst næstkomandi þar sem farið verður yfir stöðuna. Borgin tilkynnti í maí að um 1.600 börn fædd 2016 og fyrstu mánuði 2017 yrðu tekin inn í leikskólana í haust. Það myndi hins vegar ráðast af því hvernig gengi að ráða í lausar stöður á leikskólum hvenær hægt yrði að hefja aðlögun barnanna. „Við fylgjumst mjög náið með stöðunni og erum í beinu sambandi við leikskólastjórnendur til að geta séð stöðuna nákvæmlega,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir heildarstöðuna ekki munu liggja fyrir fyrr en rætt hafi verið við stjórnendur allra leikskólanna. Tölurnar verði lagðar fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs og gerðar opinberar í kjölfarið. „Það er samt gott hljóð í þeim sem við höfum þegar talað við og fjölmargir hafa tryggt grunnmönnun. Við styðjum við þá skóla sem enn vantar starfsfólk til að tryggja mönnun þeirra sem allra fyrst.“ Katrín Atladóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, segist sjálf hafa kallað eftir svörum um stöðuna hjá leikskólunum en ekki fengið. Hún segir að staðan muni eitthvað skýrast á undirbúningsfundi sviðsins í næstu viku.Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg„Við höfum töluverðar áhyggjur af því að fólk sé sett í þá stöðu að vita ekki hvenær börn sín komist inn í leikskóla. Þetta er mikil óvissa fyrir foreldra og hefur áhrif á alla skipulagningu,“ segir Katrín. Einn þeirra leikskóla sem sér fram á að þurfa að bíða með að taka ný börn inn í aðlögun er Steinahlíð. Bergsteinn Þór Jónsson leikskólastjóri hefur skrifað bréf til foreldra þar sem þetta er tilkynnt. „Hjá okkur vantar ekki svo marga starfsmenn en það vantar deildarstjóra á yngstu deildina sem er lykilstaða,“ segir Bergsteinn.“ Hann segir að foreldrar ellefu barna hafi fengið bréf þar sem fram komi að ekki verði hægt að taka þau inn að svo stöddu. „Þetta er engin óskastaða fyrir okkur en þetta snýst um öryggi barnanna.“ Að sögn Bergsteins snýr hluti vandans að því að grunnskólinn sé að taka starfsfólk frá leikskólunum. „Á mínum fyrri vinnustað fóru á einu ári fimm fagaðilar yfir í kennslu í grunnskólum. Þetta er mikil blóðtaka fyrir leikskólana.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Það mun ekki skýrast að fullu hvernig ganga muni að taka ný börn inn á leikskóla borgarinnar fyrr en í næstu viku. Skóla- og frístundaráð mun funda 21. ágúst næstkomandi þar sem farið verður yfir stöðuna. Borgin tilkynnti í maí að um 1.600 börn fædd 2016 og fyrstu mánuði 2017 yrðu tekin inn í leikskólana í haust. Það myndi hins vegar ráðast af því hvernig gengi að ráða í lausar stöður á leikskólum hvenær hægt yrði að hefja aðlögun barnanna. „Við fylgjumst mjög náið með stöðunni og erum í beinu sambandi við leikskólastjórnendur til að geta séð stöðuna nákvæmlega,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir heildarstöðuna ekki munu liggja fyrir fyrr en rætt hafi verið við stjórnendur allra leikskólanna. Tölurnar verði lagðar fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs og gerðar opinberar í kjölfarið. „Það er samt gott hljóð í þeim sem við höfum þegar talað við og fjölmargir hafa tryggt grunnmönnun. Við styðjum við þá skóla sem enn vantar starfsfólk til að tryggja mönnun þeirra sem allra fyrst.“ Katrín Atladóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, segist sjálf hafa kallað eftir svörum um stöðuna hjá leikskólunum en ekki fengið. Hún segir að staðan muni eitthvað skýrast á undirbúningsfundi sviðsins í næstu viku.Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg„Við höfum töluverðar áhyggjur af því að fólk sé sett í þá stöðu að vita ekki hvenær börn sín komist inn í leikskóla. Þetta er mikil óvissa fyrir foreldra og hefur áhrif á alla skipulagningu,“ segir Katrín. Einn þeirra leikskóla sem sér fram á að þurfa að bíða með að taka ný börn inn í aðlögun er Steinahlíð. Bergsteinn Þór Jónsson leikskólastjóri hefur skrifað bréf til foreldra þar sem þetta er tilkynnt. „Hjá okkur vantar ekki svo marga starfsmenn en það vantar deildarstjóra á yngstu deildina sem er lykilstaða,“ segir Bergsteinn.“ Hann segir að foreldrar ellefu barna hafi fengið bréf þar sem fram komi að ekki verði hægt að taka þau inn að svo stöddu. „Þetta er engin óskastaða fyrir okkur en þetta snýst um öryggi barnanna.“ Að sögn Bergsteins snýr hluti vandans að því að grunnskólinn sé að taka starfsfólk frá leikskólunum. „Á mínum fyrri vinnustað fóru á einu ári fimm fagaðilar yfir í kennslu í grunnskólum. Þetta er mikil blóðtaka fyrir leikskólana.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45
Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00