Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Frá æfingu sérsveitarinnar. Vísir/GVA „Menn hafa mætt hér á bátum og skotið fugl sér til skemmtunar að því er virðist vera,“ segir Lárus Vilhjálmsson, formaður umhverfisnefndar Kjósarhrepps. Sérsveit lögreglunnar sótti tvær haglabyssuskyttur á laugardaginn um verslunarmannahelgina, sem héldu uppi mikilli skothríð frá báti utan við Hvalfjarðareyri og Laxárvog. Lárus segir konu sína hafi heyrt skothvelli um klukkan sex þennan dag „Um hálf sjö leytið voru skothvellirnir orðnir á annað hundrað talsins,“ lýsir Lárus. Þá hafi kona hans hringt í landeiganda við Hvalfjarðareyri og þær kallað til lögreglu. Skömmu síðar hafi sérsveitarmenn verið mættir. Teknar hafi verið myndir af mönnunum að skjóta og henda fugli. „Bíllinn þeirra var við eyrina þar sem þeir höfðu sett út bátinn. Lögreglan virðist hafa hringt í þá og þá hættu þeir að skjóta en urðu vélarvana og þurftu að róa í land. Þeir voru hátt í klukkutíma að því,“ segir Lárus. Vopn mannanna voru gerð upptæk og tekin af þeim skýrsla. „Þetta voru menn á fertugs- eða fimmtugsaldri. Þeir voru frekar lúpulegir þegar þeir komu í land,“ segir Lárus sem náði ekki tali af mönnunum. „Þeir bara drifu sig í burtu.“ Að sögn Lárusar höfðu mennirnir í fyrsta lagi alls ekki leyfi landeigenda til skjóta. Hvalfjarðareyri og Laxárvogur eru á náttúruminjaskrá og í friðlýsingarferli. „Þannig að þetta er líka brot á náttúruverndarlögum. Þá má ekki skjóta hvaða fugl sem er á þessum tíma og menn verða að hafa veiðileyfi frá Umhverfisstofnun, sem þeir höfðu ekki.“ Mikið fuglalíf er á þessu svæði. Lárus nefnir til dæmis fýl, ritu og æðarfugl fyrir utan máv. Hann telur að fyrst og fremst hafi byssumennirnir verið að skjóta fugla sér til skemmtunar. „Að minnsta kosti var það ekki mikill fengur sem þeir komu með. Þeir voru bara með nokkra fugla í bátnum. Miðað við fjöldann af skotum þá hafa þeir skilið eftir mikið af fugli úti á firði,“ segir hann. Lárus segir byssumenn hafa sótt í svæðið á síðustu árum. „Skothvellirnir heyrast hér um allt og þetta er hvorki gott fyrir skepnur eða menn. Þetta er mjög óþægilegt,“ segir Lárus sem hyggst mæta á lögreglustöðina við Vínlandsleið í Reykjavík í dag. „Ég legg fram kæru fyrir hönd hreppsins.“ Mennirnir megi búast við sektum. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
„Menn hafa mætt hér á bátum og skotið fugl sér til skemmtunar að því er virðist vera,“ segir Lárus Vilhjálmsson, formaður umhverfisnefndar Kjósarhrepps. Sérsveit lögreglunnar sótti tvær haglabyssuskyttur á laugardaginn um verslunarmannahelgina, sem héldu uppi mikilli skothríð frá báti utan við Hvalfjarðareyri og Laxárvog. Lárus segir konu sína hafi heyrt skothvelli um klukkan sex þennan dag „Um hálf sjö leytið voru skothvellirnir orðnir á annað hundrað talsins,“ lýsir Lárus. Þá hafi kona hans hringt í landeiganda við Hvalfjarðareyri og þær kallað til lögreglu. Skömmu síðar hafi sérsveitarmenn verið mættir. Teknar hafi verið myndir af mönnunum að skjóta og henda fugli. „Bíllinn þeirra var við eyrina þar sem þeir höfðu sett út bátinn. Lögreglan virðist hafa hringt í þá og þá hættu þeir að skjóta en urðu vélarvana og þurftu að róa í land. Þeir voru hátt í klukkutíma að því,“ segir Lárus. Vopn mannanna voru gerð upptæk og tekin af þeim skýrsla. „Þetta voru menn á fertugs- eða fimmtugsaldri. Þeir voru frekar lúpulegir þegar þeir komu í land,“ segir Lárus sem náði ekki tali af mönnunum. „Þeir bara drifu sig í burtu.“ Að sögn Lárusar höfðu mennirnir í fyrsta lagi alls ekki leyfi landeigenda til skjóta. Hvalfjarðareyri og Laxárvogur eru á náttúruminjaskrá og í friðlýsingarferli. „Þannig að þetta er líka brot á náttúruverndarlögum. Þá má ekki skjóta hvaða fugl sem er á þessum tíma og menn verða að hafa veiðileyfi frá Umhverfisstofnun, sem þeir höfðu ekki.“ Mikið fuglalíf er á þessu svæði. Lárus nefnir til dæmis fýl, ritu og æðarfugl fyrir utan máv. Hann telur að fyrst og fremst hafi byssumennirnir verið að skjóta fugla sér til skemmtunar. „Að minnsta kosti var það ekki mikill fengur sem þeir komu með. Þeir voru bara með nokkra fugla í bátnum. Miðað við fjöldann af skotum þá hafa þeir skilið eftir mikið af fugli úti á firði,“ segir hann. Lárus segir byssumenn hafa sótt í svæðið á síðustu árum. „Skothvellirnir heyrast hér um allt og þetta er hvorki gott fyrir skepnur eða menn. Þetta er mjög óþægilegt,“ segir Lárus sem hyggst mæta á lögreglustöðina við Vínlandsleið í Reykjavík í dag. „Ég legg fram kæru fyrir hönd hreppsins.“ Mennirnir megi búast við sektum.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira