Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2018 14:32 Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Fréttablaðið/Eyþór Mikil spennan er á meðal íbúa í Árborg vegna íbúakosningar á laugardaginn en þá verður kosið um nýjan miðbæ á Selfossi, sem gerir ráð fyrir endurbyggingu húsa víðsvegar á landinu en eru horfin af sjónarsviðinu. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Kosið verður í sex kjördeildum frá kl. 09:00 til 18:00. Kosið verður um breytingu á aðal og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Segi 29% íbúa já í kosningunni verður farið af stað með nýjan miðbæ á vegum Sigtúns Þróunarfélags sem gerir ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa víða af landinu sem eru ekki lengur til. Segi íbúar hins vegar nei í kosningunni verður unnið áfram með gildandi aðalskipulag fyrir miðbæ Selfoss frá 2012.Verði kosningaþáttaka undir 29% verður niðurstaða kosninganna ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Ingunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar vill ekki sjá nýjan miðbæ á vegum Sigtúns þróunarfélags. „Ég er andvíg þessu skipulagi, fyrst og fremst út af þeim samningi sem tekur gildi ef við samþykkjum deiliskipulagið. Vegna þess að þetta félag sem fær umráðaréttinn yfir öllum lóðunum á þessu svæði, það auðvitað eykur verðgildi sitt til muna við það að fá þennan rétt. Og ég hef áhyggjur af því að við það að auka verðgildi félagsins svona mikið þá muni eigendur þess freistast til að selja það, til að leysa út ágóðann.“ Helgi S. Haraldsson, nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar reiknar með að segja já í kosningunni á laugardaginn. „Fyrst og fremst langar mig að sjá þarna líflega uppbyggingu og eitthvert líf í miðbæinn. Það er ömurlegt eftir öll þessi ár að horfa á þetta sár þarna.Ætlarðu að segja já eða nei?„Ég reikna með að ég segi já.“ Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mikil spennan er á meðal íbúa í Árborg vegna íbúakosningar á laugardaginn en þá verður kosið um nýjan miðbæ á Selfossi, sem gerir ráð fyrir endurbyggingu húsa víðsvegar á landinu en eru horfin af sjónarsviðinu. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Kosið verður í sex kjördeildum frá kl. 09:00 til 18:00. Kosið verður um breytingu á aðal og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Segi 29% íbúa já í kosningunni verður farið af stað með nýjan miðbæ á vegum Sigtúns Þróunarfélags sem gerir ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa víða af landinu sem eru ekki lengur til. Segi íbúar hins vegar nei í kosningunni verður unnið áfram með gildandi aðalskipulag fyrir miðbæ Selfoss frá 2012.Verði kosningaþáttaka undir 29% verður niðurstaða kosninganna ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Ingunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar vill ekki sjá nýjan miðbæ á vegum Sigtúns þróunarfélags. „Ég er andvíg þessu skipulagi, fyrst og fremst út af þeim samningi sem tekur gildi ef við samþykkjum deiliskipulagið. Vegna þess að þetta félag sem fær umráðaréttinn yfir öllum lóðunum á þessu svæði, það auðvitað eykur verðgildi sitt til muna við það að fá þennan rétt. Og ég hef áhyggjur af því að við það að auka verðgildi félagsins svona mikið þá muni eigendur þess freistast til að selja það, til að leysa út ágóðann.“ Helgi S. Haraldsson, nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar reiknar með að segja já í kosningunni á laugardaginn. „Fyrst og fremst langar mig að sjá þarna líflega uppbyggingu og eitthvert líf í miðbæinn. Það er ömurlegt eftir öll þessi ár að horfa á þetta sár þarna.Ætlarðu að segja já eða nei?„Ég reikna með að ég segi já.“
Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira