Gjaldkeri SÍF segir sig úr stjórn og lýsir yfir stuðningi við Davíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 10:28 Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Mynd/Aðsend Gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hefur sagt sig úr stjórninni. Ástæðan er brottrekstur fyrrverandi formanns sambandsins, Davíðs Snæs Jónssonar, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem hann skrifaði. Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Í tilkynningu segir að ákvörðun um afsögnina hafi legið á herðum hans síðan meirihluti framkvæmdastjórnar SÍF tók ákvörðun um að vísa Davíð úr stjórn „vegna meintra brota í starfi sínu sem formaður,“ líkt og segir í tilkynningu frá Einari. „Skrípaleikur meirihlutans líkir við pólitískri valdabaráttu [sic] í sjónvarpsþættinum House Of Cards, þar sem einstaklingar nýta lagaglufur til þess að koma sjálfum sér í valdastöður,“ segir jafnframt í tilkynningu.Sjá einnig: Spurt að leikslokum Einar segir ákvörðun meirihluta stjórnarinnar hafa komið sér í opna skjöldu þar sem hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. Hann hafi fyrst verið látinn vita af brottrekstri Davíðs í tölvupósti sem honum var sendur að morgni 21. júlí síðastliðinn, þremur dögum áður en Davíð var rekinn úr stjórn. Þá segir Einar afsögn sína taka gildi þann 6. ágúst næstkomandi, eftir að hann snýr heim frá Slóvakíu þar sem hann er nú staddur á vegum sambandsins. „Vil ég sjálfur lýsa yfir vantrausti á meirihluta framkvæmdastjórnar fyrir að virða ekki lög og reglur sambandsins. Mér finnst framkvæmdarstjórn SÍF skulda mér fyrirgefningu og Davíð Snæ afsökunarbeiðni fyrir ályktun sína, þar sem Davíð hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu SÍF frá því að hann tók við störfum,“ segir í tilkynningu. Umrædd grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Davíð var svo vísað úr stjórn fimm dögum síðar og byggði stjórnin ákvörðun sína á því að Davíð hefði talað gegn opinberri stefnu SÍF með skrifum sínum. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Gjaldkeri framkvæmdastjórnar Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hefur sagt sig úr stjórninni. Ástæðan er brottrekstur fyrrverandi formanns sambandsins, Davíðs Snæs Jónssonar, úr stjórn vegna umdeildrar greinar sem hann skrifaði. Einar Freyr Bergsson, gjaldkeri SÍF, sendi frá sér fréttatilkynningu um afsögn sína í dag. Í tilkynningu segir að ákvörðun um afsögnina hafi legið á herðum hans síðan meirihluti framkvæmdastjórnar SÍF tók ákvörðun um að vísa Davíð úr stjórn „vegna meintra brota í starfi sínu sem formaður,“ líkt og segir í tilkynningu frá Einari. „Skrípaleikur meirihlutans líkir við pólitískri valdabaráttu [sic] í sjónvarpsþættinum House Of Cards, þar sem einstaklingar nýta lagaglufur til þess að koma sjálfum sér í valdastöður,“ segir jafnframt í tilkynningu.Sjá einnig: Spurt að leikslokum Einar segir ákvörðun meirihluta stjórnarinnar hafa komið sér í opna skjöldu þar sem hann hafi ekki verið hafður með í ráðum. Hann hafi fyrst verið látinn vita af brottrekstri Davíðs í tölvupósti sem honum var sendur að morgni 21. júlí síðastliðinn, þremur dögum áður en Davíð var rekinn úr stjórn. Þá segir Einar afsögn sína taka gildi þann 6. ágúst næstkomandi, eftir að hann snýr heim frá Slóvakíu þar sem hann er nú staddur á vegum sambandsins. „Vil ég sjálfur lýsa yfir vantrausti á meirihluta framkvæmdastjórnar fyrir að virða ekki lög og reglur sambandsins. Mér finnst framkvæmdarstjórn SÍF skulda mér fyrirgefningu og Davíð Snæ afsökunarbeiðni fyrir ályktun sína, þar sem Davíð hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu SÍF frá því að hann tók við störfum,“ segir í tilkynningu. Umrædd grein Davíðs bar titilinn „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og birtist á Vísi þann 19. júlí síðastliðinn. Í greininni beindi Davíð spjótum sínum að kynjafræði sem skyldufagi í framhaldsskólum og líkti henni við „marxísk fræði“. Davíð var svo vísað úr stjórn fimm dögum síðar og byggði stjórnin ákvörðun sína á því að Davíð hefði talað gegn opinberri stefnu SÍF með skrifum sínum.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Spurt að leikslokum Lög, reglur og samþykktir eru hornsteinn stjórna og félagsamtaka og leiðarvísir í ákvarðanatökum og starfsháttum þeirra sem fara með vald. 1. ágúst 2018 06:12
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12
SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12
Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Davíð Snær Jónsson, sem vísað hefur verið úr stjórn Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, hefur sent frá sér yfirlýsingu. 25. júlí 2018 08:49