Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. ágúst 2018 12:48 Miklar skemmdir urðu á landi í Skaftárhlaupi árið 2015. Vísir/Vilhelm Rafleiðni í Skaftá hefur aukist til muna en Veðurstofan tilkynnti í gær að búist væri við því að Skaftárhlaup muni koma undan jökli í kvöld eða nótt. Fólk er hvatt til að halda sig fjarri þessum slóðum. Jarðfræðingur býst við að hlaupið mundi brjótast hratt undan jökli. Lögregla gerir ráð fyrir því að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. Um miðnætti sýndu GPS mælingar að íshellan í Eystri-Skaftárkatli hafi tekið að lækka og að rennsli úr lóni við jökulbotninn væri hafið. Síðasta hlaup í Skaftá var í október fyrir tæpum þremur árum og var það stærsta hlaup frá upphafi mælinga en tjón vegna hlaupsins þá var metið á hundruð milljóna króna. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að hlaupið nú verði minna en hlaupið 2015. Snorri Zóphoníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hlaupið nú gæti orðið nokkuð stórt en Snorri hefur fylgst með hlaupum í Skaftá í um fjóra áratugi. „Það eru nú 36 mánuðir síðan að stóra hlaupið varð og það er nú með lengri millibilum sem er á milli. Svo var íshellan komin hátt og hefur risið hratt síðustu mánuði.“ 10 til 12 tíma að ná byggð Í tilkynningu Veðurstofunnar frá því í gær er varað sérstaklega við því að ef hlaupið komi fram í Hverfisfljóti undan Síðujökli þá gæti það náð að þjóðvegi 1 en ekki er talið líklegt að svo verði. Snorri segist búast við því hlaupið nú muni koma hratt undan jöklinum en um leið og það nær fyrsta mæli sé hægt að segja til um hversu hratt það vex og hversu mikið hlaupið gæti orðið. Hlaup sé um 10-12 tíma að koma niður að byggð. Áttið þið ykkur á því hvort það komi til með að hlaupa hratt fram? „Já, það eru allar líkur á því. Þetta er eystri ketillinn og hlaup úr honum verða alla jafna mjög snögg,“ segir Snorri. Vegalengdin fyrir jökulvatnið að koma undan jökli er mjög löng. „Frá kötlunum að jökuljaðri eru 40 kílómetrar. Vatnið er einhvers staðar þar á leiðinni sennilega en síðan eru 20 kílómetrar frá jökulröndinni og niður að fyrsta mæli og það er ekki komið þangað,“ segir Snorri. Ferðafólk haldi sig fjarri Veðurstofan segir að brennisteinsvetni sé í hlaupvatninu og sprungumyndunum við ketilinn og er ferðafólki ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals, jöðrum Skaftárjökuls, Tungnaárjökuls og Síðujökuls. „Þetta dreifist þarna, fer mest af þessu niður Eldvatn hjá Ásum. Síðan fer mjög mikið út í hraunið þar sem Skaftá rennur með Skálahrauni austur að Kirkjubæjarklaustri. En venjulega eru það ekki nema svona 10 prósent af hlaupvatninu sem nær þangað. Ef hlaupið verður mjög mikið eins og síðast þá er þarna stór garður sem veitir ánni út í Eldvatnið úr gömlum farvegi og þá er vegurinn austan við Eldvatnsbrúna, það kemur á hann og fólk á ekkert að vera þar eins og síðast,“ segir Snorri. Lögreglan á Suðurlandi gerir ráð fyrir því að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúna um Eldvötn seinnipartinn í dag. Þá er unnið að því að komast í samband við ferðafólk á svæðinu. Mikið álag á viðbragðsaðila Ljóst er að mikið álag verður á viðbragðsaðila á Suðurlandi um helgina þar sem flestar útihátíðir fara fram um helgina. Að því viðbættu er búist við því að Skaftárhlaup nái undan jökli næsta sólarhringinn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir að búið sé að gera ráðstafanir vegna yfirvofandi hlaups. „Við erum í sambandi við Vegagerðina fyrir austan og sveitarfélagið. Þannig að allir aðilar eru orðnir meðvitaðir og komnir inn í „samskiptalúppuna“, að halda hvert öðru upplýstu.“ Veðurstofan mun funda með Lögreglunni á Suðurlandi og almannavarnadeild ríkislögreglustóra klukkan tvö í dag þar sem staðan verður metin en búist er við því að einhverjum vegum og svæðum verði lokað seinnipartinn í dag. „Ég geri ráð fyrir því að við munum loka á Nyrðri-Fjallabaksleið upp í Hólaskjól og þar fyrir ofan. Það allavega flæddi illa 2015 í flóðinu þar og ég geri ráð fyrir því að við munum loka því svæði á meðan við vitum ekki nákvæmlega stærðina, þannig að fólk veðri ekki innlyksa einhvers staðar.“ Gera ráð fyrir að loka brú yfir Eldvötn Brúin yfir Eldvötn fór illa í síðasta hlaupi og búast menn jafnvel við því að hún gefi sig í þessu hlaupi. „Ég ræddi við Vegagerðina í gærkvöldi og við gerum ráð fyrir að loka henni á meðan flóðið gengur yfir. Því miðað við reynslu síðasta flóðs þá stendur hún það tæpt að hún þolir kannski ekki meiri ágang. Þannig að við erum ekkert að taka áhættu með því að hafa umferð á henni,“ segir Sveinn. Sveinn segir á yfirvöld geri hvað þau geta til að gefa fólki á svæðinu viðvart um yfirvofandi ástand. „Það er eitthvað af fólki þarna á svæðinu og við reynum að koma okkur í samband við bæði þjóðgarðinn og skálaverði og landverði sem eru þarna á svæðinu, og erum að vinna í þeim málum núna.“ Hlaup í Skaftá Almannavarnir Skaftárhreppur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Rafleiðni í Skaftá hefur aukist til muna en Veðurstofan tilkynnti í gær að búist væri við því að Skaftárhlaup muni koma undan jökli í kvöld eða nótt. Fólk er hvatt til að halda sig fjarri þessum slóðum. Jarðfræðingur býst við að hlaupið mundi brjótast hratt undan jökli. Lögregla gerir ráð fyrir því að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. Um miðnætti sýndu GPS mælingar að íshellan í Eystri-Skaftárkatli hafi tekið að lækka og að rennsli úr lóni við jökulbotninn væri hafið. Síðasta hlaup í Skaftá var í október fyrir tæpum þremur árum og var það stærsta hlaup frá upphafi mælinga en tjón vegna hlaupsins þá var metið á hundruð milljóna króna. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að hlaupið nú verði minna en hlaupið 2015. Snorri Zóphoníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hlaupið nú gæti orðið nokkuð stórt en Snorri hefur fylgst með hlaupum í Skaftá í um fjóra áratugi. „Það eru nú 36 mánuðir síðan að stóra hlaupið varð og það er nú með lengri millibilum sem er á milli. Svo var íshellan komin hátt og hefur risið hratt síðustu mánuði.“ 10 til 12 tíma að ná byggð Í tilkynningu Veðurstofunnar frá því í gær er varað sérstaklega við því að ef hlaupið komi fram í Hverfisfljóti undan Síðujökli þá gæti það náð að þjóðvegi 1 en ekki er talið líklegt að svo verði. Snorri segist búast við því hlaupið nú muni koma hratt undan jöklinum en um leið og það nær fyrsta mæli sé hægt að segja til um hversu hratt það vex og hversu mikið hlaupið gæti orðið. Hlaup sé um 10-12 tíma að koma niður að byggð. Áttið þið ykkur á því hvort það komi til með að hlaupa hratt fram? „Já, það eru allar líkur á því. Þetta er eystri ketillinn og hlaup úr honum verða alla jafna mjög snögg,“ segir Snorri. Vegalengdin fyrir jökulvatnið að koma undan jökli er mjög löng. „Frá kötlunum að jökuljaðri eru 40 kílómetrar. Vatnið er einhvers staðar þar á leiðinni sennilega en síðan eru 20 kílómetrar frá jökulröndinni og niður að fyrsta mæli og það er ekki komið þangað,“ segir Snorri. Ferðafólk haldi sig fjarri Veðurstofan segir að brennisteinsvetni sé í hlaupvatninu og sprungumyndunum við ketilinn og er ferðafólki ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals, jöðrum Skaftárjökuls, Tungnaárjökuls og Síðujökuls. „Þetta dreifist þarna, fer mest af þessu niður Eldvatn hjá Ásum. Síðan fer mjög mikið út í hraunið þar sem Skaftá rennur með Skálahrauni austur að Kirkjubæjarklaustri. En venjulega eru það ekki nema svona 10 prósent af hlaupvatninu sem nær þangað. Ef hlaupið verður mjög mikið eins og síðast þá er þarna stór garður sem veitir ánni út í Eldvatnið úr gömlum farvegi og þá er vegurinn austan við Eldvatnsbrúna, það kemur á hann og fólk á ekkert að vera þar eins og síðast,“ segir Snorri. Lögreglan á Suðurlandi gerir ráð fyrir því að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúna um Eldvötn seinnipartinn í dag. Þá er unnið að því að komast í samband við ferðafólk á svæðinu. Mikið álag á viðbragðsaðila Ljóst er að mikið álag verður á viðbragðsaðila á Suðurlandi um helgina þar sem flestar útihátíðir fara fram um helgina. Að því viðbættu er búist við því að Skaftárhlaup nái undan jökli næsta sólarhringinn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir að búið sé að gera ráðstafanir vegna yfirvofandi hlaups. „Við erum í sambandi við Vegagerðina fyrir austan og sveitarfélagið. Þannig að allir aðilar eru orðnir meðvitaðir og komnir inn í „samskiptalúppuna“, að halda hvert öðru upplýstu.“ Veðurstofan mun funda með Lögreglunni á Suðurlandi og almannavarnadeild ríkislögreglustóra klukkan tvö í dag þar sem staðan verður metin en búist er við því að einhverjum vegum og svæðum verði lokað seinnipartinn í dag. „Ég geri ráð fyrir því að við munum loka á Nyrðri-Fjallabaksleið upp í Hólaskjól og þar fyrir ofan. Það allavega flæddi illa 2015 í flóðinu þar og ég geri ráð fyrir því að við munum loka því svæði á meðan við vitum ekki nákvæmlega stærðina, þannig að fólk veðri ekki innlyksa einhvers staðar.“ Gera ráð fyrir að loka brú yfir Eldvötn Brúin yfir Eldvötn fór illa í síðasta hlaupi og búast menn jafnvel við því að hún gefi sig í þessu hlaupi. „Ég ræddi við Vegagerðina í gærkvöldi og við gerum ráð fyrir að loka henni á meðan flóðið gengur yfir. Því miðað við reynslu síðasta flóðs þá stendur hún það tæpt að hún þolir kannski ekki meiri ágang. Þannig að við erum ekkert að taka áhættu með því að hafa umferð á henni,“ segir Sveinn. Sveinn segir á yfirvöld geri hvað þau geta til að gefa fólki á svæðinu viðvart um yfirvofandi ástand. „Það er eitthvað af fólki þarna á svæðinu og við reynum að koma okkur í samband við bæði þjóðgarðinn og skálaverði og landverði sem eru þarna á svæðinu, og erum að vinna í þeim málum núna.“
Hlaup í Skaftá Almannavarnir Skaftárhreppur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira