Mikið um að vera hjá Faxaflóahöfnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. ágúst 2018 13:56 Auk skemmtiferðaskipa er ítalska seglskipið Amerigo Vespucci í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Sigurjón Tveir af sex stærstu dögum Faxaflóahafna eru nú um helgina. Alls munu fjögur skemmtiferðaskip vera í höfn fram á sunnudag. Á laugardaginn mun síðan stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, koma í síðasta sinn til Reykjavíkur þetta sumarið. MSC Meraviglia getur tekið um 4.500 farþega og er það fimmta stærsta skemmtiferðaskip í heiminum og jafnframt það stærsta sem komið hefur til Íslands. Skipið mun hafa í kringum sólarhringsviðdvöl hér í Reykjavík. Skipakomum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkurhafnar hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna segir að það verði auðvelt að dreifa álaginu um helgina þrátt fyrir allan þann mannfjölda sem sé væntanlegur. „Í þetta skiptið þá er stærsta skipið MSC Meraviglia statt á Skarfabakka en hin þrjú eru minni skemmtiferðaskip, þau eru stödd á Miðbakkanum þannig að við náum aðeins að dreifa álaginu á milli svæða hjá okkur.“ Þegar farþegafjöldi fer yfir 5.000 er það regla að sett sé upp viðvörun svo ferðaþjónustuaðilar og innviðir séu meðvitaðir um aukið álag. „Enn sem komið er þá hafa innviðirnir alveg náð að meðhöndla það.“ Auk farþega skemmtiferðaskipanna er fjöldinn allur í áhöfn en gert er ráð fyrir að um 1500 starfsmenn séu um borð í stærsta skipinu. Erna segir að 70% þeirra sem komi með skemmtiferðaskipum til landsins fari í skipulagðar ferðir um landið á meðan dvöl stendur. Algengustu staðirnir eru Gullni hringurinn og Bláa lónið. „En verið er að reyna að vinna að því að finna fleiri áfangastaði til þess að dreifa þeim meira þannig að þetta verði ekki svona álagssvæði“ Skemmtiferðaskipatímabilið á Íslandi er frá maí þar til um miðjan október. Erna segir að enn fleiri skip séu væntanleg á næsta ári. „Á næsta ári eru áætlaðar 175 skipakomur miðað við að í ár eru 168 og farþegafjöldinn mun þar að auki líka aukast.“ Og Erna segir að þjóðarbúið fái töluverðar tekjur af komum skemmtiferðaskipa. „Í heildina séð ef maður tekur allar þessar tekjur saman, bæði það sem ríkið er að fá, hafnirnar, skipaumboðsmenn, ferðaþjónustuaðilar og bara rútur og aðrir sem koma að þessum iðnaði, þá eru að koma milli sjö til átta milljarðar hingað til lands.“ Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Tveir af sex stærstu dögum Faxaflóahafna eru nú um helgina. Alls munu fjögur skemmtiferðaskip vera í höfn fram á sunnudag. Á laugardaginn mun síðan stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, koma í síðasta sinn til Reykjavíkur þetta sumarið. MSC Meraviglia getur tekið um 4.500 farþega og er það fimmta stærsta skemmtiferðaskip í heiminum og jafnframt það stærsta sem komið hefur til Íslands. Skipið mun hafa í kringum sólarhringsviðdvöl hér í Reykjavík. Skipakomum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkurhafnar hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna segir að það verði auðvelt að dreifa álaginu um helgina þrátt fyrir allan þann mannfjölda sem sé væntanlegur. „Í þetta skiptið þá er stærsta skipið MSC Meraviglia statt á Skarfabakka en hin þrjú eru minni skemmtiferðaskip, þau eru stödd á Miðbakkanum þannig að við náum aðeins að dreifa álaginu á milli svæða hjá okkur.“ Þegar farþegafjöldi fer yfir 5.000 er það regla að sett sé upp viðvörun svo ferðaþjónustuaðilar og innviðir séu meðvitaðir um aukið álag. „Enn sem komið er þá hafa innviðirnir alveg náð að meðhöndla það.“ Auk farþega skemmtiferðaskipanna er fjöldinn allur í áhöfn en gert er ráð fyrir að um 1500 starfsmenn séu um borð í stærsta skipinu. Erna segir að 70% þeirra sem komi með skemmtiferðaskipum til landsins fari í skipulagðar ferðir um landið á meðan dvöl stendur. Algengustu staðirnir eru Gullni hringurinn og Bláa lónið. „En verið er að reyna að vinna að því að finna fleiri áfangastaði til þess að dreifa þeim meira þannig að þetta verði ekki svona álagssvæði“ Skemmtiferðaskipatímabilið á Íslandi er frá maí þar til um miðjan október. Erna segir að enn fleiri skip séu væntanleg á næsta ári. „Á næsta ári eru áætlaðar 175 skipakomur miðað við að í ár eru 168 og farþegafjöldinn mun þar að auki líka aukast.“ Og Erna segir að þjóðarbúið fái töluverðar tekjur af komum skemmtiferðaskipa. „Í heildina séð ef maður tekur allar þessar tekjur saman, bæði það sem ríkið er að fá, hafnirnar, skipaumboðsmenn, ferðaþjónustuaðilar og bara rútur og aðrir sem koma að þessum iðnaði, þá eru að koma milli sjö til átta milljarðar hingað til lands.“
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira