Virða lokanir lögreglu að vettugi og ganga inn á brúna yfir Eldvatn Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. ágúst 2018 11:01 Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Vísir/Jóhann K/Einar Það eru mikil átök undir brúnni yfir Eldvatn en sérfræðingar telja að hlaupið hafi þar náð hámarki um áttaleytið í morgun. Rennslið er raunar enn í hámarki og verður það áfram næstu klukkustundirnar. Vöxtur er mikill og er áin farin að krafsa í brúarendann sem laskaðist í hlaupinu árið 2015. Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar og Einar Árnason, tökumaður okkar, eru staddir á svæðinu og halda áfram að greina frá þróun mála og ástandi brúarinnar í máli og myndum. Eindregið hefur verið varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum. Fregnir hafa borist um sterka brennisteinslykt vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul. Jóhann og Einar hafa fundið fyrir gaslyktinni og einnig fundið fyrir smá sviða í augum. Brúin laskaðist í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015.vísir/Jóhann K/ Einar Að sögn Jóhanns er ekki útséð með tjón á brúnni á meðan hamurinn í ánni er enn í hámarki. Eins og kom fram í fréttum okkar í gær komust sérfræðingar að því, eftir að hafa flogið yfir Skaftárjökul, að það hafði hlaupið úr báðum kötlum hans, sem hefur aldrei gerst áður. Sérfræðingar telja að það sé ástæðan fyrir óvenjulegum hreyfingum. Í gær fór Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, í tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar hann komst að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. Flæðir yfir tún bænda „Veðrið á staðnum er allt öðruvísi en í gær þegar það var blankalogn og sól en hér er núna hvassviðri og gengur á með rigningu. Við ókum um svæðið og sáum að það hefur flætt töluvert yfir tún bænda hér í nágrenninu þannig að það er ljóst það er töluvert tjón orðið af þessu öðru stærsta Skaftárhlaupi frá upphafi,“ segir Jóhann K. Jóhansson sem greinir frá því sem fyrir augu bar. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Það eru mikil átök undir brúnni yfir Eldvatn en sérfræðingar telja að hlaupið hafi þar náð hámarki um áttaleytið í morgun. Rennslið er raunar enn í hámarki og verður það áfram næstu klukkustundirnar. Vöxtur er mikill og er áin farin að krafsa í brúarendann sem laskaðist í hlaupinu árið 2015. Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar og Einar Árnason, tökumaður okkar, eru staddir á svæðinu og halda áfram að greina frá þróun mála og ástandi brúarinnar í máli og myndum. Eindregið hefur verið varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum. Fregnir hafa borist um sterka brennisteinslykt vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul. Jóhann og Einar hafa fundið fyrir gaslyktinni og einnig fundið fyrir smá sviða í augum. Brúin laskaðist í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015.vísir/Jóhann K/ Einar Að sögn Jóhanns er ekki útséð með tjón á brúnni á meðan hamurinn í ánni er enn í hámarki. Eins og kom fram í fréttum okkar í gær komust sérfræðingar að því, eftir að hafa flogið yfir Skaftárjökul, að það hafði hlaupið úr báðum kötlum hans, sem hefur aldrei gerst áður. Sérfræðingar telja að það sé ástæðan fyrir óvenjulegum hreyfingum. Í gær fór Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, í tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar hann komst að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. Flæðir yfir tún bænda „Veðrið á staðnum er allt öðruvísi en í gær þegar það var blankalogn og sól en hér er núna hvassviðri og gengur á með rigningu. Við ókum um svæðið og sáum að það hefur flætt töluvert yfir tún bænda hér í nágrenninu þannig að það er ljóst það er töluvert tjón orðið af þessu öðru stærsta Skaftárhlaupi frá upphafi,“ segir Jóhann K. Jóhansson sem greinir frá því sem fyrir augu bar.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53
Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45
Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28