Áfram framkvæmdastjóri CBS þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. júlí 2018 10:44 Utanaðkomandi aðilar verða fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóra CBS. Honum verður ekki gert að stíga til hliðar á meðan rannsókninni stendur. Vísir/getty Ásakanir á hendur Leslie Moonves, framkvæmdastjóra CBS, voru ræddar á stjórnarfundi sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi. Á fundinum var ákveðið að Moonves héldi stöðu sinni en að óháðir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóranum. Reuters greinir frá. Sex stigu fram Sex konur sem starfa hjá fyrirtækinu stigu fram í The New Yorker og greindu frá því að Moonves hafi bæði kysst þær og snert án þeirra samþykkis. Meint kynferðisleg áreitni á að hafa átt sér stað á árunum 1985-2006. Honum er gefið að sök að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær höfnuðu kynferðislegum umleitunum hans. Skaðleg vinnumenning Þrjátíu manns sem ýmist starfa eða störfuðu hjá CBS segja að forstjórinn hafi stuðlað að skaðlegri vinnumenningu. Starfsmenn sem hafi orðið uppvísir að kynferðislegri áreitni hefðu hlotið framgang í starfi og þá hefðu þolendur fengið greiðslur í skiptum fyrir þagmælsku. Ákvörðun stjórnarinnar eins og blaut tuska í andlitið Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að Moonves verði áfram æðsti stjórnandi fyrirtækisins þrátt fyrir ásakanirnar. Ekki voru allir sáttir með ákvörðun stjórnarinnar en Melissa Silverstein, sem heldur úti síðunni Konur og Hollywood, segir að stjórnin hafi ekki brugðist við í samræmi við alvarleika málsins og að það sé eins og blaut tuska í andlitið á þeim konum sem greindu frá framferði Moonves að hann verði áfram forstjóri líkt og ekkert hefði í skorist. Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein skrifar um Moonves Ronan Farrow, blaðamaður New Yorker, varpaði ljósi á frásagnir kvennanna en hann er jafnframt sá blaðamaður sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í yfirlýsingu sem Moonves sendi New Yorker segist hann alltaf hafa virt rétt kvenna til að hafna sér. Hann viðurkenndi að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær en bætir við að hann sjái eftir því. Moonves einn var valdamestu karlmönnum í Hollywood og hefur haldið um stjórnartaumana hjá CBS í áratug. Hann er 68 ára og er giftur dagskrárgerðakonunni Julie Chen. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Ásakanir á hendur Leslie Moonves, framkvæmdastjóra CBS, voru ræddar á stjórnarfundi sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi. Á fundinum var ákveðið að Moonves héldi stöðu sinni en að óháðir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóranum. Reuters greinir frá. Sex stigu fram Sex konur sem starfa hjá fyrirtækinu stigu fram í The New Yorker og greindu frá því að Moonves hafi bæði kysst þær og snert án þeirra samþykkis. Meint kynferðisleg áreitni á að hafa átt sér stað á árunum 1985-2006. Honum er gefið að sök að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær höfnuðu kynferðislegum umleitunum hans. Skaðleg vinnumenning Þrjátíu manns sem ýmist starfa eða störfuðu hjá CBS segja að forstjórinn hafi stuðlað að skaðlegri vinnumenningu. Starfsmenn sem hafi orðið uppvísir að kynferðislegri áreitni hefðu hlotið framgang í starfi og þá hefðu þolendur fengið greiðslur í skiptum fyrir þagmælsku. Ákvörðun stjórnarinnar eins og blaut tuska í andlitið Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að Moonves verði áfram æðsti stjórnandi fyrirtækisins þrátt fyrir ásakanirnar. Ekki voru allir sáttir með ákvörðun stjórnarinnar en Melissa Silverstein, sem heldur úti síðunni Konur og Hollywood, segir að stjórnin hafi ekki brugðist við í samræmi við alvarleika málsins og að það sé eins og blaut tuska í andlitið á þeim konum sem greindu frá framferði Moonves að hann verði áfram forstjóri líkt og ekkert hefði í skorist. Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein skrifar um Moonves Ronan Farrow, blaðamaður New Yorker, varpaði ljósi á frásagnir kvennanna en hann er jafnframt sá blaðamaður sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í yfirlýsingu sem Moonves sendi New Yorker segist hann alltaf hafa virt rétt kvenna til að hafna sér. Hann viðurkenndi að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær en bætir við að hann sjái eftir því. Moonves einn var valdamestu karlmönnum í Hollywood og hefur haldið um stjórnartaumana hjá CBS í áratug. Hann er 68 ára og er giftur dagskrárgerðakonunni Julie Chen.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45