Yfirvöld Síle þvinga svör úr kirkjunni Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2018 14:17 Kardínálinn Ricardo Ezzati Andrello, hefur verið sakaður um að hylma yfir barnaníð. Vísir/AP Lögreglan í Síle hefur fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál, aftur til ársins 2007, sem kaþólska kirkjan rannsakaði sjálf og án þess að tilkynna þau til lögreglu. Upplýsingar þessar fundust í nokkrum húsleitum sem lögreglan hefur framkvæmt á undanförnum vikum vegna barnaníðshneykslis sem valdið gífurlegum usla innan kirkjunnar þar í landi. Í síðasta mánuði voru tveir erindrekar Frans páfa að halda fyrirlestur fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar, þegar fregnir bárust af því að lögreglan væri að ráðast til atlögu gegn kirkjunni. Fyrirlestur erindrekana fjallaði um það hvernig rannsaka ætti ásakanir um misnotkun og barnaníð innan kirkjunnar. Páfinn sendi þá á vettvang eftir að í ljós kom að á undanförnum áratugum hefði kaþólska kirkjan í Síle þaggað slík mál og rannsakað þau innanhúss. Kirkjan hefur verið sökuð um að hylma yfir með níðingum um árabil og er talið mögulegt að hundruð barna hafi orðið fyrir barðinu á þeim.Samræmdar aðgerðir Þegar áðurnefndur fyrirlestur hafði staðið yfir í um eina og hálfa klukkustund hlupu aðstoðarmenn presta inn í salinn og sögðu frá því að til stæði að gera húsleit á skrifstofum kirkjunnar. Í samræmdum aðgerðum víða um landið var lögreglan að leita að upplýsingum um mál sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. Síðan þá hafa minnst fimm húsleitir til viðbótar verið framkvæmdar. Eins og áður hefur komið fram fundust upplýsingar um 30 mál.Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta einhverjar ströngustu aðgerðir gegn kirkjunni sem farið hefur verið í í heiminum. Vert er þó að taka fram að samkvæmt lögum Síle, er starfsmönnum kirkjunnar ekki skylt að tilkynna ásakanir um misnotkun til lögreglu. Saksóknarinn Emiliano Arias, sem leiðir rannsókn lögreglunnar, sagði Reuters að prestar hefðu reynt að eyða hluta upplýsinganna. Arias, sem hefur reynslu af því að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, segist vilja handtaka og ákæra alla þá sem hafi brotið á börnum og einnig alla þá sem hafi hjálpað við að hylma yfir það. Fyrstu ásakanirnar litu dagsins ljós árið 2010 en fyrr á árinu buðu allir 34 biskupar landsins páfanum afsagnarbréf sín. Var það í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar að allir biskupar heillar þjóðar bjóðist til þess að segja af sér. Hingað til hefur páfi samþykkt afsagnir fimm þeirra.Sjá einnig: Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sínaSérfræðingar segja að þrátt fyrir að brotin séu sögð hafa náð áratugi aftur í tímann, hafi þau verið mikið milli tannanna á fólki Síle í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar.Fór fram hjá Vatíkaninu Arias biðlaði til kirkjunnar um áðurnefndar upplýsingar og skjöl. Honum var hins vegar tilkynnt að hann þyrfti að fara í gegnum Vatíkanið þar sem upplýsingarnar nytu verndar Páfagarðs. Kirkjan segir það hafa verið gert til að vernda fórnarlömb en gagnrýnendur segja þessari aðferð beitt víða um heim og í gegnum tíðina hafi hún verið notuð til að binda hendur opinberra rannsakenda. „Við erum ekki að tala um svik eða þjófnað,“ sagði Arias við Reuters. „Við erum að tala um glæpi gegn börnum.“ Þess vegna ákvað hann að hunsa Vatíkanið og fá þess í stað dómara til að samþykkja húsleitir.Hér má sjá umfjöllun AP frá því í febrúar þar sem rætt var við mann sem steig fram og sakaði presta í Síle um að hafa misnotað sig. Chile Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Lögreglan í Síle hefur fundið upplýsingar um 30 misnotkunarmál, aftur til ársins 2007, sem kaþólska kirkjan rannsakaði sjálf og án þess að tilkynna þau til lögreglu. Upplýsingar þessar fundust í nokkrum húsleitum sem lögreglan hefur framkvæmt á undanförnum vikum vegna barnaníðshneykslis sem valdið gífurlegum usla innan kirkjunnar þar í landi. Í síðasta mánuði voru tveir erindrekar Frans páfa að halda fyrirlestur fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar, þegar fregnir bárust af því að lögreglan væri að ráðast til atlögu gegn kirkjunni. Fyrirlestur erindrekana fjallaði um það hvernig rannsaka ætti ásakanir um misnotkun og barnaníð innan kirkjunnar. Páfinn sendi þá á vettvang eftir að í ljós kom að á undanförnum áratugum hefði kaþólska kirkjan í Síle þaggað slík mál og rannsakað þau innanhúss. Kirkjan hefur verið sökuð um að hylma yfir með níðingum um árabil og er talið mögulegt að hundruð barna hafi orðið fyrir barðinu á þeim.Samræmdar aðgerðir Þegar áðurnefndur fyrirlestur hafði staðið yfir í um eina og hálfa klukkustund hlupu aðstoðarmenn presta inn í salinn og sögðu frá því að til stæði að gera húsleit á skrifstofum kirkjunnar. Í samræmdum aðgerðum víða um landið var lögreglan að leita að upplýsingum um mál sem voru ekki tilkynnt til lögreglu. Síðan þá hafa minnst fimm húsleitir til viðbótar verið framkvæmdar. Eins og áður hefur komið fram fundust upplýsingar um 30 mál.Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta einhverjar ströngustu aðgerðir gegn kirkjunni sem farið hefur verið í í heiminum. Vert er þó að taka fram að samkvæmt lögum Síle, er starfsmönnum kirkjunnar ekki skylt að tilkynna ásakanir um misnotkun til lögreglu. Saksóknarinn Emiliano Arias, sem leiðir rannsókn lögreglunnar, sagði Reuters að prestar hefðu reynt að eyða hluta upplýsinganna. Arias, sem hefur reynslu af því að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, segist vilja handtaka og ákæra alla þá sem hafi brotið á börnum og einnig alla þá sem hafi hjálpað við að hylma yfir það. Fyrstu ásakanirnar litu dagsins ljós árið 2010 en fyrr á árinu buðu allir 34 biskupar landsins páfanum afsagnarbréf sín. Var það í fyrsta sinn í sögu kirkjunnar að allir biskupar heillar þjóðar bjóðist til þess að segja af sér. Hingað til hefur páfi samþykkt afsagnir fimm þeirra.Sjá einnig: Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sínaSérfræðingar segja að þrátt fyrir að brotin séu sögð hafa náð áratugi aftur í tímann, hafi þau verið mikið milli tannanna á fólki Síle í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar.Fór fram hjá Vatíkaninu Arias biðlaði til kirkjunnar um áðurnefndar upplýsingar og skjöl. Honum var hins vegar tilkynnt að hann þyrfti að fara í gegnum Vatíkanið þar sem upplýsingarnar nytu verndar Páfagarðs. Kirkjan segir það hafa verið gert til að vernda fórnarlömb en gagnrýnendur segja þessari aðferð beitt víða um heim og í gegnum tíðina hafi hún verið notuð til að binda hendur opinberra rannsakenda. „Við erum ekki að tala um svik eða þjófnað,“ sagði Arias við Reuters. „Við erum að tala um glæpi gegn börnum.“ Þess vegna ákvað hann að hunsa Vatíkanið og fá þess í stað dómara til að samþykkja húsleitir.Hér má sjá umfjöllun AP frá því í febrúar þar sem rætt var við mann sem steig fram og sakaði presta í Síle um að hafa misnotað sig.
Chile Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira