Leyfi veitt fyrir vindmöstur í Dölunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2018 19:00 Meirihluti sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Storm orku ehf. stöðuleyfi til þess að reista þrjú rannsóknarmöstur í landi Hróðnýjarstaða þar sem meta á kosti þess að byggja upp vindorkuver. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vinnur að regluverki um vindorkuver.Fréttastofan fjallaði um fyrirhugað vindorkuver Storm orku í landi Hróðnýjarstaða í lok janúar en þá kvörtuðu íbúar undan því á áformin hefðu lítið sem ekkert verið kynnt heimamönnum.Á opnum íbúafundi sem haldinn var í febrúar gerðu sveitarstjórn og eigendur fyrirtækisins íbúum grein fyrir fyrirætlunum sínum en þær gera ráð fyrir vindorkuveri á um sex hundruð hektara svæði þar sem hægt yrði að reisa allt að fjörutíu vindmyllur sem myndu skila af sér að að 130 MW. Sveitarstjórnin hafði áður verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum.Í byrjun júlí var óskað eftir því að reisa þrjú möstur í landi Hróðnýjarstaða sem eiga að rannsaka mögulega vindorkuframleiðslu og tók umhverfis og skipulagsnefnd sveitarfélagsins jákvætt í erindið en kallaði aftur eftir betri gögnum. Á sama tíma var lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Eflu , „Vindorka í Dalabyggð“, fram fyrir nefndina en skýrslan var unnin að beiðni Dalabyggðar en með henni vildi sveitarfélagið taka saman viðmið og almennar leiðbeiningar til að nota við stefnumótun vegna nýtingar vindorku innan sveitarfélagsins. Skýrslan var gerð í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags og verður nýtt sem stefnumótun fyrir mögulega nýtingu vindorku í aðalskipulaginu. Nokkrum dögum síðar samþykkti svona sveitarstjórn að þrjú möstur verði reist á landinu en leyfið er veit til tveggja ára. Eigendur Storm orku mega hins vegar ekki ráðast í framkvæmdir fyrr en nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra liggja fyrir hjá byggingafulltrúa sem gefur úr leyfi. Þessi tillaga sveitarstjórnarinnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir að setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar. Dalabyggð Tengdar fréttir Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15 Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Meirihluti sveitarstjórnar Dalabyggðar hefur samþykkt að veita fyrirtækinu Storm orku ehf. stöðuleyfi til þess að reista þrjú rannsóknarmöstur í landi Hróðnýjarstaða þar sem meta á kosti þess að byggja upp vindorkuver. Starfshópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vinnur að regluverki um vindorkuver.Fréttastofan fjallaði um fyrirhugað vindorkuver Storm orku í landi Hróðnýjarstaða í lok janúar en þá kvörtuðu íbúar undan því á áformin hefðu lítið sem ekkert verið kynnt heimamönnum.Á opnum íbúafundi sem haldinn var í febrúar gerðu sveitarstjórn og eigendur fyrirtækisins íbúum grein fyrir fyrirætlunum sínum en þær gera ráð fyrir vindorkuveri á um sex hundruð hektara svæði þar sem hægt yrði að reisa allt að fjörutíu vindmyllur sem myndu skila af sér að að 130 MW. Sveitarstjórnin hafði áður verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum.Í byrjun júlí var óskað eftir því að reisa þrjú möstur í landi Hróðnýjarstaða sem eiga að rannsaka mögulega vindorkuframleiðslu og tók umhverfis og skipulagsnefnd sveitarfélagsins jákvætt í erindið en kallaði aftur eftir betri gögnum. Á sama tíma var lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Eflu , „Vindorka í Dalabyggð“, fram fyrir nefndina en skýrslan var unnin að beiðni Dalabyggðar en með henni vildi sveitarfélagið taka saman viðmið og almennar leiðbeiningar til að nota við stefnumótun vegna nýtingar vindorku innan sveitarfélagsins. Skýrslan var gerð í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags og verður nýtt sem stefnumótun fyrir mögulega nýtingu vindorku í aðalskipulaginu. Nokkrum dögum síðar samþykkti svona sveitarstjórn að þrjú möstur verði reist á landinu en leyfið er veit til tveggja ára. Eigendur Storm orku mega hins vegar ekki ráðast í framkvæmdir fyrr en nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra liggja fyrir hjá byggingafulltrúa sem gefur úr leyfi. Þessi tillaga sveitarstjórnarinnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna segir að setja þurfi lög um vindorkuver ásamt því að vinna með sveitarfélögum leiðbeiningar um skipulagsákvarðanir og leyfisveitingar.
Dalabyggð Tengdar fréttir Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15 Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Kynntu vindorkuver fyrir heimamönnum Eigendur Storm Orku kynntu hugmyndir um vindorkuver fyrir heimamönnum í Dalabyggð í gærkvöldi 1. febrúar 2018 19:15
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45
Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. 1. febrúar 2018 14:30
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45