Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Eldarnir eru gríðarlegir umfangs og er eyðileggingin mikil. Vísir/Getty Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu. Þetta eru langmannskæðustu skógareldar þar í landi frá því 84 hið minnsta létu lífið í eldum á eyjunni Euboea og Attíku- og Pelópsskaga árið 2007. Sett hefur verið upp neyðarlína, 199, svo Grikkir geti tilkynnt um að einhvers sé saknað og er óttast um að tala látinna hækki enn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur boðist til að senda Þjóðverja til Grikklands til að aðstoða við slökkvistarf. „Á þessum erfiðu tímum stendur Þýskaland með grískum vinum sínum. Þið getið verið viss um að við erum viljug til þess að rétta ykkur hjálparhönd,“ var haft eftir kanslaranum á enskumælandi vef gríska blaðsins Kathimerini. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, vottaði Grikkjum samúð sína á Twitter og tilkynnti að Ítalir gætu sent tvær flugvélar, sérútbúnar til slökkvistarfs, til Grikklands. Slíkar vélar hafa einnig verið sendar til Svíþjóðar þar sem tugir elda hafa logað að undanförnu. Grískir miðlar hafa flutt fjölda frétta af harmleiknum. Í viðtali við Skai TV sagði Nikos Economopoulos, framkvæmdastjóri gríska Rauða krossins, frá því að sveitir Rauða krossins hafi fundið hóp 26 fórnarlamba hamfaranna, börn þar á meðal, liggja í faðmlögum uppi á kletti. „Þau reyndu að finna leið út úr eldhafinu en því miður komst þetta fólk og þessi börn ekki út í tæka tíð. Þegar endirinn nálgaðist féllst fólkið í faðma.“ Landhelgisgæslan og áhafnir annarra báta hafa bjargað nærri 700 sem höfðu komið sér niður á strönd og náð nítján lifandi og fjórum látnum úr hafinu Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52 Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu. Þetta eru langmannskæðustu skógareldar þar í landi frá því 84 hið minnsta létu lífið í eldum á eyjunni Euboea og Attíku- og Pelópsskaga árið 2007. Sett hefur verið upp neyðarlína, 199, svo Grikkir geti tilkynnt um að einhvers sé saknað og er óttast um að tala látinna hækki enn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur boðist til að senda Þjóðverja til Grikklands til að aðstoða við slökkvistarf. „Á þessum erfiðu tímum stendur Þýskaland með grískum vinum sínum. Þið getið verið viss um að við erum viljug til þess að rétta ykkur hjálparhönd,“ var haft eftir kanslaranum á enskumælandi vef gríska blaðsins Kathimerini. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, vottaði Grikkjum samúð sína á Twitter og tilkynnti að Ítalir gætu sent tvær flugvélar, sérútbúnar til slökkvistarfs, til Grikklands. Slíkar vélar hafa einnig verið sendar til Svíþjóðar þar sem tugir elda hafa logað að undanförnu. Grískir miðlar hafa flutt fjölda frétta af harmleiknum. Í viðtali við Skai TV sagði Nikos Economopoulos, framkvæmdastjóri gríska Rauða krossins, frá því að sveitir Rauða krossins hafi fundið hóp 26 fórnarlamba hamfaranna, börn þar á meðal, liggja í faðmlögum uppi á kletti. „Þau reyndu að finna leið út úr eldhafinu en því miður komst þetta fólk og þessi börn ekki út í tæka tíð. Þegar endirinn nálgaðist féllst fólkið í faðma.“ Landhelgisgæslan og áhafnir annarra báta hafa bjargað nærri 700 sem höfðu komið sér niður á strönd og náð nítján lifandi og fjórum látnum úr hafinu
Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52 Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52
Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21
26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50