Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 08:49 Davíð Snær Jónsson, fyrrverandi formaður SÍF. mYND/Aðsend Davíð Snær Jónsson, sem í gær var vísað úr stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku, segir viðbrögð stjórnarinnar „öfgafull“ og að þau valdi „eðlilega áhyggjum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Davíð sendi á fjölmiðla nú í morgun en hann gegndi formennsku í SÍF þar til í gær. Þar segir Davíð að fimm stjórnarmenn SÍF hafi krafið hann um afsögn. Hann segir „upphlaup“ þeirra hafa komið sér mjög á óvart. Sjá einnig:Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði „Ég boðaði strax til stjórnarfundar eftir að mér varð ljóst að óánægju gætti um skrif mín innan stjórnarinnar, en ágreiningur er eðlilegur hluti af félagsstarfi og þá sérstaklega þegar þessi risavaxni málaflokkur er undir, menntakerfið. Af þeim fundi varð ekki og ákvað meirihluti stjórnar þess í stað að grípa til fyrrgreindra aðgerða og víkja mér úr formennsku. Þess skal getið að ekki var einhugur um þessa ákvörðun innan stjórnarinnar, að mér frátöldum,“ segir Davíð í yfirlýsingunni og heldur áfram: „Þessi öfgafullu viðbrögð stjórnarinnar valda eðlilega áhyggjum. Í félagasamtökum eru ákvarðanir sem þessar teknar á stjórnarfundum, en ekki í tölvupóstsamskiptum einstakra stjórnarmeðlima. Að virða ekki fundarsköp eða almennar vinnureglur sýnir vanhæfni stjórnarmanna til þess að taka ákvarðanir sem þessar.“ Þá segir hann að frelsi til að gagnrýna sé einn af hornsteinum lýðræðisins og að umræða um menn og málefni sé merki heilbrigðs samfélags. „Mitt starf sem formaður hefur verið að tala fyrir betra menntakerfi. Ef menntakerfið er hafið yfir gagnrýni, má spyrja sig hvað sé gagnrýnisvert og hvað ekki. Skoðanafrelsi einstaklinga er brennt á teini ef þær skoðanir sem tjáðar eru, eru ekki réttar. Ég hef áhyggjur af Íslensku menntakerfi, þess vegna tjáði ég mig og myndi ekki hika við að gera það aftur í sömu stöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Davíð Snær Jónsson, sem í gær var vísað úr stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku, segir viðbrögð stjórnarinnar „öfgafull“ og að þau valdi „eðlilega áhyggjum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Davíð sendi á fjölmiðla nú í morgun en hann gegndi formennsku í SÍF þar til í gær. Þar segir Davíð að fimm stjórnarmenn SÍF hafi krafið hann um afsögn. Hann segir „upphlaup“ þeirra hafa komið sér mjög á óvart. Sjá einnig:Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði „Ég boðaði strax til stjórnarfundar eftir að mér varð ljóst að óánægju gætti um skrif mín innan stjórnarinnar, en ágreiningur er eðlilegur hluti af félagsstarfi og þá sérstaklega þegar þessi risavaxni málaflokkur er undir, menntakerfið. Af þeim fundi varð ekki og ákvað meirihluti stjórnar þess í stað að grípa til fyrrgreindra aðgerða og víkja mér úr formennsku. Þess skal getið að ekki var einhugur um þessa ákvörðun innan stjórnarinnar, að mér frátöldum,“ segir Davíð í yfirlýsingunni og heldur áfram: „Þessi öfgafullu viðbrögð stjórnarinnar valda eðlilega áhyggjum. Í félagasamtökum eru ákvarðanir sem þessar teknar á stjórnarfundum, en ekki í tölvupóstsamskiptum einstakra stjórnarmeðlima. Að virða ekki fundarsköp eða almennar vinnureglur sýnir vanhæfni stjórnarmanna til þess að taka ákvarðanir sem þessar.“ Þá segir hann að frelsi til að gagnrýna sé einn af hornsteinum lýðræðisins og að umræða um menn og málefni sé merki heilbrigðs samfélags. „Mitt starf sem formaður hefur verið að tala fyrir betra menntakerfi. Ef menntakerfið er hafið yfir gagnrýni, má spyrja sig hvað sé gagnrýnisvert og hvað ekki. Skoðanafrelsi einstaklinga er brennt á teini ef þær skoðanir sem tjáðar eru, eru ekki réttar. Ég hef áhyggjur af Íslensku menntakerfi, þess vegna tjáði ég mig og myndi ekki hika við að gera það aftur í sömu stöðu,“ segir í yfirlýsingunni.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12
SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12