Háværum stegg sagt til syndanna í Druslugöngunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 19:57 Druslur létu ekki smá rigningu á sig fá. Vísir/einar „Einhverjum datt í alvöru í hug að gera Druslugönguna að vettvangi fyrir steggjun.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem gekk ásamt þúsundum annarra um miðborg Reykjavíkur í dag. Tilefnið var fyrrnefnd Drusluganga, sem gengin var í ár til höfuðs „skrímslavæðingu“ - þeirri hugmynd að allir ofbeldismenn séu óþekktar ófreskjur. Þvert á móti eru flest kynferðisbrot framin af fólki sem standa þolendunum nærri. Sóley segist hafa brugðist ókvæða við þegar verðandi brúðgumi og vinir hans reyndu að setja svip sinn á gönguna. Hafi brúðguminn meðal annars kallað „Ég er ekki drusla,“ í fullkominni andstöðu við baráttuköll Druslanna sem safnast höfðu saman. Vinir hans hafi fylgt í humátt á eftir -„ fullir og flissandi með símana á lofti.“Sóley Tómasdóttir tók ekki í mál að hópurinn kæmist upp með skrílslætin.Vísir/stefánBorgarfulltrúinn fyrrverandi lét læti mannanna ekki yfir sig ganga heldur vatt sér upp að þeim og sagði steggjunarhópnum til syndanna. Hún telur sig sjálfsagt hafa „toppað daginn fyrir þá, þar sem þeir náðu að festa öskureiða Sóleyju Tómasdóttur á filmu,“ eins og hún orðar það. Sóley segist vona að myndbandið verði spilað í brúðkaupinu - „enda má gera ráð fyrir að talsvert hlutfall veislugesta hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og verði lítið skemmt yfir þessu ósmekklega atriði.“ Að þessari uppákomu frátalinni virðist Druslugangan hafa gengið vel fyrir sig. Hún var vel sótt, þrátt fyrir rigningu, og blésu ræðumenn viðstöddum baráttuanda í brjóst. Þeirra á meðal var María Rut Kristinsdóttir, sem Vísir ræddi við fyrr í kvöld. Fyrrnefnda færslu Sóleyjar má svo sjá hér að neðan. Druslugangan Tengdar fréttir „Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18 Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Einhverjum datt í alvöru í hug að gera Druslugönguna að vettvangi fyrir steggjun.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem gekk ásamt þúsundum annarra um miðborg Reykjavíkur í dag. Tilefnið var fyrrnefnd Drusluganga, sem gengin var í ár til höfuðs „skrímslavæðingu“ - þeirri hugmynd að allir ofbeldismenn séu óþekktar ófreskjur. Þvert á móti eru flest kynferðisbrot framin af fólki sem standa þolendunum nærri. Sóley segist hafa brugðist ókvæða við þegar verðandi brúðgumi og vinir hans reyndu að setja svip sinn á gönguna. Hafi brúðguminn meðal annars kallað „Ég er ekki drusla,“ í fullkominni andstöðu við baráttuköll Druslanna sem safnast höfðu saman. Vinir hans hafi fylgt í humátt á eftir -„ fullir og flissandi með símana á lofti.“Sóley Tómasdóttir tók ekki í mál að hópurinn kæmist upp með skrílslætin.Vísir/stefánBorgarfulltrúinn fyrrverandi lét læti mannanna ekki yfir sig ganga heldur vatt sér upp að þeim og sagði steggjunarhópnum til syndanna. Hún telur sig sjálfsagt hafa „toppað daginn fyrir þá, þar sem þeir náðu að festa öskureiða Sóleyju Tómasdóttur á filmu,“ eins og hún orðar það. Sóley segist vona að myndbandið verði spilað í brúðkaupinu - „enda má gera ráð fyrir að talsvert hlutfall veislugesta hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og verði lítið skemmt yfir þessu ósmekklega atriði.“ Að þessari uppákomu frátalinni virðist Druslugangan hafa gengið vel fyrir sig. Hún var vel sótt, þrátt fyrir rigningu, og blésu ræðumenn viðstöddum baráttuanda í brjóst. Þeirra á meðal var María Rut Kristinsdóttir, sem Vísir ræddi við fyrr í kvöld. Fyrrnefnda færslu Sóleyjar má svo sjá hér að neðan.
Druslugangan Tengdar fréttir „Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18 Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18
Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15
Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21