Töluvert tjón hjá PCC á Bakka og tekur nokkrar vikur að laga Gissur Sigurðsson skrifar 10. júlí 2018 14:13 Ljóst er að töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar er búið að stöðva alla framleiðslu og gæti tekið vikur að ræsa verksmiðjuna upp á ný. Mikill viðbúnaður var þegar útkallið barst og var allt slökkvilið Norðurþings ásamt slökkviliði Þingeyjarsveitar sent á vettvang. Eldurinn kviknaði á milli fjórðu og fimmtu hæðar í ofnhúsi þannig að aðstæður voru erfiðar, en betur fór en á horfðist og gekk slökkvistarf vel.Ofn 1 í stöðvun Tvívegis kviknaði smávægilegur eldur aftur út frá glæðum, en var strax slökktur. Áður en slökkvistarf hófst var allt rafmagn til versins aftengt. En ætli að alvarlegt tjón hafi orðið á búnaði? Hafsteinn Viktorsson er forstjóri kísilvers PCC á Bakka. „Við vitum það nú ekki eins og er hversu mikið tjónið er. Lögregla er enn þá með vettvanginn og við ekki fengið aðgang,“ segir Hafsteinn. „Okkur sýndist í gær að skemmdir væru kannski ekki mjög miklar. Aðstæður eru samt þannig að það tekur einhverjar vikur að laga þetta. Það er nokkuð ljóst að ofn 1 mun ekki framleiða neitt í eina, tvær eða þrjár vikur.“ Tap í rekstri á meðan er töluvert mikið að sögn Hafsteins.„Óveruleg reykmengun“ „Já, það er það. Þetta er alls ekki gott þegar við erum í uppkeyrslu og vorum einmitt komnir á þann stað að við vorum komin með góð tök á ofninum og hann farinn að framleiða hágæðavöru. Þannig að þetta er ekki gott.“ Einhverjar rafmagnstruflanir urðu hjá PCC í gærmorgun en Hafsteinn segir ekkert samhengi þar á milli. Þá segir hann reykmengun vegna bilunar og brunans hafa verið óverulega. „Í hvert skipti sem við þurfum að slökkva á ofninum þá þurfum við að opna neyðarskortsteinana og þá kemur smá reykur frá verksmiðjunni. En hann var óverulegur.“ Norðurþing Tengdar fréttir Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Ljóst er að töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar er búið að stöðva alla framleiðslu og gæti tekið vikur að ræsa verksmiðjuna upp á ný. Mikill viðbúnaður var þegar útkallið barst og var allt slökkvilið Norðurþings ásamt slökkviliði Þingeyjarsveitar sent á vettvang. Eldurinn kviknaði á milli fjórðu og fimmtu hæðar í ofnhúsi þannig að aðstæður voru erfiðar, en betur fór en á horfðist og gekk slökkvistarf vel.Ofn 1 í stöðvun Tvívegis kviknaði smávægilegur eldur aftur út frá glæðum, en var strax slökktur. Áður en slökkvistarf hófst var allt rafmagn til versins aftengt. En ætli að alvarlegt tjón hafi orðið á búnaði? Hafsteinn Viktorsson er forstjóri kísilvers PCC á Bakka. „Við vitum það nú ekki eins og er hversu mikið tjónið er. Lögregla er enn þá með vettvanginn og við ekki fengið aðgang,“ segir Hafsteinn. „Okkur sýndist í gær að skemmdir væru kannski ekki mjög miklar. Aðstæður eru samt þannig að það tekur einhverjar vikur að laga þetta. Það er nokkuð ljóst að ofn 1 mun ekki framleiða neitt í eina, tvær eða þrjár vikur.“ Tap í rekstri á meðan er töluvert mikið að sögn Hafsteins.„Óveruleg reykmengun“ „Já, það er það. Þetta er alls ekki gott þegar við erum í uppkeyrslu og vorum einmitt komnir á þann stað að við vorum komin með góð tök á ofninum og hann farinn að framleiða hágæðavöru. Þannig að þetta er ekki gott.“ Einhverjar rafmagnstruflanir urðu hjá PCC í gærmorgun en Hafsteinn segir ekkert samhengi þar á milli. Þá segir hann reykmengun vegna bilunar og brunans hafa verið óverulega. „Í hvert skipti sem við þurfum að slökkva á ofninum þá þurfum við að opna neyðarskortsteinana og þá kemur smá reykur frá verksmiðjunni. En hann var óverulegur.“
Norðurþing Tengdar fréttir Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43