Margverðlaunaður lífeyrissjóður mælist með litla langtímaávöxtun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júlí 2018 20:12 Lífeyrissjóður sem auglýsir að hann sé margverðlaunaður sem besti lífeyrissjóðurinn í Evrópu er einn af lakari sjóðum landsins þegar kemur að raunávöxtun síðustu 20 ár samkvæmt nýlegri rannsókn. Sjóðurinn segir samanburð erfiðan og annað eigi við um hann en aðra sjóði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið sé búið að vera við lýði síðan 1974 hefur ekki verið hægt að bera saman langtíma ávöxtunartölur skyldulífeyrissjóða á einfaldan hátt. Landssamband lífeyrissjóða ætlar að birta tölurnar á þessu ári en sambandið hefur þegar birt samanburðargögn um séreignarsjóði. Þórey S. Þórðardóttir Framkvæmdastjóri sjóðsins hefur sagt að langtímaávöxtunina skipti höfuðmáli.Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða.Vísir/Stöð 2Frjálsi lífeyrissjóðurinn er einn þeirra sjóða sem fólk getur valið um að greiða í. Á heimasíðu hans kemur fram að sjóðurinn hefur frá árinu 2005 hlotið 16 verðlaun fyrir að vera ýmist besti eða næst besti evrópski lífeyrissjóðurinn af sinni stærðargráðu, eða verið valinn besti sjóðurinn hér á landi. Fram kemur meðal annars að í umsögn dómnefnda hafi verið fjallað um góða ávöxtun sjóðsins við erfiðar markaðsaðstæður, fagleg vinnubrögð við mótun fjárfestingarstefnu, gagnsæi, uppbyggingu sjóðsins og nýja þjónustuþætti fyrir sjóðfélaga. Upplýsingar í nýrri rannsókn sem fréttastofa hefur keypt og byggja á gögnum sem birtust í Fréttablaðinu 3. maí í grein eftir Gylfa Magnússon og Hallgrím Óskarsson sýna hins vegar aðra mynd. Þar er greint frá raunávöxtun allra íslenskra skyldurlífeyrissjóða síðustu tvo áratugi og er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með eina lökustu ávöxtunina eða uppá 2,41 prósent og í 21. sæti af 27. Fréttastofa leitaði eftir svörum hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum í dag.Frjálsi lífeyrissjóðurinnVísir/Stöð 2Svar frá Frjálsa lífeyrissjóðnumÍ skýrslunni sem vísað er til er eingöngu samantekt á ávöxtun samtryggingadeilda lífeyrissjóða. Frjálsi skiptist aftur á móti í séreignardeild og samtryggingardeild og eru eignir séreignardeildar um 70% af eignum sjóðsins en eignir samtryggingardeildar aðeins 30%. Þegar vísað er til góðrar ávöxtunar m.v. markaðsaðstæður í tengslum við IPE keppnina er átt við ávöxtun sjóðsins í heild (séreign+samtrygging) eftir hrun. Ávöxtun Frjálsa kom ekki vel út á á árunum 2000-2002 (fyrir hrun) í samanburði við aðra sjóði sem hefur neikvæð áhrif á niðurstöðu Frjálsa í skýrslunni. Hafa þarf í huga við samanburð á ávöxtun samtryggingadeilda að sumir sjóðir gera skuldabréf upp á kaupkröfu og sumir á markaðsvirði sem hefur áhrif á útgefna ávöxtun sjóðanna og gerir samanburð erfiðan. Ef Frjálsi hefði gert öll skuldabréfin upp á markaðsvirði væri ávöxtun sjóðsins um 3,7 milljörðum hærri heldur en útgefin ávöxtun sjóðsins og útreiknuð ávöxtun Frjálsa hefði verið hærri í skýrslunni. Veitt eru verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe (IPE) fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. Góð ávöxtun er ekki forsenda fyrir verðlaunum. IPE hefur meira að segja hvatt lífeyrissjóði, sem hafa skilað lágri ávöxtun tiltekið ár, til að taka þátt. Frjálsi hefur fengið 11 verðlaun í IPE keppninni en hún er haldin árlega. Frjálsi hefur auglýst verðlaunin í dagblöðum og í öllu sínu markaðsefni. Keppt er bæði í landaflokkum (Country award) og þemaflokkum (Theme award). Keppt var í Íslandsflokki þar til fyrir nokkrum árum að búinn var til einn flokkur þjóða með færri en 1 milljón íbúa (small nation). Einnig hefur verið keppt í „small pension“ flokki sem miðast við lífeyrissjóði sem eru minna en 1 milljarður Evra að stærð. Allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafa val um að taka þátt. Keppnin fer þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt senda inn „entry“ eða „case“ um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt er að senda inn „case“ í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Sama „case“ getur einnig farið í þemaflokk og landaflokk. Einnig er keppt í flokkum eftir tegundum lífeyrissjóða. IPE skipar dómnefnd nokkurra einstaklinga víðsvegar í Evrópu fyrir hvern flokk sem metur þau „case“ sem send eru inn. Á árlegri verðlaunahátíð er upplýst um þá sjóði sem eru tilnefndir (“shortlisted”) til verðlauna í hverjum flokki og þá sjóði sem vinna hvern flokk. Gefið er út verðlaunablað með upplýsingum um hvern lífeyrissjóð sem fær verðlaun og umfjöllun um þá þætti í rekstri lífeyrissjóðsins sem leiddu til verðlaunanna að mati dómnefndar. Það er því ekki greitt fyrir verðlaunin. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Lífeyrissjóður sem auglýsir að hann sé margverðlaunaður sem besti lífeyrissjóðurinn í Evrópu er einn af lakari sjóðum landsins þegar kemur að raunávöxtun síðustu 20 ár samkvæmt nýlegri rannsókn. Sjóðurinn segir samanburð erfiðan og annað eigi við um hann en aðra sjóði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðakerfið sé búið að vera við lýði síðan 1974 hefur ekki verið hægt að bera saman langtíma ávöxtunartölur skyldulífeyrissjóða á einfaldan hátt. Landssamband lífeyrissjóða ætlar að birta tölurnar á þessu ári en sambandið hefur þegar birt samanburðargögn um séreignarsjóði. Þórey S. Þórðardóttir Framkvæmdastjóri sjóðsins hefur sagt að langtímaávöxtunina skipti höfuðmáli.Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða.Vísir/Stöð 2Frjálsi lífeyrissjóðurinn er einn þeirra sjóða sem fólk getur valið um að greiða í. Á heimasíðu hans kemur fram að sjóðurinn hefur frá árinu 2005 hlotið 16 verðlaun fyrir að vera ýmist besti eða næst besti evrópski lífeyrissjóðurinn af sinni stærðargráðu, eða verið valinn besti sjóðurinn hér á landi. Fram kemur meðal annars að í umsögn dómnefnda hafi verið fjallað um góða ávöxtun sjóðsins við erfiðar markaðsaðstæður, fagleg vinnubrögð við mótun fjárfestingarstefnu, gagnsæi, uppbyggingu sjóðsins og nýja þjónustuþætti fyrir sjóðfélaga. Upplýsingar í nýrri rannsókn sem fréttastofa hefur keypt og byggja á gögnum sem birtust í Fréttablaðinu 3. maí í grein eftir Gylfa Magnússon og Hallgrím Óskarsson sýna hins vegar aðra mynd. Þar er greint frá raunávöxtun allra íslenskra skyldurlífeyrissjóða síðustu tvo áratugi og er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með eina lökustu ávöxtunina eða uppá 2,41 prósent og í 21. sæti af 27. Fréttastofa leitaði eftir svörum hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum í dag.Frjálsi lífeyrissjóðurinnVísir/Stöð 2Svar frá Frjálsa lífeyrissjóðnumÍ skýrslunni sem vísað er til er eingöngu samantekt á ávöxtun samtryggingadeilda lífeyrissjóða. Frjálsi skiptist aftur á móti í séreignardeild og samtryggingardeild og eru eignir séreignardeildar um 70% af eignum sjóðsins en eignir samtryggingardeildar aðeins 30%. Þegar vísað er til góðrar ávöxtunar m.v. markaðsaðstæður í tengslum við IPE keppnina er átt við ávöxtun sjóðsins í heild (séreign+samtrygging) eftir hrun. Ávöxtun Frjálsa kom ekki vel út á á árunum 2000-2002 (fyrir hrun) í samanburði við aðra sjóði sem hefur neikvæð áhrif á niðurstöðu Frjálsa í skýrslunni. Hafa þarf í huga við samanburð á ávöxtun samtryggingadeilda að sumir sjóðir gera skuldabréf upp á kaupkröfu og sumir á markaðsvirði sem hefur áhrif á útgefna ávöxtun sjóðanna og gerir samanburð erfiðan. Ef Frjálsi hefði gert öll skuldabréfin upp á markaðsvirði væri ávöxtun sjóðsins um 3,7 milljörðum hærri heldur en útgefin ávöxtun sjóðsins og útreiknuð ávöxtun Frjálsa hefði verið hærri í skýrslunni. Veitt eru verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe (IPE) fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. Góð ávöxtun er ekki forsenda fyrir verðlaunum. IPE hefur meira að segja hvatt lífeyrissjóði, sem hafa skilað lágri ávöxtun tiltekið ár, til að taka þátt. Frjálsi hefur fengið 11 verðlaun í IPE keppninni en hún er haldin árlega. Frjálsi hefur auglýst verðlaunin í dagblöðum og í öllu sínu markaðsefni. Keppt er bæði í landaflokkum (Country award) og þemaflokkum (Theme award). Keppt var í Íslandsflokki þar til fyrir nokkrum árum að búinn var til einn flokkur þjóða með færri en 1 milljón íbúa (small nation). Einnig hefur verið keppt í „small pension“ flokki sem miðast við lífeyrissjóði sem eru minna en 1 milljarður Evra að stærð. Allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafa val um að taka þátt. Keppnin fer þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt senda inn „entry“ eða „case“ um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt er að senda inn „case“ í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Sama „case“ getur einnig farið í þemaflokk og landaflokk. Einnig er keppt í flokkum eftir tegundum lífeyrissjóða. IPE skipar dómnefnd nokkurra einstaklinga víðsvegar í Evrópu fyrir hvern flokk sem metur þau „case“ sem send eru inn. Á árlegri verðlaunahátíð er upplýst um þá sjóði sem eru tilnefndir (“shortlisted”) til verðlauna í hverjum flokki og þá sjóði sem vinna hvern flokk. Gefið er út verðlaunablað með upplýsingum um hvern lífeyrissjóð sem fær verðlaun og umfjöllun um þá þætti í rekstri lífeyrissjóðsins sem leiddu til verðlaunanna að mati dómnefndar. Það er því ekki greitt fyrir verðlaunin.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira