Besta byrjun íslensks liðs í Meistaradeildinni í fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 16:00 Valsmenn fagna sigurmarki sínu í gær. Vísir/Bára Valsmenn unnu frábæran sigur á norsku meisturunum í Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir eru ekki vanir að byrjar Evrópusumur sín svona vel. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson tryggði Valsliðinu sigurinn skömmu fyrir leikslok en markið kom eftir fyrirgjöf Guðjóns Péturs Lýðssonar og skalla-stoðsendingu frá Tobias Bendix Thomsen. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Íslandsmeistararnir byrja Evrópusumarið á sigri en það hafði ekki gerst síðan árið 2013. Síðasta íslenska liðið til að vinna sinn fyrsta leik á sumri í Meistaradeildinni var FH-liðið frá 2013. FH vann þá 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas en leikurinn fór fram í Litháen. Líkt og í gærkvöldi var það miðvörður sem skoraði eina mark leiksins en Pétur Viðarsson skoraði eina mark FH-inga á 30. mínútu leiksins. Markið kom líka í kjölfarið á aukaspyrnu en Valsmenn skoruðu sigurmarkið sitt í gær eftir að Rosenborg mistókst að létta af pressunni eftir aukaspyrnu Valsliðsins. Þessir sigrar Vals (í gær) og FH (fyrir fimm árum) eru jafnframt einu sigrar Íslandsmeistara í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni á undanförnum áratug. Fyrir utan þessa tvo leiki er uppskeran 2 jafntefli og 7 jafntefli í fyrsta Evrópuleik Íslandsmeistarana á sumrunum 2008 til 2018. Markatalan í þessum 9 leikjum er síðan - íslensku liðunum í óhag og oftar en ekki hefur einvígið verið búið fyrir seinni leikinn. Það er hinsvegar ekki nú. Valsmenn fara með eins marks forskot og hreint mark út í seinni leikinn í Þrándheimi og hafa því allt til alls til að slá út norska félagið. Verkefnið verður allt annað en auðvelt en góður möguleiki er staðar eftir eftir frábær úrslit í gær.Eiður Aron Sigurbjörnsson skorar hér sigurmark Valsmanna á móti Rosenborg.Vísir/BáraFyrstu leikir Íslandsmeistara í Meistaradeildinni undanfarin ár:2018 (+1)Valur vann 1-0 sigur á norska félaginu Rosenborg2017 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við færeyska félagið Víking frá Götu2016 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við írska félagið Dundalk2015 (-2) Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skoska félaginu Celtic2014 (-1) KR tapaði 1-0 fyrir skoska félaginu Celtic2013 (+1)FH vann 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas2012 (-7) KR tapaði 7-0 á móti finnska félaginu HJK Helsinki2011 (-5) Breiðablik tapaði 5-0 á móti norska félaginu Rosenborg2010 (-4) FH tapaði 5-1 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2009 (-4) FH tapaði 4-0 á móti kasakska félaginu Aktobe2008 (-2) Valur tapaði 2-0 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2007 (+3)FH vann 4-1 sigur á færeyska félaginu HB Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Valsmenn unnu frábæran sigur á norsku meisturunum í Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir eru ekki vanir að byrjar Evrópusumur sín svona vel. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson tryggði Valsliðinu sigurinn skömmu fyrir leikslok en markið kom eftir fyrirgjöf Guðjóns Péturs Lýðssonar og skalla-stoðsendingu frá Tobias Bendix Thomsen. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem Íslandsmeistararnir byrja Evrópusumarið á sigri en það hafði ekki gerst síðan árið 2013. Síðasta íslenska liðið til að vinna sinn fyrsta leik á sumri í Meistaradeildinni var FH-liðið frá 2013. FH vann þá 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas en leikurinn fór fram í Litháen. Líkt og í gærkvöldi var það miðvörður sem skoraði eina mark leiksins en Pétur Viðarsson skoraði eina mark FH-inga á 30. mínútu leiksins. Markið kom líka í kjölfarið á aukaspyrnu en Valsmenn skoruðu sigurmarkið sitt í gær eftir að Rosenborg mistókst að létta af pressunni eftir aukaspyrnu Valsliðsins. Þessir sigrar Vals (í gær) og FH (fyrir fimm árum) eru jafnframt einu sigrar Íslandsmeistara í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni á undanförnum áratug. Fyrir utan þessa tvo leiki er uppskeran 2 jafntefli og 7 jafntefli í fyrsta Evrópuleik Íslandsmeistarana á sumrunum 2008 til 2018. Markatalan í þessum 9 leikjum er síðan - íslensku liðunum í óhag og oftar en ekki hefur einvígið verið búið fyrir seinni leikinn. Það er hinsvegar ekki nú. Valsmenn fara með eins marks forskot og hreint mark út í seinni leikinn í Þrándheimi og hafa því allt til alls til að slá út norska félagið. Verkefnið verður allt annað en auðvelt en góður möguleiki er staðar eftir eftir frábær úrslit í gær.Eiður Aron Sigurbjörnsson skorar hér sigurmark Valsmanna á móti Rosenborg.Vísir/BáraFyrstu leikir Íslandsmeistara í Meistaradeildinni undanfarin ár:2018 (+1)Valur vann 1-0 sigur á norska félaginu Rosenborg2017 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við færeyska félagið Víking frá Götu2016 (=) FH gerði 1-1 jafntefli við írska félagið Dundalk2015 (-2) Stjarnan tapaði 2-0 fyrir skoska félaginu Celtic2014 (-1) KR tapaði 1-0 fyrir skoska félaginu Celtic2013 (+1)FH vann 1-0 sigur á litháenska félaginu Ekranas2012 (-7) KR tapaði 7-0 á móti finnska félaginu HJK Helsinki2011 (-5) Breiðablik tapaði 5-0 á móti norska félaginu Rosenborg2010 (-4) FH tapaði 5-1 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2009 (-4) FH tapaði 4-0 á móti kasakska félaginu Aktobe2008 (-2) Valur tapaði 2-0 á móti hvít-rússneska félaginu BATE Borisov2007 (+3)FH vann 4-1 sigur á færeyska félaginu HB
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira