Árvakur og 365 kaupa Póstmiðstöðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2018 15:14 Frá höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóum. vísir/gva Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins og 365 miðlar ehf., eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, hafa í sameiningu keypt allt hlutafé í Póstmiðstöðinni hf. Með kaupunum leitast félögin við að styrkja stöðu sína „við erfiðar markaðsaðstæður“ þegar kemur að dreifingu dagblaðanna. Er kaupsamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seljendur eru Fiskisund ehf., Stahan II ehf. og Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, sem er dótturfélag Póstmiðstöðvarinnar. Greint var frá viðskiptunum á Mbl.is en kaupverðið er ekki gefið upp. Árvakur á eftir kaupin 51% í Póstmiðstöðinni en 365 49%. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, og Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, segir að alþekkt sé að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi sé erfitt. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eðlileg hagræðing fái að eiga sér stað. Þessi kaup Árvakurs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dagblöð á Íslandi og að innlendir aðilar, stórir og smáir hafi aðgang að öflugri dreifingarþjónustu sem veitir einokunarþjónustu ríkisins samkeppni og aðhald,“ er haft eftir Ingibjörgu. Haraldur segir að erlendis hafi þróunin verið í þessa átt að dagblöð samnýti dreifikerfi til að takast á við erfiðar markaðsaðstæður. Hér á landi sé þess ekki síður þörf. Hann segist vonast til að samningurinn styrki rekstur Árvakurs og Póstmiðstöðvarinnar og starfsmenn sem honum tengist verði fyrir sem minnstum óþægindum. Njóti frekar ávinnings af breytingunum.Að neðan má sjá tilkynningu Haraldar til starfsmanna ÁrvakursÁgætu starfsmenn ÁrvakursMér er ánægja að tilkynna ykkur að samningur hefur náðst um kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni hf., sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu. Árvakur verður með 51% eignarhlut og 365 miðlar með 49% eignarhlut og er kaupsamningurinn m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Póstmiðstöðin dreifir nú Fréttablaðinu, auk margvíslegrar annarrar dreifingar, og ætlunin er að Póstmiðstöðin dreifi einnig Morgunblaðinu. Með þessu er áformað að ná fram hagræðingu sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem ríkja á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég vona að með þessu megi bæta rekstur Árvakurs og að þannig verði þetta til farsældar fyrir starfsmenn félagsins. Reynt verður að tryggja að þeir starfsmenn sem þetta hefur mest bein áhrif á, þeir sem starfa við blaðburð og dreifingu Morgunblaðsins, verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa og að þeir muni njóta ávinnings af breytingunum. Á næstunni verður málið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu og eru engar breytingar fyrirhugaðar fyrr en svör fást þaðan. Starfsmönnum verður haldið upplýstum um framhald málsins og þeim sem hafa spurningar er bent á að hafa samband við Svanhvíti L. Guðmundsdóttur starfsmannastjóra, Fjölmiðlar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins og 365 miðlar ehf., eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, hafa í sameiningu keypt allt hlutafé í Póstmiðstöðinni hf. Með kaupunum leitast félögin við að styrkja stöðu sína „við erfiðar markaðsaðstæður“ þegar kemur að dreifingu dagblaðanna. Er kaupsamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seljendur eru Fiskisund ehf., Stahan II ehf. og Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, sem er dótturfélag Póstmiðstöðvarinnar. Greint var frá viðskiptunum á Mbl.is en kaupverðið er ekki gefið upp. Árvakur á eftir kaupin 51% í Póstmiðstöðinni en 365 49%. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, og Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, segir að alþekkt sé að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi sé erfitt. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eðlileg hagræðing fái að eiga sér stað. Þessi kaup Árvakurs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dagblöð á Íslandi og að innlendir aðilar, stórir og smáir hafi aðgang að öflugri dreifingarþjónustu sem veitir einokunarþjónustu ríkisins samkeppni og aðhald,“ er haft eftir Ingibjörgu. Haraldur segir að erlendis hafi þróunin verið í þessa átt að dagblöð samnýti dreifikerfi til að takast á við erfiðar markaðsaðstæður. Hér á landi sé þess ekki síður þörf. Hann segist vonast til að samningurinn styrki rekstur Árvakurs og Póstmiðstöðvarinnar og starfsmenn sem honum tengist verði fyrir sem minnstum óþægindum. Njóti frekar ávinnings af breytingunum.Að neðan má sjá tilkynningu Haraldar til starfsmanna ÁrvakursÁgætu starfsmenn ÁrvakursMér er ánægja að tilkynna ykkur að samningur hefur náðst um kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni hf., sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu. Árvakur verður með 51% eignarhlut og 365 miðlar með 49% eignarhlut og er kaupsamningurinn m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Póstmiðstöðin dreifir nú Fréttablaðinu, auk margvíslegrar annarrar dreifingar, og ætlunin er að Póstmiðstöðin dreifi einnig Morgunblaðinu. Með þessu er áformað að ná fram hagræðingu sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem ríkja á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég vona að með þessu megi bæta rekstur Árvakurs og að þannig verði þetta til farsældar fyrir starfsmenn félagsins. Reynt verður að tryggja að þeir starfsmenn sem þetta hefur mest bein áhrif á, þeir sem starfa við blaðburð og dreifingu Morgunblaðsins, verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa og að þeir muni njóta ávinnings af breytingunum. Á næstunni verður málið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu og eru engar breytingar fyrirhugaðar fyrr en svör fást þaðan. Starfsmönnum verður haldið upplýstum um framhald málsins og þeim sem hafa spurningar er bent á að hafa samband við Svanhvíti L. Guðmundsdóttur starfsmannastjóra,
Fjölmiðlar Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira