Ný gamanþáttaröð frá Jordan Peele Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Grínistinn sem skrifaði handrit Óskarsverðlaunamyndarinnar Get Out gefur nú út vísindaskáldskap. Jordan Peele er með nýja þáttaröð á leiðinni og verður hún sýnd á YouTube Premium. Þáttaröðin er unnin með Charlie Sanders, en hann skrifaði Key & Peele ásamt Jordan og fleirum, og munu þessir þættir ganga undir nafninu Weird City og vera sambland af vísindaskáldskap og gríni. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári. Þáttaröðin gerist í borginni Weird (sem á íslensku myndi nefnast Skrítin) í náinni framtíð og er eins og klassískum vísindaskáldskap sæmir ætlað að bregða ákveðnum spegli á heim nútímans – í þessu tilfelli spéspegli. Í fréttatilkynningu um þættina sagði Peele að hann og Charlie Sanders ætluðu sér að koma með „þáttaröð keyrða áfram á gríni og brjálæðislegum vísindaskáldskap og sem gerist í heimi rosalega svipuðum okkar en samt ekki alveg“. Jordan Peele er með fleiri verkefni á leiðinni en í sumar kemur út kvikmyndin BlacKkKlansman sem hann framleiðir ásamt leikstjóranum Spike Lee. Hún kemur í bíóhús í Bandaríkjunum í ágúst. Peele framleiðir einnig gamanþáttaröðina The Last O.G. með Tracy Morgan í aðalhlutverki. Jordan sló heldur betur í gegn með myndinni Get Out árið 2017 en hún hlaut Óskarinn fyrir besta handritið auk þess sem hún var tilnefnd sem besta mynd ársins. Sú var fyrsta kvikmynd Jordans Peele í fullri lengd þannig að líklega eru ansi margir spenntir fyrir að sjá hvað kemur frá honum næst. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Jordan Peele er með nýja þáttaröð á leiðinni og verður hún sýnd á YouTube Premium. Þáttaröðin er unnin með Charlie Sanders, en hann skrifaði Key & Peele ásamt Jordan og fleirum, og munu þessir þættir ganga undir nafninu Weird City og vera sambland af vísindaskáldskap og gríni. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári. Þáttaröðin gerist í borginni Weird (sem á íslensku myndi nefnast Skrítin) í náinni framtíð og er eins og klassískum vísindaskáldskap sæmir ætlað að bregða ákveðnum spegli á heim nútímans – í þessu tilfelli spéspegli. Í fréttatilkynningu um þættina sagði Peele að hann og Charlie Sanders ætluðu sér að koma með „þáttaröð keyrða áfram á gríni og brjálæðislegum vísindaskáldskap og sem gerist í heimi rosalega svipuðum okkar en samt ekki alveg“. Jordan Peele er með fleiri verkefni á leiðinni en í sumar kemur út kvikmyndin BlacKkKlansman sem hann framleiðir ásamt leikstjóranum Spike Lee. Hún kemur í bíóhús í Bandaríkjunum í ágúst. Peele framleiðir einnig gamanþáttaröðina The Last O.G. með Tracy Morgan í aðalhlutverki. Jordan sló heldur betur í gegn með myndinni Get Out árið 2017 en hún hlaut Óskarinn fyrir besta handritið auk þess sem hún var tilnefnd sem besta mynd ársins. Sú var fyrsta kvikmynd Jordans Peele í fullri lengd þannig að líklega eru ansi margir spenntir fyrir að sjá hvað kemur frá honum næst.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein