Þorvaldur Davíð vill verða bæjarstjóri á Seyðisfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:45 Menntamál ættu að vera í góðum höndum, verði skólarapparinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson fyrir valinu. Vísir Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er meðal þeirra 12 sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri á Seyðisfirði. Þorvaldur Davíð er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur meðal annars gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Ég man þig, Svartur á leik og Vonarstræti. Þá ljáði hann ljónsunganum Simba rödd sína í Konungi ljónanna ásamt því að syngja inn á Skólarapp ásamt Söru Dís Hjaltested. Þá mun menntun hans úr listaskólanum Juilliard eflaust koma að góðum notum við rekstur bæjarins. Fram kemur á vef bæjarfélagsins að leitað verði til ráðningarskrifstofu sem muni sjá um áframhaldandi vinnslu umsóknargagna sem og mat á hæfi Þorvaldar og annarra umsækjenda. Þeirra á meðal eru Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði, og Kristín Amalía Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að leikarinn og Kristín væru á heimavelli, yrðu annað hvort þeirra fyrir valinu, enda er Seyðisfjörður þekktur fyrir blómlegt listalíf. Þarf ekki að leita lengra en til listahátíðarinnar LungA, sem árlega trekkir að hundruð íslenskra listamanna til bæjarins. Hátíðin fer fram um miðjan júlímánuð og setur ætíð mikinn svip á 700 manna bæjarfélagið. Fyrst minnst er á LungA: meðal umsækjenda er jafnframt Aðalheiður Borgþórsdóttir, sem af staðkunnungum er þekkt sem „Mamma LungA“ enda stofnandi hátíðarinnar og framkvæmdastjóri hennar til 17 ára. Þar að auki var hún menningarfulltrúi Seyðisfjarðar í nærri tvo áratugi, meðstofnandi myndlistarmiðstöðvarinnar Skaftfells og svo lengi mætti telja. Listann yfir umsækjendur má sjá hér að neðan. Aðalheiður Borgþórsdóttir, Seyðisfirði Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfirði Gísli Halldór Halldórsson, Ísafirði Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Egilsstöðum Jóhann Freyr Aðalsteinsson, Osló Jón Kristinn Jónsson, Hafnarfirði Kristín Amalía Atladóttir, Egilsstöðum Ólafur Hr. Sigurðsson, Seyðisfirði Snorri Emilsson, Seyðisfirði Sveinn Enok Jóhannsson, Reykjanesbæ Tryggvi Harðarson, Reykjavík Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Reykjavík. Seyðisfjörður Vistaskipti Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er meðal þeirra 12 sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri á Seyðisfirði. Þorvaldur Davíð er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur meðal annars gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Ég man þig, Svartur á leik og Vonarstræti. Þá ljáði hann ljónsunganum Simba rödd sína í Konungi ljónanna ásamt því að syngja inn á Skólarapp ásamt Söru Dís Hjaltested. Þá mun menntun hans úr listaskólanum Juilliard eflaust koma að góðum notum við rekstur bæjarins. Fram kemur á vef bæjarfélagsins að leitað verði til ráðningarskrifstofu sem muni sjá um áframhaldandi vinnslu umsóknargagna sem og mat á hæfi Þorvaldar og annarra umsækjenda. Þeirra á meðal eru Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði, og Kristín Amalía Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að leikarinn og Kristín væru á heimavelli, yrðu annað hvort þeirra fyrir valinu, enda er Seyðisfjörður þekktur fyrir blómlegt listalíf. Þarf ekki að leita lengra en til listahátíðarinnar LungA, sem árlega trekkir að hundruð íslenskra listamanna til bæjarins. Hátíðin fer fram um miðjan júlímánuð og setur ætíð mikinn svip á 700 manna bæjarfélagið. Fyrst minnst er á LungA: meðal umsækjenda er jafnframt Aðalheiður Borgþórsdóttir, sem af staðkunnungum er þekkt sem „Mamma LungA“ enda stofnandi hátíðarinnar og framkvæmdastjóri hennar til 17 ára. Þar að auki var hún menningarfulltrúi Seyðisfjarðar í nærri tvo áratugi, meðstofnandi myndlistarmiðstöðvarinnar Skaftfells og svo lengi mætti telja. Listann yfir umsækjendur má sjá hér að neðan. Aðalheiður Borgþórsdóttir, Seyðisfirði Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfirði Gísli Halldór Halldórsson, Ísafirði Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Egilsstöðum Jóhann Freyr Aðalsteinsson, Osló Jón Kristinn Jónsson, Hafnarfirði Kristín Amalía Atladóttir, Egilsstöðum Ólafur Hr. Sigurðsson, Seyðisfirði Snorri Emilsson, Seyðisfirði Sveinn Enok Jóhannsson, Reykjanesbæ Tryggvi Harðarson, Reykjavík Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Reykjavík.
Seyðisfjörður Vistaskipti Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira