Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 16:25 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr jafnframt í velferðarnefnd. Vísir/Vilhelm Fundi velferðarnefndar og yfirmanna heilbrigðiskerfisins lauk nú um fjögurleytið en boðað var til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. „Það komu þarna ráðherra, landlæknir og fulltrúar Landspítalans og gerðu okkur grein fyrir þessari alvarlegu stöðu sem komin er upp,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi.Sjá einnig: Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Þá hafi verið farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu úr kjaradeilunni, sem Ásmundur segir felast í áframhaldandi uppsögnum, yfirvinnubanni auk þess sem áhrifin gætu farið að teygja anga sína út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Nú einskorðast þetta fyrst og fremst við Landspítalann en þetta mun teygja sig til annarra byggða. Við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Ásmundur. Fundurinn hafi þó verið góður og upplýsandi, að sögn Ásmundar, og þá hvetji velferðarnefnd deiluaðila til að ljúka samningum. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum.Frá fundi heilbrigðisyfirvalda og velferðarnefndar í dag. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller, landlæknir, auk fulltrúa frá Landspítalanum.Mynd/Friðrik Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Fundi velferðarnefndar og yfirmanna heilbrigðiskerfisins lauk nú um fjögurleytið en boðað var til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. „Það komu þarna ráðherra, landlæknir og fulltrúar Landspítalans og gerðu okkur grein fyrir þessari alvarlegu stöðu sem komin er upp,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi.Sjá einnig: Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Þá hafi verið farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu úr kjaradeilunni, sem Ásmundur segir felast í áframhaldandi uppsögnum, yfirvinnubanni auk þess sem áhrifin gætu farið að teygja anga sína út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Nú einskorðast þetta fyrst og fremst við Landspítalann en þetta mun teygja sig til annarra byggða. Við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Ásmundur. Fundurinn hafi þó verið góður og upplýsandi, að sögn Ásmundar, og þá hvetji velferðarnefnd deiluaðila til að ljúka samningum. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum.Frá fundi heilbrigðisyfirvalda og velferðarnefndar í dag. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller, landlæknir, auk fulltrúa frá Landspítalanum.Mynd/Friðrik
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12