Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 20:30 Eftir að lög nr. 130/2016 tóku gildi í júlí í fyrra hafa laun forstjóra ríkisfyrirtækja í flestum tilfellum hækkað. Flutningur undan kjararáði hafði þó engin áhrif á laun bankastjóra Íslandsbanka sem hafði um 4,8 milljónir í mánaðarlaun árið 2017. *bláa súlan sýnir laun eftir gildistöku laganna. Vísir/Hlynur Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. Þetta má ráða af svari efnahags- og fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, um laun forstjóra átta fyrirtækja í eigu ríkisins sem birt var á föstudaginn. Síðan ákvörðun launa fluttist frá kjararáði þann 1. júlí 2017 hafa aðeins laun forstjóra Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, lækkað eða um 16%. Minnst var hækkunin hjá forstjóra Orkubús Vestfjarða eða 2% og forstjóra Rarik, 6%. Þá hækkuðu laun forstjóra Íslandspósts um 25% og Isavia um 36%. Mest hækkuðu laun bankastjóra Landsbankans, eða um 56% og forstjóra Landsvirkjunar sem hækkuðu um 58%. Flutningur frá kjararáði hafði engin áhrif á laun bankastjóra Íslandsbanka en þau voru rúmar 4,8 milljónir árið 2017 sem er lækkun frá árinu á undan. Til samanburðar hefur launavísitala í landinu hækkað um 6,3% undanfarna 12 mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í framhaldi af því að lögum um kjararáð var breytt beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna félaganna, með bréfi dagsettu 6. janúar 2017, „að félög í eigu ríkisins skuli setja sér hóflega en samkeppnishæfa launastefnu.“ Þessum tilmælum hefur ekki verið farið eftir að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Hann segir það vera verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sjá til þess að hækkanirnar verði fordæmisgefandi í komandi kjaraviðræðum.Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.VÍSIR/VILHELM„Það er alveg greinilegt að hvorki er vilji eða áhugi ráðherranna og ríkisstjórnarinnar að fylgja þessu eftir, hvað þá þeirra stjórnarmanna sem þar sitja að fara eftir þessu. Og þess vegna er þetta bara mjög alvarleg staða sem að er uppi í vinnumálum, það hlýtur með einum eða öðrum hætti að hafa mikil áhrif þegar samningar losna í vetur,“ segir Gylfi í samtali við fréttastofu. „Það getur ekki verið þannig að í þessu landi búi tvær þjóðir yfirvaldið og almenningur. Þannig viljum við ekki hafa það og þannig ætlum við ekki að hafa það.“Ráðherra segir hækkanir krefjast skýringa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mestu hækkanirnar, í tilfellum Landsbankans og Landsvirkjunar þar sem laun hækkuðu um 56 og 58%, krefjast skýringa. „Stjórnir opinberra fyrirtækja verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin. Hún felst meðal annars í því að búa þannig um launakjör forstjóra ríkisstofnanna og ríkisfyrirtækja að það samræmist launaþróun á almennum markaði, að ríkið sé ekki leiðandi og einstakar ákvarðanir séu ekki til þess fallnar að setja kjaramál í víðum skilningi í uppnám,“ segir Bjarni. „Mér finnst auðvitað þessi tala sem þú nefnir vera alveg gríðarlega há og það kallar á skýringar.“Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. Þetta má ráða af svari efnahags- og fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, um laun forstjóra átta fyrirtækja í eigu ríkisins sem birt var á föstudaginn. Síðan ákvörðun launa fluttist frá kjararáði þann 1. júlí 2017 hafa aðeins laun forstjóra Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, lækkað eða um 16%. Minnst var hækkunin hjá forstjóra Orkubús Vestfjarða eða 2% og forstjóra Rarik, 6%. Þá hækkuðu laun forstjóra Íslandspósts um 25% og Isavia um 36%. Mest hækkuðu laun bankastjóra Landsbankans, eða um 56% og forstjóra Landsvirkjunar sem hækkuðu um 58%. Flutningur frá kjararáði hafði engin áhrif á laun bankastjóra Íslandsbanka en þau voru rúmar 4,8 milljónir árið 2017 sem er lækkun frá árinu á undan. Til samanburðar hefur launavísitala í landinu hækkað um 6,3% undanfarna 12 mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í framhaldi af því að lögum um kjararáð var breytt beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna félaganna, með bréfi dagsettu 6. janúar 2017, „að félög í eigu ríkisins skuli setja sér hóflega en samkeppnishæfa launastefnu.“ Þessum tilmælum hefur ekki verið farið eftir að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Hann segir það vera verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sjá til þess að hækkanirnar verði fordæmisgefandi í komandi kjaraviðræðum.Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.VÍSIR/VILHELM„Það er alveg greinilegt að hvorki er vilji eða áhugi ráðherranna og ríkisstjórnarinnar að fylgja þessu eftir, hvað þá þeirra stjórnarmanna sem þar sitja að fara eftir þessu. Og þess vegna er þetta bara mjög alvarleg staða sem að er uppi í vinnumálum, það hlýtur með einum eða öðrum hætti að hafa mikil áhrif þegar samningar losna í vetur,“ segir Gylfi í samtali við fréttastofu. „Það getur ekki verið þannig að í þessu landi búi tvær þjóðir yfirvaldið og almenningur. Þannig viljum við ekki hafa það og þannig ætlum við ekki að hafa það.“Ráðherra segir hækkanir krefjast skýringa Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mestu hækkanirnar, í tilfellum Landsbankans og Landsvirkjunar þar sem laun hækkuðu um 56 og 58%, krefjast skýringa. „Stjórnir opinberra fyrirtækja verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin. Hún felst meðal annars í því að búa þannig um launakjör forstjóra ríkisstofnanna og ríkisfyrirtækja að það samræmist launaþróun á almennum markaði, að ríkið sé ekki leiðandi og einstakar ákvarðanir séu ekki til þess fallnar að setja kjaramál í víðum skilningi í uppnám,“ segir Bjarni. „Mér finnst auðvitað þessi tala sem þú nefnir vera alveg gríðarlega há og það kallar á skýringar.“Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Vilhelm
Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00