Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 21:00 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. „Og svo þessar áframhaldandi hækkanir toppanna í samfélaginu, langt umfram almenna launaþróun, langt umfram það sem landsmenn hafa verið að reyna að stilla í hófið til að halda stöðugleika. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er bara stefna og hefur verið í gangi,“ sagði Jón Þór í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður út í þessar hækkanir og hvað honum þætti um þær í ljósi þess að kjarasamningar eru lausir sagði hann grundvöllinn fyrir ró á vinnumarkaði sátt og sanngirni en sanngirni væri ekki eitthvað sem menn væru að sjá. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt. Þú grundvallar ekki ró á vinnumarkaði og þar af leiðandi efnahagsstöðugleika nema með sátt og sanngirni. Sanngirni er grundvöllurinn að þessu og það er ekki það sem við erum að sjá. Það þýðir þá náttúrulega bara það að það er engin tilviljun að það er búið að skipta um forystu í Eflingu og í VR,“ sagði Jón Þór. Hann telur að ýmislegt sé hægt að gera í stöðunni. „Það er ýmislegt hægt að gera. Til dæmis getur Alþingi með góðu fordæmi leiðrétt sín laun til lækkunar eins og við Píratar höfum verið að leggja ítrekað fram, núna síðast bara fyrir svona þremur vikum síðan. Það myndi strax sýna eitthvað en það sem vantar er náttúrulega það að ef menn ætla að gera þetta þá verða þeir að setjast niður og tala opinskátt það hvað á að gera. Þetta verður að vera einhvers konar allsherjar nálgun þar sem ráðherrarnir stíga fram og sýna fordæmi.“ Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. „Og svo þessar áframhaldandi hækkanir toppanna í samfélaginu, langt umfram almenna launaþróun, langt umfram það sem landsmenn hafa verið að reyna að stilla í hófið til að halda stöðugleika. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart. Þetta er bara stefna og hefur verið í gangi,“ sagði Jón Þór í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður út í þessar hækkanir og hvað honum þætti um þær í ljósi þess að kjarasamningar eru lausir sagði hann grundvöllinn fyrir ró á vinnumarkaði sátt og sanngirni en sanngirni væri ekki eitthvað sem menn væru að sjá. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt. Þú grundvallar ekki ró á vinnumarkaði og þar af leiðandi efnahagsstöðugleika nema með sátt og sanngirni. Sanngirni er grundvöllurinn að þessu og það er ekki það sem við erum að sjá. Það þýðir þá náttúrulega bara það að það er engin tilviljun að það er búið að skipta um forystu í Eflingu og í VR,“ sagði Jón Þór. Hann telur að ýmislegt sé hægt að gera í stöðunni. „Það er ýmislegt hægt að gera. Til dæmis getur Alþingi með góðu fordæmi leiðrétt sín laun til lækkunar eins og við Píratar höfum verið að leggja ítrekað fram, núna síðast bara fyrir svona þremur vikum síðan. Það myndi strax sýna eitthvað en það sem vantar er náttúrulega það að ef menn ætla að gera þetta þá verða þeir að setjast niður og tala opinskátt það hvað á að gera. Þetta verður að vera einhvers konar allsherjar nálgun þar sem ráðherrarnir stíga fram og sýna fordæmi.“
Kjaramál Tengdar fréttir Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29 Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Allt að helmingur af launum ríkisforstjóra í formi yfirvinnu Umtalsverður munur er á því hversu margar yfirvinnueiningar er gert ráð fyrir í launum ríkisforstjóra samkvæmt nýjum úrskurði Kjararáðs. 4. júlí 2018 16:29
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00