Tottenham á toppnum á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 12:00 Harry Kane fagnar hér einu af sex mörkum sínum á HM 2018. Vísir/Getty Þetta er búið að vera gott heimsmeistaramót fyrir leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham og reyndar svo gott að félagið er á toppi markalista evrópsku félaganna fyrir átta liða úrslitin sem hefjast í dag. Margir leikmenn Tottenham eru líka ennþá með sínum liðum í átta liða úrslitum HM í Rússlandi og sumir þeirra hafa verið duglegir að skora. Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, er markahæsti leikmaður keppninnar með sex mörk og þá hafa Son Heung-min (Suður-Kóreu), Jan Vertonghen (Belgíu) og Christian Eriksen (Danmörku) einnig verið á skotskónum. Það eru aðeins stórliðin Paris Saint Germain og Barcelona sem geta montað sig af jafnmiklu markaskori sinna manna og leikmenn frá Tottenham. Franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappé er markahæstur PSG-manna með þrjú mörk en fær tækifæri til að bæta við mörkum í dag alveg eins og Kane á morgun. Tottenham á líka fleiri leikmenn í enska landsliðinu. Barcelona-maðurinn Luis Suárez hefur skorað tvö mörk fyrir Úrúgvæ en markahæstur Barca-manna er Yerry Mina frá Kólumbíu með þrjú mörk. Leikmenn þessara þriggja liða, Tottenham, PSG og Barcelona, hafa skorað tíu mörk það sem af er keppninni eða einu meira en liðsmenn Real Madrid. Leikmenn úr ensku deildinni hafa líka fimm marka forskot á spænsku deildina í „markakeppni“ deildanna í Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá stöðu mála á umræddum markalistum.Clubes cuyos jugadores han marcado más goles en #Rusia2018: Barça , Psg y Tottenham 9 Real Madrid 7Man United Distribución por ligas: > Inglaterra : 40 > España : 35 > Francia : 14 > Alemania 13 — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 5, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Sjá meira
Þetta er búið að vera gott heimsmeistaramót fyrir leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham og reyndar svo gott að félagið er á toppi markalista evrópsku félaganna fyrir átta liða úrslitin sem hefjast í dag. Margir leikmenn Tottenham eru líka ennþá með sínum liðum í átta liða úrslitum HM í Rússlandi og sumir þeirra hafa verið duglegir að skora. Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, er markahæsti leikmaður keppninnar með sex mörk og þá hafa Son Heung-min (Suður-Kóreu), Jan Vertonghen (Belgíu) og Christian Eriksen (Danmörku) einnig verið á skotskónum. Það eru aðeins stórliðin Paris Saint Germain og Barcelona sem geta montað sig af jafnmiklu markaskori sinna manna og leikmenn frá Tottenham. Franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappé er markahæstur PSG-manna með þrjú mörk en fær tækifæri til að bæta við mörkum í dag alveg eins og Kane á morgun. Tottenham á líka fleiri leikmenn í enska landsliðinu. Barcelona-maðurinn Luis Suárez hefur skorað tvö mörk fyrir Úrúgvæ en markahæstur Barca-manna er Yerry Mina frá Kólumbíu með þrjú mörk. Leikmenn þessara þriggja liða, Tottenham, PSG og Barcelona, hafa skorað tíu mörk það sem af er keppninni eða einu meira en liðsmenn Real Madrid. Leikmenn úr ensku deildinni hafa líka fimm marka forskot á spænsku deildina í „markakeppni“ deildanna í Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá stöðu mála á umræddum markalistum.Clubes cuyos jugadores han marcado más goles en #Rusia2018: Barça , Psg y Tottenham 9 Real Madrid 7Man United Distribución por ligas: > Inglaterra : 40 > España : 35 > Francia : 14 > Alemania 13 — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 5, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Sjá meira