Southgate: Höfum oft vanmetið Svíþjóð en í dag voru gæðin okkar meiri Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júlí 2018 16:34 Það er ástríða í Southgate. vísir/getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var eðlilega himinlifandi með sigur enska landsliðsins gegn Svíum í átta liða úrslitunum á HM. Þeir ensku komnir í undanúrslit. „Við vissum að þetta myndi verða erfiður leikur eftir leikinn gegn Kólumbíu eftir allan þann tilfinningarússíbana og orkuna sem fór í leikinn,” sagði Southgate í leikslok. „Að ná að lyfta okkur aftur upp var öðruvísi verkefni og Svíarnir leyfðu okkur ekkert að spila. Sveigjanleikinn og samstaðan í dag var mjög mikilvæg.” „Við vissum að við myndum hafa boltann mikið en spurningin var hvort við myndum ná að brjóta þá niður. Við vorum með nokkrar leikstöður þar sem við gætum gert það og fengum mörk úr þeim báðum.” Fyrra mark Englands kom úr föstu leikatriði sem Harry Maguire skoraði úr og síðara markið kom eftir skalla Delle Alli eftir fyrirgjöf Jesse Lingaard. „Við skoruðum úr föstu leikatriði því við komumst í góðar stöður á vellinum. Svíþjóð er vel skipulagt lið, þeir gera hlutina erfiða og undanfarin ár höfum við vanmetið þá.” „Í dag var baráttan hjá okkur jöfn þeirra en við höfðum aðeins meiri gæði,” sagði Southgate að lokum sem er að gera frábæra hluti með Englandi. Næst hrósaði Southgate enska hópnum og segir að þetta sé verk þeirra allra, ekki bara þeirra sem hafa spilað leikina. „Þú getur ekki bara gert þetta með ellefu leikmenn. Sumir leikmennirnir hafa ekki spilað mikið en hugur þeirra á æfingum er stór ástæðan fyrir því að við erum í undanúrslitunum. Leikmenn eins og Jones, Cahill og Welbeck.” „Að spila í Moskvu verður ótrúleg upplifun en við vitum ekki hverja við spilum við. Við munum njóta kvöldsins. Það er ekki oft sem þetta gerist en við munum njóta þess.” HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var eðlilega himinlifandi með sigur enska landsliðsins gegn Svíum í átta liða úrslitunum á HM. Þeir ensku komnir í undanúrslit. „Við vissum að þetta myndi verða erfiður leikur eftir leikinn gegn Kólumbíu eftir allan þann tilfinningarússíbana og orkuna sem fór í leikinn,” sagði Southgate í leikslok. „Að ná að lyfta okkur aftur upp var öðruvísi verkefni og Svíarnir leyfðu okkur ekkert að spila. Sveigjanleikinn og samstaðan í dag var mjög mikilvæg.” „Við vissum að við myndum hafa boltann mikið en spurningin var hvort við myndum ná að brjóta þá niður. Við vorum með nokkrar leikstöður þar sem við gætum gert það og fengum mörk úr þeim báðum.” Fyrra mark Englands kom úr föstu leikatriði sem Harry Maguire skoraði úr og síðara markið kom eftir skalla Delle Alli eftir fyrirgjöf Jesse Lingaard. „Við skoruðum úr föstu leikatriði því við komumst í góðar stöður á vellinum. Svíþjóð er vel skipulagt lið, þeir gera hlutina erfiða og undanfarin ár höfum við vanmetið þá.” „Í dag var baráttan hjá okkur jöfn þeirra en við höfðum aðeins meiri gæði,” sagði Southgate að lokum sem er að gera frábæra hluti með Englandi. Næst hrósaði Southgate enska hópnum og segir að þetta sé verk þeirra allra, ekki bara þeirra sem hafa spilað leikina. „Þú getur ekki bara gert þetta með ellefu leikmenn. Sumir leikmennirnir hafa ekki spilað mikið en hugur þeirra á æfingum er stór ástæðan fyrir því að við erum í undanúrslitunum. Leikmenn eins og Jones, Cahill og Welbeck.” „Að spila í Moskvu verður ótrúleg upplifun en við vitum ekki hverja við spilum við. Við munum njóta kvöldsins. Það er ekki oft sem þetta gerist en við munum njóta þess.”
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira