Fyrrum markvörður Spánar ráðinn yfirmaður knattspyrnumála Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. júlí 2018 16:30 Stokkað upp hjá spænska knattspyrnusambandinu eftir vonbrigðin á HM í Rússlandi vísir/getty Jose Francisco Molina hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska knattspyrnusambandinu en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sambandsins í morgun. Molina tekur við starfinu af Fernando Hierro en Hierro sinnti starfinu í aðdraganda HM í Rússlandi en tók svo að sér þjálfarastarf spænska landsliðsins þegar Julen Lopetegui var rekinn, tveimur dögum fyrir fyrsta leik Spánverja í mótinu. Hierro fór með spænska liðið í 16-liða úrslit þar sem það beið lægri hlut fyrir Rússlandi eftir vítaspyrnukeppni. Í kjölfarið ákvað Hierro að segja starfi sínu lausu hjá spænska knattspyrnusambandinu. Molina átti ágætan leikmannaferil í spænska boltanum en hann lék sem markvörður og var lengstum á mála hjá Atletico Madrid og Deportivo La Coruna.Hann spilaði níu landsleiki fyrir Spánverja á árunum 1996-2000. Hann er 47 ára gamall og hefur átt fremur skrautlegan þjálfaraferil. Hans fyrsta aðalþjálfarastarf var hjá Villarreal þar sem hann entist aðeins í fjóra mánuði. Þaðan fór hann til Getafe og stýrði B-liði félagsins. Í kjölfarið yfirgaf Molina heimalandið til að taka við Kitchee í Hong-Kong þar sem hann vann þrefalt á sínu eina tímabili með liðið. Hann tók svo við Atletico Kolkata í Indlandi og gerði liðið að Indlandsmeisturum 2016. Því næst lá leið Molina til Mexíkó þar sem hann tók við stjórnartaumunum hjá Atletico San Luis í B-deildinni. Það gekk vægast sagt illa og var Molina rekinn á miðju tímabili í febrúar síðastliðnum en er nú kominn í flott starf hjá spænska knattspyrnusambandinu. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að annar fyrrum landsliðsmaður Spánar, Carlos Marchena, yrði ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála og kemur ráðning Molina því einhverjum á óvart. Molina er vel til vina við Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að þeir léku saman með Levante.Allar líkur eru taldar á því að Luis Enrique verði næsti landsliðsþjálfari Spánverja og verður líklega tilkynnt um ráðninguna síðar í dag. Comienza la rueda de prensa de presentación de José Francisco Molina como nuevo director deportivo de la @RFEF. Síguela en directo en https://t.co/bOzaKKwQtR #BienvenidoMolina pic.twitter.com/tV79178TCV— Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) July 9, 2018 Spænski boltinn Tengdar fréttir Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00 Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30 Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjá meira
Jose Francisco Molina hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá spænska knattspyrnusambandinu en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sambandsins í morgun. Molina tekur við starfinu af Fernando Hierro en Hierro sinnti starfinu í aðdraganda HM í Rússlandi en tók svo að sér þjálfarastarf spænska landsliðsins þegar Julen Lopetegui var rekinn, tveimur dögum fyrir fyrsta leik Spánverja í mótinu. Hierro fór með spænska liðið í 16-liða úrslit þar sem það beið lægri hlut fyrir Rússlandi eftir vítaspyrnukeppni. Í kjölfarið ákvað Hierro að segja starfi sínu lausu hjá spænska knattspyrnusambandinu. Molina átti ágætan leikmannaferil í spænska boltanum en hann lék sem markvörður og var lengstum á mála hjá Atletico Madrid og Deportivo La Coruna.Hann spilaði níu landsleiki fyrir Spánverja á árunum 1996-2000. Hann er 47 ára gamall og hefur átt fremur skrautlegan þjálfaraferil. Hans fyrsta aðalþjálfarastarf var hjá Villarreal þar sem hann entist aðeins í fjóra mánuði. Þaðan fór hann til Getafe og stýrði B-liði félagsins. Í kjölfarið yfirgaf Molina heimalandið til að taka við Kitchee í Hong-Kong þar sem hann vann þrefalt á sínu eina tímabili með liðið. Hann tók svo við Atletico Kolkata í Indlandi og gerði liðið að Indlandsmeisturum 2016. Því næst lá leið Molina til Mexíkó þar sem hann tók við stjórnartaumunum hjá Atletico San Luis í B-deildinni. Það gekk vægast sagt illa og var Molina rekinn á miðju tímabili í febrúar síðastliðnum en er nú kominn í flott starf hjá spænska knattspyrnusambandinu. Spænskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá því að annar fyrrum landsliðsmaður Spánar, Carlos Marchena, yrði ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála og kemur ráðning Molina því einhverjum á óvart. Molina er vel til vina við Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að þeir léku saman með Levante.Allar líkur eru taldar á því að Luis Enrique verði næsti landsliðsþjálfari Spánverja og verður líklega tilkynnt um ráðninguna síðar í dag. Comienza la rueda de prensa de presentación de José Francisco Molina como nuevo director deportivo de la @RFEF. Síguela en directo en https://t.co/bOzaKKwQtR #BienvenidoMolina pic.twitter.com/tV79178TCV— Selección Española de Fútbol (@SeFutbol) July 9, 2018
Spænski boltinn Tengdar fréttir Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00 Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30 Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjá meira
Hierro: Ég sé ekki eftir neinu Fernardo Hierro, þjálfari Spánar, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Spánverjum aðeins tveimur dögum fyrir mót þrátt fyrir að vera á heimleið. 2. júlí 2018 07:00
Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins. 8. júlí 2018 11:30
Enrique líklegastur til að taka við Spáni Spánverjar leita nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að ljóst var að Fernando Hierro verður ekki áfram. 9. júlí 2018 08:00