Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 18:10 Gylfi Þór Sigurðsson undirbýr sig að taka vítaspyrnuna. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Gylfi hefur skorað úr nokkrum mikilvægum vítaspyrnum fyrir íslenska landsliðið en að þessu sinni brást hann á úrslitastundu. „Við erum gríðarlega svekktir og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við vorum mjög fínir þar en vorum síðan mjög ólíkir okkur sjálfum í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi en hvað klikkaði í seinni hálfleiknum? „Við vorum svolítið óþolinmóðir, vorum að reyna að vinna leikinn í stað þess að bíða rólegir og þéttir til baka. Ég man ekki hversu margar skyndisóknir þeir áttu í seinni hálfleik en við vorum bara algjörlega ólíkir sjálfum okkur í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi. „Við vissum að þeir höfðu engu að tapa og mundi selja sig dýrt í seinni hálfleik. Við töluðum um það en strax í byrjun seinni hálfleiks fóru þeir í skyndisókn og næstum því skoruðu. Þetta var síðan þannig allan seinni hálfleikinn,“ sagði Gylfi. „Í fyrri hálfleik vorum við að skapa fín færi, sköpuðum mikla hættu í föstum leikatriðum og áttum góðar sóknir. Við reyndum að sækja sigurinn í stað þess að vera þolinmóðir og láta þetta gerast hægt og rólega. Þeir spiluðu sig alltof auðveldlega í gegnum miðjuna, fram og svo út á kantana í seinni hálfleik,“ sagði Gylfi en hvað með vítaspyrnuna. Hvað fór í gegnum hausinn? „Ég vildi bara skora. Það er leiðinlegt þegar þetta fer eins og þetta fór en maður verður bara að halda áfram,“ sagði Gylfi. „Þetta var sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf. Því miður fór boltinn yfir,“ sagði Gylfi. „Með góðum úrslitum í dag hefði þetta nokkurn veginn legið fyrir okkur. Þá hefði verið mjög líklegt að við hefðum farið áfram. Við klúðruðum því og núna þurfum við að bíða eftir öðrum úrslitum og auðvitað vinna okkar leik,“ sagði Gylfi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Gylfi hefur skorað úr nokkrum mikilvægum vítaspyrnum fyrir íslenska landsliðið en að þessu sinni brást hann á úrslitastundu. „Við erum gríðarlega svekktir og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við vorum mjög fínir þar en vorum síðan mjög ólíkir okkur sjálfum í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi en hvað klikkaði í seinni hálfleiknum? „Við vorum svolítið óþolinmóðir, vorum að reyna að vinna leikinn í stað þess að bíða rólegir og þéttir til baka. Ég man ekki hversu margar skyndisóknir þeir áttu í seinni hálfleik en við vorum bara algjörlega ólíkir sjálfum okkur í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi. „Við vissum að þeir höfðu engu að tapa og mundi selja sig dýrt í seinni hálfleik. Við töluðum um það en strax í byrjun seinni hálfleiks fóru þeir í skyndisókn og næstum því skoruðu. Þetta var síðan þannig allan seinni hálfleikinn,“ sagði Gylfi. „Í fyrri hálfleik vorum við að skapa fín færi, sköpuðum mikla hættu í föstum leikatriðum og áttum góðar sóknir. Við reyndum að sækja sigurinn í stað þess að vera þolinmóðir og láta þetta gerast hægt og rólega. Þeir spiluðu sig alltof auðveldlega í gegnum miðjuna, fram og svo út á kantana í seinni hálfleik,“ sagði Gylfi en hvað með vítaspyrnuna. Hvað fór í gegnum hausinn? „Ég vildi bara skora. Það er leiðinlegt þegar þetta fer eins og þetta fór en maður verður bara að halda áfram,“ sagði Gylfi. „Þetta var sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf. Því miður fór boltinn yfir,“ sagði Gylfi. „Með góðum úrslitum í dag hefði þetta nokkurn veginn legið fyrir okkur. Þá hefði verið mjög líklegt að við hefðum farið áfram. Við klúðruðum því og núna þurfum við að bíða eftir öðrum úrslitum og auðvitað vinna okkar leik,“ sagði Gylfi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sport Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira