Vonbrigði að Íslendingar hafi ekki þegið heimboðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2018 06:15 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur verið gagnrýndur fyrir stefnu sína í fíkniefnamálum. Vísir/AFP Fulltrúi Filippseyja á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna fór hörðum orðum um Íslendinga og þær 37 aðrar þjóðir sem gagnrýndu ástand mannréttindamála á eyjunum á þinginu. Þetta er í annað sinn á undanförnum 9 mánuðum sem stjórnvöld í Manilla senda Íslendingum tóninn vegna gagnrýni sinnar. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Íslands las upp á mannréttindaþinginu, sem haldið var í New York í liðinni viku, var stefna filippeyskra stjórnvalda í fíkniefnamálum hörmuð. Þúsundir vímuefnaneytenda hafa verið teknir af lífi án dóms og laga á því rúma ári sem forseti eyjanna, Rodrigo Duterte, hefur rekið harða stefnu sína í málaflokknum. Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að stefnunni verði breytt, þannig að hún taki mið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, og rannsóknir á dauðsföllum neytendanna verði til lykta leiddar.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sendinefnd Íslands á mannréttaþinginu beinir spjótum sínum að Filippseyjum. Það gerði hún einnig þegar þingið var haldið í Genf í september í fyrra, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.Á þinginu um helgina, rétt eins og í Genf á síðasta ári, sagði fulltrúi Filippseyja að afstaða Íslendinga væri mikil vonbrigði, hlutdræg og tilhæfulaus. Stjórnvöld í Manilla hefðu boðið Íslendingum til landsins þannig að þeir gætu sjálfir gengið úr skugga um stöðu mannréttindamála á Filippseyja. Það boð hefðu íslensk stjórnvöld ekki þegið.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna„Því miður virðast vinir okkar ekki hafa mikinn áhuga á sannleikanum og vilja heldur reiða sig á villand upplýsingar,“ er haft eftir utanríkisráðherra Filippseyja, Alan Peter Cayetano, á vef kínverska ríkismiðilsins Xinhua. Í andsvari sínu benti fulltrúi Filippseyja á að ferill Íslendinga í mannréttindamálum væri ekki flekklaus - og nefndi móttöku flóttamanna máli sínu til stuðnings. Það væri niðurlægjandi fyrir hin þróuðu ríki heimsins að þriðji heimurinn tæki á móti um 80% allra flóttamanna heimsins.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherrVísir/egillEftir gagnrýnina Íslendinga í Genf í fyrra beindu Filippseyjar kastljósi sínu að fóstureyðingum á Íslandi. Þá hafði CBS-sjónvarpsstöðin nýlega birt umtalaða umfjöllun sína um Downs-heilkennið á Íslandi, en fá börn fæðast hér á landi með heilkennið. Í samtali við mbl segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að viðbrögð Filippseyinga komi sér ekki á óvart. Þeir hafi áður hnýtt í Íslendinga, sem fyrr segir. Hann segir að sama skapi að viðbrögð þeirra muni ekki verða til þess að Íslendingar breyti stefnu sinni í málaflokknum á alþjóðavettvangi. Þar að auki segir Guðlaugur að heimboð stjórnvalda í Manilla skipti engu máli. Gagnrýnin lúti að því að þau starfi með alþjóðasamtökum og veiti þeim aðgengi að landinu. Það sé hreinlega of mikið af mannréttindabrotum í heiminum til að einn ráðherra Íslands geti tekið þau öll út. Filippseyjar Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 „Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira
Fulltrúi Filippseyja á mannréttindaþingi Sameinuðu þjóðanna fór hörðum orðum um Íslendinga og þær 37 aðrar þjóðir sem gagnrýndu ástand mannréttindamála á eyjunum á þinginu. Þetta er í annað sinn á undanförnum 9 mánuðum sem stjórnvöld í Manilla senda Íslendingum tóninn vegna gagnrýni sinnar. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Íslands las upp á mannréttindaþinginu, sem haldið var í New York í liðinni viku, var stefna filippeyskra stjórnvalda í fíkniefnamálum hörmuð. Þúsundir vímuefnaneytenda hafa verið teknir af lífi án dóms og laga á því rúma ári sem forseti eyjanna, Rodrigo Duterte, hefur rekið harða stefnu sína í málaflokknum. Í yfirlýsingunni er kallað eftir því að stefnunni verði breytt, þannig að hún taki mið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, og rannsóknir á dauðsföllum neytendanna verði til lykta leiddar.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sendinefnd Íslands á mannréttaþinginu beinir spjótum sínum að Filippseyjum. Það gerði hún einnig þegar þingið var haldið í Genf í september í fyrra, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma.Á þinginu um helgina, rétt eins og í Genf á síðasta ári, sagði fulltrúi Filippseyja að afstaða Íslendinga væri mikil vonbrigði, hlutdræg og tilhæfulaus. Stjórnvöld í Manilla hefðu boðið Íslendingum til landsins þannig að þeir gætu sjálfir gengið úr skugga um stöðu mannréttindamála á Filippseyja. Það boð hefðu íslensk stjórnvöld ekki þegið.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna„Því miður virðast vinir okkar ekki hafa mikinn áhuga á sannleikanum og vilja heldur reiða sig á villand upplýsingar,“ er haft eftir utanríkisráðherra Filippseyja, Alan Peter Cayetano, á vef kínverska ríkismiðilsins Xinhua. Í andsvari sínu benti fulltrúi Filippseyja á að ferill Íslendinga í mannréttindamálum væri ekki flekklaus - og nefndi móttöku flóttamanna máli sínu til stuðnings. Það væri niðurlægjandi fyrir hin þróuðu ríki heimsins að þriðji heimurinn tæki á móti um 80% allra flóttamanna heimsins.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherrVísir/egillEftir gagnrýnina Íslendinga í Genf í fyrra beindu Filippseyjar kastljósi sínu að fóstureyðingum á Íslandi. Þá hafði CBS-sjónvarpsstöðin nýlega birt umtalaða umfjöllun sína um Downs-heilkennið á Íslandi, en fá börn fæðast hér á landi með heilkennið. Í samtali við mbl segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að viðbrögð Filippseyinga komi sér ekki á óvart. Þeir hafi áður hnýtt í Íslendinga, sem fyrr segir. Hann segir að sama skapi að viðbrögð þeirra muni ekki verða til þess að Íslendingar breyti stefnu sinni í málaflokknum á alþjóðavettvangi. Þar að auki segir Guðlaugur að heimboð stjórnvalda í Manilla skipti engu máli. Gagnrýnin lúti að því að þau starfi með alþjóðasamtökum og veiti þeim aðgengi að landinu. Það sé hreinlega of mikið af mannréttindabrotum í heiminum til að einn ráðherra Íslands geti tekið þau öll út.
Filippseyjar Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56 „Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Sjá meira
Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02
Duterte bregst við gagnrýni á fíkniefnastríðið Forseti Filippseyja hefur bannað lögreglu landsins að taka þátt í stríðinu gegn fíkniefnum 12. október 2017 07:56
„Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum 28. október 2017 08:14