Kári líklega hættur: Engar yfirlýsingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2018 21:50 Kári Árnason með fjölskyldu sinni eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Kári Árnason er líklega hættur með íslenska landsliðinu en þetta staðfesti hann í samtali við fjölmiðla eftir leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. Hann segist þó ekki útiloka að spila aftur ef óskað verði eftir því. Aron Einar Gunnarsson sagði frá því á Instagram-síðu sinni að Kári væri hættur en Kári sló á létta strengi þegar hann var spurður út í það. „Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það,“ sagði Kári og hló. „Við sjáum til. Það er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski kominn tími á að stoppa. En ef að Heimir ákveður að velja mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa verið með landsliðinu,“ sagði Kári enn fremur. „Ég er mjög stoltur að hafa verið partur af þessu liði. Stoltur af þessum strákum og frábært að hafa verið partur af þessu.“ Kári var búinn að leiða hugann að því að HM yrði hans svanasöngur með landsliðinu. „Ég ætla ekki að vera með stóra yfirlýsingu um að ég sé hættur en það lítur þannig út,“ sagði hann. „Okkar mesta legend [Eiður Smári Guðjohnsen] brenndi sig svolítið af því að hafa sagst vera hættur en sneri svo aftur,“ sagði Kári spurður að því hvort að hann myndi nokkru sinni gefa það formlega út að hann væri hættur. Kári var ekki í byrjunarliði Íslands í dag eftir að hafa spilað hina tvo leikina. Hann sagðist ekki vera svekktur vegna þessa og skildi ákvörðun Heimis fullkomnlega. „Sverrir Ingi [Ingason] stóð sig frábærlega í dag og þetta er bara partur af fótbolta. Að þurfa að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég er stoltur af mínu framlagi til landsliðsins,“ sagði Kári. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Kári Árnason er líklega hættur með íslenska landsliðinu en þetta staðfesti hann í samtali við fjölmiðla eftir leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. Hann segist þó ekki útiloka að spila aftur ef óskað verði eftir því. Aron Einar Gunnarsson sagði frá því á Instagram-síðu sinni að Kári væri hættur en Kári sló á létta strengi þegar hann var spurður út í það. „Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það,“ sagði Kári og hló. „Við sjáum til. Það er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski kominn tími á að stoppa. En ef að Heimir ákveður að velja mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa verið með landsliðinu,“ sagði Kári enn fremur. „Ég er mjög stoltur að hafa verið partur af þessu liði. Stoltur af þessum strákum og frábært að hafa verið partur af þessu.“ Kári var búinn að leiða hugann að því að HM yrði hans svanasöngur með landsliðinu. „Ég ætla ekki að vera með stóra yfirlýsingu um að ég sé hættur en það lítur þannig út,“ sagði hann. „Okkar mesta legend [Eiður Smári Guðjohnsen] brenndi sig svolítið af því að hafa sagst vera hættur en sneri svo aftur,“ sagði Kári spurður að því hvort að hann myndi nokkru sinni gefa það formlega út að hann væri hættur. Kári var ekki í byrjunarliði Íslands í dag eftir að hafa spilað hina tvo leikina. Hann sagðist ekki vera svekktur vegna þessa og skildi ákvörðun Heimis fullkomnlega. „Sverrir Ingi [Ingason] stóð sig frábærlega í dag og þetta er bara partur af fótbolta. Að þurfa að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég er stoltur af mínu framlagi til landsliðsins,“ sagði Kári.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira