Teiknar fleyg íslensk orð í villtri náttúru Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 28. júní 2018 06:00 Sólveig Eva er spennt fyrir sinni fyrstu myndskreytisýningu um helgina á Reykjavík Fringe Festival. Fréttablaðið/Stefán Myndskreytirinn Sólveig Eva heldur sýningu sína Orð um komandi helgi með verkum sínum af orðum úr íslenskri tungu umvöfðum villtum íslenskum gróðri. Sýningin verður opnuð á Hlemmi Square 1. júlí kl. 20 og stendur til 8. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig Eva heldur sýningu en hún hefur meðal annars myndskreytt fyrir Starbucks í Bretlandi, Matís á Íslandi og innanhúss verkefni fyrir Landor í Sydney. „Ég gerði litabók úr stafrófi sem hægt er að nálgast á heimasíðunni minni, www.solaevadraws.com. Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að hlaða henni niður ókeypis. En svo í kjölfarið fékk ég hugmynd að því að teikna íslensk orð og datt fyrst í hug jæja, mjög íslenskt orð. Síðan hélt ég áfram að finna önnur fleyg orð; jújú, já og jahá,“ segir Sólveig Eva, sem gjarnan er kölluð Sóla. „Svo ef maður segir þetta allt á innsoginu þá bætist menningarblærinn við.“ Einstaklega fallegar teiknaðar myndir eftir Sólu.Hún sá listahátíðina Reykjavík Fringe Festival auglýsa eftir þátttakendum og ákvað að slá til en hátíðin fer fyrir ýmsum listrænum gjörningum, myndlist og leiklist. Sólu er margt til lista lagt en utan þess að teikna fallega þá er hún leikkona og fyrirsæta í New York. Hún lærði leiklist í Rose Bruford í London en var nú að ljúka við seríu tvö af sjónvarpsþáttum á TruTV sem grínistinn Jon Glaser skrifar þar sem hún fer með aðalhlutverk. „Það er mjög gaman að leika í þáttunum. Þeir eru mikið í improv- stíl, sem byggir á spuna og ég er búin að vera mikið í hér í New York,“ segir Sóla. „Í síðustu seríu fékk ég að leika með Michael Shannon og Janeane Garofalo og Jon Hodgman sem er draumur í dós og þetta er rosalega skemmtilegt þó svo að persónan mín sé óttaleg sætustelpa.“ Sóla er einnig í leikhópi með gömlum skólafélögum úr Rose Bruford og vinnur nú að útvarpsþáttum ásamt Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur. Hægt verður að kaupa myndaplaköt eða póstkort með listaverkum Sólu á sýningunni eða hafa samband við hana í gegnum heimasíðuna hennar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira
Myndskreytirinn Sólveig Eva heldur sýningu sína Orð um komandi helgi með verkum sínum af orðum úr íslenskri tungu umvöfðum villtum íslenskum gróðri. Sýningin verður opnuð á Hlemmi Square 1. júlí kl. 20 og stendur til 8. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig Eva heldur sýningu en hún hefur meðal annars myndskreytt fyrir Starbucks í Bretlandi, Matís á Íslandi og innanhúss verkefni fyrir Landor í Sydney. „Ég gerði litabók úr stafrófi sem hægt er að nálgast á heimasíðunni minni, www.solaevadraws.com. Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að hlaða henni niður ókeypis. En svo í kjölfarið fékk ég hugmynd að því að teikna íslensk orð og datt fyrst í hug jæja, mjög íslenskt orð. Síðan hélt ég áfram að finna önnur fleyg orð; jújú, já og jahá,“ segir Sólveig Eva, sem gjarnan er kölluð Sóla. „Svo ef maður segir þetta allt á innsoginu þá bætist menningarblærinn við.“ Einstaklega fallegar teiknaðar myndir eftir Sólu.Hún sá listahátíðina Reykjavík Fringe Festival auglýsa eftir þátttakendum og ákvað að slá til en hátíðin fer fyrir ýmsum listrænum gjörningum, myndlist og leiklist. Sólu er margt til lista lagt en utan þess að teikna fallega þá er hún leikkona og fyrirsæta í New York. Hún lærði leiklist í Rose Bruford í London en var nú að ljúka við seríu tvö af sjónvarpsþáttum á TruTV sem grínistinn Jon Glaser skrifar þar sem hún fer með aðalhlutverk. „Það er mjög gaman að leika í þáttunum. Þeir eru mikið í improv- stíl, sem byggir á spuna og ég er búin að vera mikið í hér í New York,“ segir Sóla. „Í síðustu seríu fékk ég að leika með Michael Shannon og Janeane Garofalo og Jon Hodgman sem er draumur í dós og þetta er rosalega skemmtilegt þó svo að persónan mín sé óttaleg sætustelpa.“ Sóla er einnig í leikhópi með gömlum skólafélögum úr Rose Bruford og vinnur nú að útvarpsþáttum ásamt Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur. Hægt verður að kaupa myndaplaköt eða póstkort með listaverkum Sólu á sýningunni eða hafa samband við hana í gegnum heimasíðuna hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira