Ingi Þór orðinn þjálfari KR-inga á ný: Fjögurra ára samningur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 12:00 Ingi Þór Steinþórsson. vísir/eyþór Ingi Þór Steinþórsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en hann tekur við KR-liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem hefur gert KR að Íslandsmeisturum undanfarin fimm ár. KR-ingar héldu blaðamannafundinn sinn í húsakynnum Alvogen í Vatnsmýrinni. Ingi Þór skrifaði þar undir fjögurra ára samning. KR-ingar ráða því uppalinn í KR-ing í starfið enn á ný en það hafa þeir gert í síðustu fimm ráðningum sínum og allir þjálfarar KR á þessari öld nema einn, Herbert Arnarson (2004-2006), hafa verið uppaldir hjá KR. Þetta eru líka fyrstu jákvæðu fréttirnar af fimmföldum meisturum KR í sumar en liðið hefur misst tvo lykilmenn (Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson) og þjálfara (Finnur Freyr Stefánsson) eftir að fimmti titilinn í röð var í höfn. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karlalið KR á árunum 1999 til 2004 en hefur þjálfað lið Snæfells í Stykkishólmi frá árinu 2009. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur starfað mikið fyrir félagið í gegnum tíðina. Hann mun einnig taka við sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins en því starfi gengdi hann einnig á sínum tíma. Ingi Þór gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum vorið 2000 og Vesturbæjarliðið komst tvisvar í bikarúrslitaleikinn undir hans stjórn eða árin 2000 og 2002. Ingi Þór var einnig aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009. Snæfelli missir þarna bæði þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins á einu bretti en Snæfell varð fjórum sinnum Íslandsmeistari undir stjórn Inga, kvennaliðið vann þrjú ár í röð frá 2014 til 2016 og karlaliðið strax á hans fyrsta ári. KR-liðið vann 72 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Inga Þórs frá 1999 til 2004 og 14 af 28 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Liðið fór í úrslitakeppnina öll fimm tímabilin, vann titilinn einu sinni, komst tvisvar í undanúrslit en datt síðustu tvö tímabilin út í átta liða úrslitunum. Finnur Freyr Stefánsson (91 sigur) er eini þjálfari KR sem hefur unnið fleiri deildarleiki í sögu úrvalsdeildar karla (1978-2018) sem þjálfari KR en Ingi Þór er þar jafn Benedikti Guðmundssyni með 72 sigra. Inga Þór vantar fjórtán sigra til að vinna 100 leiki á Íslandsmóti sem þjálfari KR. Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en hann tekur við KR-liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem hefur gert KR að Íslandsmeisturum undanfarin fimm ár. KR-ingar héldu blaðamannafundinn sinn í húsakynnum Alvogen í Vatnsmýrinni. Ingi Þór skrifaði þar undir fjögurra ára samning. KR-ingar ráða því uppalinn í KR-ing í starfið enn á ný en það hafa þeir gert í síðustu fimm ráðningum sínum og allir þjálfarar KR á þessari öld nema einn, Herbert Arnarson (2004-2006), hafa verið uppaldir hjá KR. Þetta eru líka fyrstu jákvæðu fréttirnar af fimmföldum meisturum KR í sumar en liðið hefur misst tvo lykilmenn (Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson) og þjálfara (Finnur Freyr Stefánsson) eftir að fimmti titilinn í röð var í höfn. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karlalið KR á árunum 1999 til 2004 en hefur þjálfað lið Snæfells í Stykkishólmi frá árinu 2009. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur starfað mikið fyrir félagið í gegnum tíðina. Hann mun einnig taka við sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins en því starfi gengdi hann einnig á sínum tíma. Ingi Þór gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum vorið 2000 og Vesturbæjarliðið komst tvisvar í bikarúrslitaleikinn undir hans stjórn eða árin 2000 og 2002. Ingi Þór var einnig aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009. Snæfelli missir þarna bæði þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins á einu bretti en Snæfell varð fjórum sinnum Íslandsmeistari undir stjórn Inga, kvennaliðið vann þrjú ár í röð frá 2014 til 2016 og karlaliðið strax á hans fyrsta ári. KR-liðið vann 72 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Inga Þórs frá 1999 til 2004 og 14 af 28 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Liðið fór í úrslitakeppnina öll fimm tímabilin, vann titilinn einu sinni, komst tvisvar í undanúrslit en datt síðustu tvö tímabilin út í átta liða úrslitunum. Finnur Freyr Stefánsson (91 sigur) er eini þjálfari KR sem hefur unnið fleiri deildarleiki í sögu úrvalsdeildar karla (1978-2018) sem þjálfari KR en Ingi Þór er þar jafn Benedikti Guðmundssyni með 72 sigra. Inga Þór vantar fjórtán sigra til að vinna 100 leiki á Íslandsmóti sem þjálfari KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira