Frambjóðandi skotinn í höfuðið þegar hann stillti sér upp fyrir sjálfu með kjósanda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júní 2018 19:33 Skálmöld hefur ríkt í Mexíkó í meira en áratug eða frá því að yfirvöld skáru upp herör gegn fíkniefnasmyglurum sem brugðust við með skæruhernaði. Vísir/Getty 112 stjórnmálamenn hafa nú verið myrtir í Mexíkó í aðdraganda kosninga sem fara fram fyrsta næsta mánaðar. Nýjasta morðið átti sér stað í borginni Piedras Negras, skammt frá landamærunum við Bandaríkin, hvar þingframbjóðandi var skotinn í höfuðið um leið og hann stillti sér upp til að taka sjálfu með kjósanda. Frambjóðandinn, Pernando Purón, hafði nýlokið við að flytja ræðu þar sem hann lofaði umbótum í öryggismálum og hertri löggæslu. Þegar hann steig af sviðinu mætti honum aðdáandi sem vildi fá mynd af sér með Purón. Sjónarvottar segja að þegar Purón stillti sér upp fyrir myndatökuna hafi skeggjaður maður komið aftan að honum með skammbyssu og skotið hann í hnakkann. Morðinginn lét sig hverfa í glundroðanum sem fylgdi í kjölfarið. Glæpagengi ráða lögum og lofum á stórum svæðum í Mexíkó, ekki síst við landamæri Bandaríkjanna. Það er eftirspurnin eftir kókaíni og öðrum fíkniefnum í Bandaríkjunum sem elur og nærir blóðugt stríð í Mexíkó um yfirráð yfir smyglinu. Morðalda hefur gengið yfir landið frá því 2006. Allt að hundrað þúsund hafa fallið í átökunum og enginn er óhultur, hvorki dómarar og lögregla né stjórnmálamenn og fréttamenn. Bara í fyrra voru meira en 23 þúsund myrtir í Mexíkó og komandi kosningar snúast að miklu leyti um hvernig hægt sé að stöðva blóðbaðið. Tollastríðið við Trump stjórnina í Bandaríkjunum er þó einnig ofarlega á baugi. Kosnið verður til þings, forseta og svæðis- og borgarstjórna. Mexíkó Tengdar fréttir Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 „Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03 Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
112 stjórnmálamenn hafa nú verið myrtir í Mexíkó í aðdraganda kosninga sem fara fram fyrsta næsta mánaðar. Nýjasta morðið átti sér stað í borginni Piedras Negras, skammt frá landamærunum við Bandaríkin, hvar þingframbjóðandi var skotinn í höfuðið um leið og hann stillti sér upp til að taka sjálfu með kjósanda. Frambjóðandinn, Pernando Purón, hafði nýlokið við að flytja ræðu þar sem hann lofaði umbótum í öryggismálum og hertri löggæslu. Þegar hann steig af sviðinu mætti honum aðdáandi sem vildi fá mynd af sér með Purón. Sjónarvottar segja að þegar Purón stillti sér upp fyrir myndatökuna hafi skeggjaður maður komið aftan að honum með skammbyssu og skotið hann í hnakkann. Morðinginn lét sig hverfa í glundroðanum sem fylgdi í kjölfarið. Glæpagengi ráða lögum og lofum á stórum svæðum í Mexíkó, ekki síst við landamæri Bandaríkjanna. Það er eftirspurnin eftir kókaíni og öðrum fíkniefnum í Bandaríkjunum sem elur og nærir blóðugt stríð í Mexíkó um yfirráð yfir smyglinu. Morðalda hefur gengið yfir landið frá því 2006. Allt að hundrað þúsund hafa fallið í átökunum og enginn er óhultur, hvorki dómarar og lögregla né stjórnmálamenn og fréttamenn. Bara í fyrra voru meira en 23 þúsund myrtir í Mexíkó og komandi kosningar snúast að miklu leyti um hvernig hægt sé að stöðva blóðbaðið. Tollastríðið við Trump stjórnina í Bandaríkjunum er þó einnig ofarlega á baugi. Kosnið verður til þings, forseta og svæðis- og borgarstjórna.
Mexíkó Tengdar fréttir Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 „Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03 Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16
„Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03
Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23