Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júní 2018 11:29 Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. T.v. Steinunn, t.h. úr safni nurhaks „Í ár er 100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað. Fullveldið Ísland treystir sér augljóslega ekki til að taka afstöðu til þess þegar annað ríki, sem er bandamaður þeirra í Nató, kallar ríkisborgara Íslands hryðjuverkamann og réttlætir með orðalaginu meint dráp á honum. Fullveldið Ísland treystir sér heldur ekki til að spyrja með skýrum hætti hvar lík Hauks er, sé hann þá látinn, eða hvað Tyrkir geri almennt við lík þeirra sem féllu í Afrin.“ Þetta segir Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona, og vinkona Hauks Hilmarssonar en rúmlega þrír mánuðir eru síðan tyrkneskir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hann hefði verið drepinn í árás tyrkneska hersins á Kúrda í Afrín-héraði í norðurhluta Sýrlands. Steinunn segir að Haukur hafi verið sér sem bróðir í tólf ár og að svarleysið og óvissan hafi tekið mikið á. „Þau svör sem síðan hafa komið frá ríkisvaldinu hafa verið svo köld. Þetta er allt flækt í einhvern orðavaðal en þegar maður rýnir í þetta þá eru þetta engin svör. Þau eru alltaf bara búin að vera að sýna okkur takmarkanir kerfisins; að það sé ekki pólitískur vilji til að fara lengra en þetta og það er þetta viðmót sem við höfum mætt síðastliðna þrjá mánuði.“ Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. Haukur Hilmarsson var Steinunni eins og bróðir í tólf ár.Mynd/Eva Hauksdóttir „Á þessum hundrað dögum hafa íslensk stjórnvöld nákvæmlega ekkert sagt um afstöðu sína til þess að íslenskur ríkisborgari sé kallaður hryðjuverkamaður í tyrkneskum fjölmiðlum, sem flestir eru undir hæl þarlendra stjórnvalda, og óbeint af Erdogan sjálfum. Þau hafa heldur ekki tjáð sig um afstöðu þeirra til þess að hann hafi hugsanlega verið myrtur í ólöglegri innrás tyrkneska hersins í Afrin og reyndar virðast fjölmiðlar ekki heldur hafa spurt íslensk stjórnvöld um afstöðu þeirra í þessum efnum,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Steinunn segir að aðstandendur Hauks viti ekki hvort íslensk stjórnvöld taki undir skilgreiningu Tyrkja – að Haukur sé hryðjuverkamaður – og af þeim sökum viti vinir og fjölskylda Hauks ekki á hvaða forsendum athugun á afdrifum hans er. „Sé Haukur hryðjuverkamaður í augum íslenskra yfirvalda ættu þau að hafa dug í sér að segja það opinberlega. Sé hann það ekki ættu þau að fordæma þá skilgreiningu opinberlega og sinna leitinni að honum án nokkurs undirlægjuháttar,“ segir Steinunn sem bendir á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi gott tækifæri til að opinbera afstöðu ríkisstjórnarinnar áður en hún hittir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á ráðstefnu Nató í Brussel um miðjan næsta mánuð. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
„Í ár er 100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað. Fullveldið Ísland treystir sér augljóslega ekki til að taka afstöðu til þess þegar annað ríki, sem er bandamaður þeirra í Nató, kallar ríkisborgara Íslands hryðjuverkamann og réttlætir með orðalaginu meint dráp á honum. Fullveldið Ísland treystir sér heldur ekki til að spyrja með skýrum hætti hvar lík Hauks er, sé hann þá látinn, eða hvað Tyrkir geri almennt við lík þeirra sem féllu í Afrin.“ Þetta segir Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona, og vinkona Hauks Hilmarssonar en rúmlega þrír mánuðir eru síðan tyrkneskir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hann hefði verið drepinn í árás tyrkneska hersins á Kúrda í Afrín-héraði í norðurhluta Sýrlands. Steinunn segir að Haukur hafi verið sér sem bróðir í tólf ár og að svarleysið og óvissan hafi tekið mikið á. „Þau svör sem síðan hafa komið frá ríkisvaldinu hafa verið svo köld. Þetta er allt flækt í einhvern orðavaðal en þegar maður rýnir í þetta þá eru þetta engin svör. Þau eru alltaf bara búin að vera að sýna okkur takmarkanir kerfisins; að það sé ekki pólitískur vilji til að fara lengra en þetta og það er þetta viðmót sem við höfum mætt síðastliðna þrjá mánuði.“ Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. Haukur Hilmarsson var Steinunni eins og bróðir í tólf ár.Mynd/Eva Hauksdóttir „Á þessum hundrað dögum hafa íslensk stjórnvöld nákvæmlega ekkert sagt um afstöðu sína til þess að íslenskur ríkisborgari sé kallaður hryðjuverkamaður í tyrkneskum fjölmiðlum, sem flestir eru undir hæl þarlendra stjórnvalda, og óbeint af Erdogan sjálfum. Þau hafa heldur ekki tjáð sig um afstöðu þeirra til þess að hann hafi hugsanlega verið myrtur í ólöglegri innrás tyrkneska hersins í Afrin og reyndar virðast fjölmiðlar ekki heldur hafa spurt íslensk stjórnvöld um afstöðu þeirra í þessum efnum,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Steinunn segir að aðstandendur Hauks viti ekki hvort íslensk stjórnvöld taki undir skilgreiningu Tyrkja – að Haukur sé hryðjuverkamaður – og af þeim sökum viti vinir og fjölskylda Hauks ekki á hvaða forsendum athugun á afdrifum hans er. „Sé Haukur hryðjuverkamaður í augum íslenskra yfirvalda ættu þau að hafa dug í sér að segja það opinberlega. Sé hann það ekki ættu þau að fordæma þá skilgreiningu opinberlega og sinna leitinni að honum án nokkurs undirlægjuháttar,“ segir Steinunn sem bendir á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi gott tækifæri til að opinbera afstöðu ríkisstjórnarinnar áður en hún hittir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á ráðstefnu Nató í Brussel um miðjan næsta mánuð.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45
Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50