Alfreð skaut á Lars eftir leik: Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 16:45 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason opnaði markareikning íslenska landsliðsins í úrslitakeppni HM í dag þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á móti Argentínu. Hann notaði tækifærið eftir leik og skaut föstum skotum á fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerback. Alfreð var réttur maður á réttum stað í leiknum í dag og jafnaði metið aðeins fjórum mínútum eftir að Argentínumenn komust yfir. „Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir svona móment. Þetta var draumur og maður datt aðeins út þegar þetta gerist. Ég var ekki með neitt fagn tilbúið en þetta var bara geðveikt,“ sagði Alfreð. „Ég er ekki alveg búin að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði Alfreð sem skoraði líka í tveimur síðustu undirbúningsleikjum Íslands fyrir mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem Alfreð var í byrjunarliði á stórmóti en hvernig fékk hann að vita það að hann myndi byrja leikinn. „Fyrir tveimur dögum minnir mig. Ég hafði þetta á tilfinningunni og kom þannig inn í æfingaaleikina eins og ég væri að fara að spila fyrsta leik. Ég sendi skýr skilaboð þar,“ sagði Alfreð sem notaði tækifærið til að skjóta aðeins á Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska liðsins. „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð. „Þetta er bara fyrsta skrefið hjá okkur. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum og það er sama markmið ennþá núna. Við fáum vind í bakið núna með því að ná góðum úrslitum. Það er samt ekkert komið ennþá. Við njótum þess í kvöld en á morgun byrjar síðan undirbúningurinn fyrir Nígeríuleikinn,“ sagði Alfreð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira
Alfreð Finnbogason opnaði markareikning íslenska landsliðsins í úrslitakeppni HM í dag þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á móti Argentínu. Hann notaði tækifærið eftir leik og skaut föstum skotum á fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerback. Alfreð var réttur maður á réttum stað í leiknum í dag og jafnaði metið aðeins fjórum mínútum eftir að Argentínumenn komust yfir. „Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir svona móment. Þetta var draumur og maður datt aðeins út þegar þetta gerist. Ég var ekki með neitt fagn tilbúið en þetta var bara geðveikt,“ sagði Alfreð. „Ég er ekki alveg búin að finna réttu orðin til að lýsa þessu,“ sagði Alfreð sem skoraði líka í tveimur síðustu undirbúningsleikjum Íslands fyrir mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem Alfreð var í byrjunarliði á stórmóti en hvernig fékk hann að vita það að hann myndi byrja leikinn. „Fyrir tveimur dögum minnir mig. Ég hafði þetta á tilfinningunni og kom þannig inn í æfingaaleikina eins og ég væri að fara að spila fyrsta leik. Ég sendi skýr skilaboð þar,“ sagði Alfreð sem notaði tækifærið til að skjóta aðeins á Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska liðsins. „Ég finn allt annað traust frá þessum þjálfurum síðan að þeir tóku við. Það gefur senter auka 50 til 60 prósent ef þú ert með þjálfara sem stendur við bakið á þér og þú veist að klukkan tifar ekki á hliðarlínunni þegar þú ert að spila,“ sagði Alfreð. „Þú verður að vinna þér inn traustið og mér finnst ég hafa gert það. Ég hef sýnt það með minni frammistöðu og ég veit það að sem framherji hjá Íslandi þá ertu fyrst og fremst að vinna fyrir liðið og skila inn góðri vakt. Mörkin eru bónus og ég er mjög ánægður þegar ég get sameinað þetta tvennt,“ sagði Alfreð. „Þetta er bara fyrsta skrefið hjá okkur. Markmiðið var að komast upp úr riðlinum og það er sama markmið ennþá núna. Við fáum vind í bakið núna með því að ná góðum úrslitum. Það er samt ekkert komið ennþá. Við njótum þess í kvöld en á morgun byrjar síðan undirbúningurinn fyrir Nígeríuleikinn,“ sagði Alfreð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira