Flúðaorka mun framleiða rafmagn úr jarðhita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júní 2018 20:00 Fulltrúar verkefnisins við jarðhitaholuna á jörðinni Kópsvatni í Hrunamannahreppi. Frá vinstri, Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri, Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti, Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku og Ruben Havsed, markaðstjóri Climeon fyrirtækisins í Svíþjóð sem sér um tækjabúnaðinn. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er í Hrunamannahreppi fyrir nýju verkefni sem snýst um að framleiða rafmagn úr stórri jarðhitaholu á jörðinni Kópsvatni. Fyrirtækið Varmaorka sem stendur að verkefninu í samvinnu við heimamenn ætlar sér að reisa og starfrækja jarðhitavirkjanir á nokkrum stöðum á Íslandi. Holan gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Nú stendur til að fanga orku úr umframhita holunnar og framleiða rafmagn. Það er Flúðaorka og Varmaorka sem standa að verkefninu. „Við erum að tala um framleiðslu á rafmagni úr jarðhita úr lághita sem er nýjung á Íslandi, háhitinn hefur verið mest nýttur eins og flestir vita. Nú er tækifærið til að framleiða rafmagn á hverjum stað hjá heimamönnum en það er held ég eitthvað sem ansi margir hafa verið að bíða eftir. „Við erum að taka efsta hlutann, hita toppinn og framleiða rafmagn áður en þetta fer til húshitunar. Það er tækifæri sem ég held að fáir á Íslandi hafi áttað á sig á að yrði mögulegt. Nú er verið að gera þetta í fyrsta sinn úr lághitanum“, segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku sem vinnur verkefnið í samvinnu við Flúðaorku og Hrunamannahrepp.Holan á Kópsvatni gefur gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Búnaðurinn frá sænska fyrirtækinu Climeon gerir kleift að fanga orku úr umframhita úr holunni.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn af hverju er ekki löngu búið að gera þetta? „Þessi tækni hefur ekki verið til. Við erum að vinna með Sænskum aðila sem að framleiða vélbúnað sem gerir þetta kleift og það er að byrja hér á Kópsvatni í Hrunamannahreppi“, segir Rangar enn fremur. Mikil spenna og eftirvænting er hjá heimamönnum vegna verkefnisins enda nóg af heitu vatni í sveitarfélaginu. „Við erum að selja vatnið til Flúðaorku og fáum þar náttúrulega tekjur. Svo er þetta vonandi fyrsta skrefið í það að við sjáum um meiri rafmagnsleiðslu í sveitarfélaginu, kannski bara fyrir allt sveitarfélagið. Þetta er mjög skemmtileg tækni og gaman að það skuli vera hægt að nýta hana hér“, segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Vonast er til að rafmagnsframleiðslan komi til að hefjast í haust en það rafmagn verður þá í fyrstu selt inn á kerfið hjá RARIK. Orkumál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Mikil spenna er í Hrunamannahreppi fyrir nýju verkefni sem snýst um að framleiða rafmagn úr stórri jarðhitaholu á jörðinni Kópsvatni. Fyrirtækið Varmaorka sem stendur að verkefninu í samvinnu við heimamenn ætlar sér að reisa og starfrækja jarðhitavirkjanir á nokkrum stöðum á Íslandi. Holan gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Nú stendur til að fanga orku úr umframhita holunnar og framleiða rafmagn. Það er Flúðaorka og Varmaorka sem standa að verkefninu. „Við erum að tala um framleiðslu á rafmagni úr jarðhita úr lághita sem er nýjung á Íslandi, háhitinn hefur verið mest nýttur eins og flestir vita. Nú er tækifærið til að framleiða rafmagn á hverjum stað hjá heimamönnum en það er held ég eitthvað sem ansi margir hafa verið að bíða eftir. „Við erum að taka efsta hlutann, hita toppinn og framleiða rafmagn áður en þetta fer til húshitunar. Það er tækifæri sem ég held að fáir á Íslandi hafi áttað á sig á að yrði mögulegt. Nú er verið að gera þetta í fyrsta sinn úr lághitanum“, segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku sem vinnur verkefnið í samvinnu við Flúðaorku og Hrunamannahrepp.Holan á Kópsvatni gefur gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Búnaðurinn frá sænska fyrirtækinu Climeon gerir kleift að fanga orku úr umframhita úr holunni.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn af hverju er ekki löngu búið að gera þetta? „Þessi tækni hefur ekki verið til. Við erum að vinna með Sænskum aðila sem að framleiða vélbúnað sem gerir þetta kleift og það er að byrja hér á Kópsvatni í Hrunamannahreppi“, segir Rangar enn fremur. Mikil spenna og eftirvænting er hjá heimamönnum vegna verkefnisins enda nóg af heitu vatni í sveitarfélaginu. „Við erum að selja vatnið til Flúðaorku og fáum þar náttúrulega tekjur. Svo er þetta vonandi fyrsta skrefið í það að við sjáum um meiri rafmagnsleiðslu í sveitarfélaginu, kannski bara fyrir allt sveitarfélagið. Þetta er mjög skemmtileg tækni og gaman að það skuli vera hægt að nýta hana hér“, segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Vonast er til að rafmagnsframleiðslan komi til að hefjast í haust en það rafmagn verður þá í fyrstu selt inn á kerfið hjá RARIK.
Orkumál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira