Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 14:48 Maradona var brattur í upphafi leiks. Vísir/Getty Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfara Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. Hann segir að haldi argentíska liðið áfram að spila eins og gegn Íslandi geti Sampaoli ekki snúið aftur til Argentínu. Maradona var staddur á leiknum í gær en hann er sérfræðingur á vegum sjónvarpsstöðva frá Ítalíu og Venesúela á meðan mótinu stendur. Argentískir fjölmiðlar hafa margir hverjir gert sér mat úr ummælum Maradona í sjónvarpi eftir leikinn þar sem segja má að hann hafi gagnrýnt þjálfarann harkalega. „Við gátum ekki leyst vandamálin sem Ísland færði okkur. Við erum að tala um Ísland, þjóð með 350-400 þúsund íbúa,“ sagði Maradona sem hafði ekkert slæmt að segja um Ísland. „Ísland spilaði eins og það spilaði og það þýðir ekkert að tala um það að þeir dekkuðu Messi með fjórum leikmönnum eða það að þeir leystu varnarleikinn vel. Vandamálið er að Argentína vissi ekki hvernig það átti að sækja á markið. Gleymum Íslandi og einbeitum okkur að Argentínu, sem gat ekki leyst úr leik Íslands,“ sagði Maradona.Strákarnir börðust eins og ljón í gær.Vísir/Vilhelm.Undirbúningur Sampaoli og argentínska liðsins hefur verið til umræðu eftir leikinn. Þjálfarinn tilkynnti um byrjunarlið sitt löngu fyrir leik, liðið æfði ekki á vellinum í aðdraganda leiksins og hitaði aðeins stuttlega upp fyrir leikinn sjálfan, í það minnst á vellinum sjálfum. Gagnrýndi Maradona Sampaoli harðlega fyrir skort á undirbúningi gegn íslenska liðinu. „Ef Argentína spilar svona þá getur Sampaoli ekki komið heim til Argentínu. Það er skömm að hafa ekki undirbúið liðið betur vitandi það til dæmis að íslenska liðið er 1.90 sentimetrar að hæð að meðaltali en samt settum við öll hornin inn í teig í staðin fyrir að taka þau stutt,“ sagði Maradona.Stendur í ströngu Goðsögnin hefur reyndar staðið í ströngu eftir leikinn en hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma á leiknum. Er hann sagður hafa gert sig skáeygðan eftir að suður-kóreskir stuðningsmenn kölluðu til hans á leiknum í Moskvu í gær. Maradona þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað og segir aðeins hafa verið að heilsa hópnum. Þá hefur Maradona beðist afsökunar á því að hafa reykt vindil á leiknum en slíkt er stranglega bannað samkvæmt reglum FIFA. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfara Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. Hann segir að haldi argentíska liðið áfram að spila eins og gegn Íslandi geti Sampaoli ekki snúið aftur til Argentínu. Maradona var staddur á leiknum í gær en hann er sérfræðingur á vegum sjónvarpsstöðva frá Ítalíu og Venesúela á meðan mótinu stendur. Argentískir fjölmiðlar hafa margir hverjir gert sér mat úr ummælum Maradona í sjónvarpi eftir leikinn þar sem segja má að hann hafi gagnrýnt þjálfarann harkalega. „Við gátum ekki leyst vandamálin sem Ísland færði okkur. Við erum að tala um Ísland, þjóð með 350-400 þúsund íbúa,“ sagði Maradona sem hafði ekkert slæmt að segja um Ísland. „Ísland spilaði eins og það spilaði og það þýðir ekkert að tala um það að þeir dekkuðu Messi með fjórum leikmönnum eða það að þeir leystu varnarleikinn vel. Vandamálið er að Argentína vissi ekki hvernig það átti að sækja á markið. Gleymum Íslandi og einbeitum okkur að Argentínu, sem gat ekki leyst úr leik Íslands,“ sagði Maradona.Strákarnir börðust eins og ljón í gær.Vísir/Vilhelm.Undirbúningur Sampaoli og argentínska liðsins hefur verið til umræðu eftir leikinn. Þjálfarinn tilkynnti um byrjunarlið sitt löngu fyrir leik, liðið æfði ekki á vellinum í aðdraganda leiksins og hitaði aðeins stuttlega upp fyrir leikinn sjálfan, í það minnst á vellinum sjálfum. Gagnrýndi Maradona Sampaoli harðlega fyrir skort á undirbúningi gegn íslenska liðinu. „Ef Argentína spilar svona þá getur Sampaoli ekki komið heim til Argentínu. Það er skömm að hafa ekki undirbúið liðið betur vitandi það til dæmis að íslenska liðið er 1.90 sentimetrar að hæð að meðaltali en samt settum við öll hornin inn í teig í staðin fyrir að taka þau stutt,“ sagði Maradona.Stendur í ströngu Goðsögnin hefur reyndar staðið í ströngu eftir leikinn en hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma á leiknum. Er hann sagður hafa gert sig skáeygðan eftir að suður-kóreskir stuðningsmenn kölluðu til hans á leiknum í Moskvu í gær. Maradona þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað og segir aðeins hafa verið að heilsa hópnum. Þá hefur Maradona beðist afsökunar á því að hafa reykt vindil á leiknum en slíkt er stranglega bannað samkvæmt reglum FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
„Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann