Bestir í Pepsi og björguðu deginum gegn Argentínu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:30 Alfreð í leiknum í gær vísir/vilhelm Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM í gær. Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason voru hetjur íslenska liðsins í leiknum. Alfreð jafnaði fyrir Ísland eftir að Sergio Aguero hafði komið Argentínu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Hannes Þór tók hins vegar fyrirsagnirnar þar sem hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði Íslandi jafnteflið. Þessir tveir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið valdir bestu leikmenn tímabilsins í Pepsi deildinni. Alfreð hlaut þann titil árið 2010 og Hannes 2011. „Spennan var engin þegar kjörinu á knattspyrnumanni ársins 2010 var lýst á lokahófi KSÍ á Broadway í október. Allir vissu hver átti titilinn vísan þetta árið. Alfreð Finnbogason var leikmaður Íslandsmótsins eftir að hafa leikið stærsta hlutverkið í að innbyrða fyrsta Íslandsmeistaratitil Breiðabliks í karlaflokki.“ Svo hefst fyrsta grein Víðis Sigurðssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 2010, viðtal við besta mann deildarinnar það árið. Alfreð kom við sögu í meira en helmingi 47 marka Blika það sumarið og skoraði sjálfur 14. Alfreð fór á kostum í Íslandsmótinu og var í kjölfarið seldur í atvinnumennsku til Lokeren í Belgíu. 2010 var Hannes Þór á mála hjá Fram. Hann færði sig hins vegar yfir til KR og varði mark Vesturbæinga árið 2011. Hann varð fyrsti KR-ingurinn sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild síðan árið 1999 þegar félagar og andstæðingar hans kusu hann bestan að loknu Íslandsmóti 2011. KR varð Íslandsmeistari með Hannes í markinu og fékk aðeins á sig 22 mörk í jafn mörgum leikjum. Enginn annar leikmaður landsliðshópsins í Rússlandi hefur hlotið þennan titil. Þrír leikmenn hópsins eru hins vegar á mála hjá Pepsi deildar liðum í dag og gætu hlotið titilinn í haust. Birkir Már Sævarsson hefur spilað með Val frá upphafi móts. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason fara heim í sín uppeldisfélög eftir HM; Víking og Fylki.Hetjur gærdagsins eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir bestir í Pepsi deildinni. Alfreð 2010 Hannes 2011 pic.twitter.com/qD5JKtTFCz — Pepsi deildin (@Pepsideildin) June 17, 2018 HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM í gær. Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason voru hetjur íslenska liðsins í leiknum. Alfreð jafnaði fyrir Ísland eftir að Sergio Aguero hafði komið Argentínu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Hannes Þór tók hins vegar fyrirsagnirnar þar sem hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði Íslandi jafnteflið. Þessir tveir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið valdir bestu leikmenn tímabilsins í Pepsi deildinni. Alfreð hlaut þann titil árið 2010 og Hannes 2011. „Spennan var engin þegar kjörinu á knattspyrnumanni ársins 2010 var lýst á lokahófi KSÍ á Broadway í október. Allir vissu hver átti titilinn vísan þetta árið. Alfreð Finnbogason var leikmaður Íslandsmótsins eftir að hafa leikið stærsta hlutverkið í að innbyrða fyrsta Íslandsmeistaratitil Breiðabliks í karlaflokki.“ Svo hefst fyrsta grein Víðis Sigurðssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 2010, viðtal við besta mann deildarinnar það árið. Alfreð kom við sögu í meira en helmingi 47 marka Blika það sumarið og skoraði sjálfur 14. Alfreð fór á kostum í Íslandsmótinu og var í kjölfarið seldur í atvinnumennsku til Lokeren í Belgíu. 2010 var Hannes Þór á mála hjá Fram. Hann færði sig hins vegar yfir til KR og varði mark Vesturbæinga árið 2011. Hann varð fyrsti KR-ingurinn sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild síðan árið 1999 þegar félagar og andstæðingar hans kusu hann bestan að loknu Íslandsmóti 2011. KR varð Íslandsmeistari með Hannes í markinu og fékk aðeins á sig 22 mörk í jafn mörgum leikjum. Enginn annar leikmaður landsliðshópsins í Rússlandi hefur hlotið þennan titil. Þrír leikmenn hópsins eru hins vegar á mála hjá Pepsi deildar liðum í dag og gætu hlotið titilinn í haust. Birkir Már Sævarsson hefur spilað með Val frá upphafi móts. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason fara heim í sín uppeldisfélög eftir HM; Víking og Fylki.Hetjur gærdagsins eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir bestir í Pepsi deildinni. Alfreð 2010 Hannes 2011 pic.twitter.com/qD5JKtTFCz — Pepsi deildin (@Pepsideildin) June 17, 2018
HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira