Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. júní 2018 19:37 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segir launagreiðslur stjórnenda í Reykjavík út í hött. Vísir/Vilhelm Í tillögu Sósíalistaflokksins sem tekin verður fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun segir að borgarstarfsmenn fái í raun tvöföld laun með því að fá þóknun fyrir fundarsetu og undirbúning í vinnutíma. Fréttastofa hefur tekið saman tvö raunsönn dæmi um möguleg heildarlaun borgarfulltrúa, eins og sést hér á myndunum.Í öðru dæminu hækka grunnlaun úr tæplega 700 þúsund í 966 þúsund, sá borgarfulltrúi er formaður í einni nefnd, varamaður í borgarráði og fær fastan starfskostnað. Fastur starfskostnaður á að dekka persónulega útgjöld, svo sem áskrift að fjölmiðlum. Að auki situr hann í stjórn Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í hinu dæminu er borgarfulltrúinn formaður í borgarstjórnarflokki sínum, situr í borgarráði, er forseti borgarstjórnar, fær starfskostnað greiddan og situr í hafnarstjórn Faxaflóahafna sem rekin er af fimm sveitarfélögum. Sá borgarfulltrúi er með ríflega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun.Að auki fá allir borgarfulltrúar tölvu og síma til afnota, niðurgreiðslu á símreikningi og nettengingu.Grunnlaunin alveg nógu há Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir borgarfulltrúa með 700 þúsund króna grunnlaun ekki þurfa álagsgreiðslur. „Launin sem þessir kjörnu fulltrúar eru með til að byrja með ná vel yfir það sem þarf að gera, varðandi undirbúning og setu á fundum," segir hún. Einnig að 700 þúsund krónur séu há laun, sérstaklega þegar miðað er við aðra starfsmenn borgarinnar, sem séu með skammarlega lág laun.Sanna Magdalena Mörtudóttir.Vísir„Þessir hópar þurfa að hafa mikið fyrir því að fá kjarabætur, hækkun á launum. En svo er þetta talið sjálfsagt, þessar álagsgreiðslur sem okkur Sósialistum finnst út í hött. Jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt ætlar Sanna ekki að þiggja aukagreiðslur frá borginni. „Við vorum reyndar á námskeiði í síðustu viku og þar kom fram að við megum ekki afþakka laun en maður getur alltaf komið þeim í hendur þeirra sem þurfa frekar á peningunum að halda," segir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Tengdar fréttir Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Í tillögu Sósíalistaflokksins sem tekin verður fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun segir að borgarstarfsmenn fái í raun tvöföld laun með því að fá þóknun fyrir fundarsetu og undirbúning í vinnutíma. Fréttastofa hefur tekið saman tvö raunsönn dæmi um möguleg heildarlaun borgarfulltrúa, eins og sést hér á myndunum.Í öðru dæminu hækka grunnlaun úr tæplega 700 þúsund í 966 þúsund, sá borgarfulltrúi er formaður í einni nefnd, varamaður í borgarráði og fær fastan starfskostnað. Fastur starfskostnaður á að dekka persónulega útgjöld, svo sem áskrift að fjölmiðlum. Að auki situr hann í stjórn Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í hinu dæminu er borgarfulltrúinn formaður í borgarstjórnarflokki sínum, situr í borgarráði, er forseti borgarstjórnar, fær starfskostnað greiddan og situr í hafnarstjórn Faxaflóahafna sem rekin er af fimm sveitarfélögum. Sá borgarfulltrúi er með ríflega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun.Að auki fá allir borgarfulltrúar tölvu og síma til afnota, niðurgreiðslu á símreikningi og nettengingu.Grunnlaunin alveg nógu há Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir borgarfulltrúa með 700 þúsund króna grunnlaun ekki þurfa álagsgreiðslur. „Launin sem þessir kjörnu fulltrúar eru með til að byrja með ná vel yfir það sem þarf að gera, varðandi undirbúning og setu á fundum," segir hún. Einnig að 700 þúsund krónur séu há laun, sérstaklega þegar miðað er við aðra starfsmenn borgarinnar, sem séu með skammarlega lág laun.Sanna Magdalena Mörtudóttir.Vísir„Þessir hópar þurfa að hafa mikið fyrir því að fá kjarabætur, hækkun á launum. En svo er þetta talið sjálfsagt, þessar álagsgreiðslur sem okkur Sósialistum finnst út í hött. Jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt ætlar Sanna ekki að þiggja aukagreiðslur frá borginni. „Við vorum reyndar á námskeiði í síðustu viku og þar kom fram að við megum ekki afþakka laun en maður getur alltaf komið þeim í hendur þeirra sem þurfa frekar á peningunum að halda," segir Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Tengdar fréttir Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57