Ekki hlaupið að því að finna eftirmann Heimis Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 22:00 Heimir Hallgrímsson hefur stýrt íslenska landsliðinu í á sjöunda ár. Hann fagnaði á dögunum 51 árs afmæli sínu. Vísir/Vilhelm Líklega eru fáir landsliðsþjálfarar sem hafa vakið meiri athygli undanfarin misseri en Eyjapeyinn Heimir Hallgrímsson. Samningur hans við KSÍ rennur út eftir heimsmeistaramótið og hafa Heimir og KSÍ ákveðið að bíða með frekari viðræður þar til eftir HM.Sjálfur hefur Heimir sagst vilja skoða hvað verði í boði. Sem verður alveg örugglega eitthvað gott að mati Rúnars Vífils Arnarsonar landsliðsnefndarmanns. Rúnar Vífill mætti til Moskvu á laugardaginn en komu hans út seinkaði vegna veikinda. Hann fékk röng lyf sem gerðu honum erfitt fyrir. „Ég veiktist aðeins rétt áður en við fórum út. Ég varð að sitja eftir og jafna mig,“ segir Rúnar sem var til svara í Akraborginni á X-inu 977. Hann óttaðist að hann myndi missa af Argentínuleiknum. „Auðvitað hvarflaði það að mér en fór betur en á horfðist.“Rúnar Vífill var formaður landsliðsnefndar en Magnús Gylfason er það nú.Vísir/HjörturLandsliðsnefndin til aðstoðar og stuðnings Spurður um hlutverk sitt hér úti segist Rúnar auðvitað bara nýkominn út til móts við hina landsliðsnefndarmennina. Þar fer fremstur í flokki Magnús Gylfason, formaður nefndarinnar, sem mætti kalla leikjasérfræðing en hann sló í gegn á EM í Frakklandi að sögn strákanna. Hann kann þá list betur en flestir að stytta sér stundir. Þá er landsliðsmaðurinn fyrrverandi Ríkharður Daðason í nefndinni auk Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum.Frægt var að Lars Lagerbäck sagðist á sínum tíma ekki átta sig á hlutverki nefndarinnar. Hún lifir þó góðu lífi og virðist hafa skapast meiri ánægja með hana innan landsliðsins sjálfs þar sem var sömuleiðis lítill skilningur á hlutverki hennar. „Okkar hlutverk er svona að halda utan um þetta, vera okkar fólki til aðstoðar og stuðnings,“ segir Rúnar Vífill um hlutverk nefndarinnar.Formaður landsliðsnefndar, Magnús Gylfason, var til viðtals í Akraborginni á dögunum.Á von á að tilboð streymi til Heimis Rúnar, sem var formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur í langan tíma, hrósar landsliðsþjálfaranum í hástert. „Skipulagið er gríðarlega gott og hrein unun að fylgjast með Heimi þegar hann er að undirbúa strákana. Allt skipulag er engu líkt. Eitthvað sem við þekktum ekki fyrir tíu árum síðan. Lars innleiðir þetta, Heimir fylgdi þessu eftir og setti sinn stimpil á þetta.“ Hins vegar gæti staðreyndin verið sú að þegar landsliðið hefur keppni í Þjóðadeildinni í haust að Heimir verði farin á vit nýrra ævintýra. „Við verðum að íhuga að það geti verið niðurstaðan. Það kæmi mér verulega á óvart ef Heimir fengi ekki einhver tilboð,“ segir Rúnar Vífill.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á þingi FIFA á dögunum þar sem ákveðið var að HM 2026 færi fram í Norður-Ameríku.Vísir/GettyKSÍ með varaáætlun ef Heimir hættir Heimir grínast reglulega með það að hann sé svo vel launaður hjá KSÍ. Í erlendri samantekt í apríl kom fram að hann væri með sjö milljónir króna á mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest. „Ég held að það sé allt til þess vinnandi að halda honum. En lífið er nú þannig að það er erfitt að halda honum ef hann fær gott tilboð. Við verðum að sýna því skilning,“ segir Rúnar Vífill. KSÍ sé bundinn ákveðinn stakkur. „Ef Heimi býðst eitthvað spennandi tækifæri, og hann telur að það sé gott, verðum við bara að sætta okkur við það. Þá vandast málið að finna eftirmann. Það verður ekki hlaupið að því.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagðist í upphafi árs vera bjartsýnn á að halda Heimi en sagði enn fremur að KSÍ ætli að vera tilbúið með varaáætlun fari svo að Heimir yfirgefi landsliðið. „Við verðum að sjálfsögðu tilbúin með varaáætlun ef til þess kemur en fyrsti kostur er eins og ég segi að semja aftur við Heimi Hallgrímsson,“ segir Guðni Bergsson.Viðtalið við Rúnar Vífil má heyra í heild hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Líklega eru fáir landsliðsþjálfarar sem hafa vakið meiri athygli undanfarin misseri en Eyjapeyinn Heimir Hallgrímsson. Samningur hans við KSÍ rennur út eftir heimsmeistaramótið og hafa Heimir og KSÍ ákveðið að bíða með frekari viðræður þar til eftir HM.Sjálfur hefur Heimir sagst vilja skoða hvað verði í boði. Sem verður alveg örugglega eitthvað gott að mati Rúnars Vífils Arnarsonar landsliðsnefndarmanns. Rúnar Vífill mætti til Moskvu á laugardaginn en komu hans út seinkaði vegna veikinda. Hann fékk röng lyf sem gerðu honum erfitt fyrir. „Ég veiktist aðeins rétt áður en við fórum út. Ég varð að sitja eftir og jafna mig,“ segir Rúnar sem var til svara í Akraborginni á X-inu 977. Hann óttaðist að hann myndi missa af Argentínuleiknum. „Auðvitað hvarflaði það að mér en fór betur en á horfðist.“Rúnar Vífill var formaður landsliðsnefndar en Magnús Gylfason er það nú.Vísir/HjörturLandsliðsnefndin til aðstoðar og stuðnings Spurður um hlutverk sitt hér úti segist Rúnar auðvitað bara nýkominn út til móts við hina landsliðsnefndarmennina. Þar fer fremstur í flokki Magnús Gylfason, formaður nefndarinnar, sem mætti kalla leikjasérfræðing en hann sló í gegn á EM í Frakklandi að sögn strákanna. Hann kann þá list betur en flestir að stytta sér stundir. Þá er landsliðsmaðurinn fyrrverandi Ríkharður Daðason í nefndinni auk Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum.Frægt var að Lars Lagerbäck sagðist á sínum tíma ekki átta sig á hlutverki nefndarinnar. Hún lifir þó góðu lífi og virðist hafa skapast meiri ánægja með hana innan landsliðsins sjálfs þar sem var sömuleiðis lítill skilningur á hlutverki hennar. „Okkar hlutverk er svona að halda utan um þetta, vera okkar fólki til aðstoðar og stuðnings,“ segir Rúnar Vífill um hlutverk nefndarinnar.Formaður landsliðsnefndar, Magnús Gylfason, var til viðtals í Akraborginni á dögunum.Á von á að tilboð streymi til Heimis Rúnar, sem var formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur í langan tíma, hrósar landsliðsþjálfaranum í hástert. „Skipulagið er gríðarlega gott og hrein unun að fylgjast með Heimi þegar hann er að undirbúa strákana. Allt skipulag er engu líkt. Eitthvað sem við þekktum ekki fyrir tíu árum síðan. Lars innleiðir þetta, Heimir fylgdi þessu eftir og setti sinn stimpil á þetta.“ Hins vegar gæti staðreyndin verið sú að þegar landsliðið hefur keppni í Þjóðadeildinni í haust að Heimir verði farin á vit nýrra ævintýra. „Við verðum að íhuga að það geti verið niðurstaðan. Það kæmi mér verulega á óvart ef Heimir fengi ekki einhver tilboð,“ segir Rúnar Vífill.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á þingi FIFA á dögunum þar sem ákveðið var að HM 2026 færi fram í Norður-Ameríku.Vísir/GettyKSÍ með varaáætlun ef Heimir hættir Heimir grínast reglulega með það að hann sé svo vel launaður hjá KSÍ. Í erlendri samantekt í apríl kom fram að hann væri með sjö milljónir króna á mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest. „Ég held að það sé allt til þess vinnandi að halda honum. En lífið er nú þannig að það er erfitt að halda honum ef hann fær gott tilboð. Við verðum að sýna því skilning,“ segir Rúnar Vífill. KSÍ sé bundinn ákveðinn stakkur. „Ef Heimi býðst eitthvað spennandi tækifæri, og hann telur að það sé gott, verðum við bara að sætta okkur við það. Þá vandast málið að finna eftirmann. Það verður ekki hlaupið að því.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagðist í upphafi árs vera bjartsýnn á að halda Heimi en sagði enn fremur að KSÍ ætli að vera tilbúið með varaáætlun fari svo að Heimir yfirgefi landsliðið. „Við verðum að sjálfsögðu tilbúin með varaáætlun ef til þess kemur en fyrsti kostur er eins og ég segi að semja aftur við Heimi Hallgrímsson,“ segir Guðni Bergsson.Viðtalið við Rúnar Vífil má heyra í heild hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann