Íslenskur stuðningsmaður mölvaði gólf í víkingaklappi með Mexíkóum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 14:01 Stuðningsmaðurinn, í bol merktum Ragnari Sigurðssyni, fékk fólkið sannarlega með sér í víkingaklapp. En eitthvað varð undan að láta, gólfið. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig víkingaklapp íslenskra stuðningsmanna og kollega þeirra frá Mexíkó á 17. júní. Mexíkóskur sjónvarpsmaður varð vitni að klappinu sem lauk með því að skemmdir urðu á gólfi hótelsins og stjórnandi víkingaklappsins er sagður hafa þurft að borga skaðabætur. Sjónvarpsmaðurinn Rodolfo Landeros virðist hafa verið staddur á hóteli í Moskvu og rambað fram á íslenskan stuðningsmann að stýra víkingaklappi fyrir mexíkóska stuðningsmenn. Ekki liggur fyrir hvenær dagsins þetta var en mögulega voru Mexíkóar að fagna 1-0 sigri á Þýskalandi á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga. Má telja líklegt að íslensku stuðningsmennirnir hafi verið í jafnteflisvímu eftir leikinn gegn Argentínu. Landeros birti myndband sem sýnir uppákomuna betur en þúsund orð. The icelandic-mexican thunderclap. #ISL #MEX #WorldCup pic.twitter.com/f6RMsIVAv7— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Þjónn á hótelinu reynir að ná sambandi við Íslendinginn, sem beitir þungum stól til að gefa taktinn, í upphafi víkingaklappsins. Orð hennar hafa lítið að segja og heldur klappið áfram allt til enda. Allir gleðjast en svo hefur komið í ljós að gólfið á hótelinu skemmdist nokkuð við það þegar stólnum var endurtekið skellt í það. Tæplega 200 þúsund manns fylgja Landeros á Twitter og hefur einn á orði að gleðin skíni úr andlitum fólksins. „Þau voru ekki svo ánægð þegar þau fengu reikninginn fyrir skemmdirnar á granítgólfinu eða marmaranum, hvort sem það nú var,“ segir Landeros og birtir mynd af skemmdunum sem sjá má að neðan. Hann fullyrðir í öðru svari að Íslendingurinn sem stýrði klappinu hafi þurft að borga reikninginn. Samkvæmt heimildum Vísis þurfti Íslendingurinn þó ekki að greiða neinar bætur.Vísir hefur ekki tekist að ná í íslenska stuðningsmanninn.Aaaaand this is what happened afterwards pic.twitter.com/XVJs4vPjPs— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig víkingaklapp íslenskra stuðningsmanna og kollega þeirra frá Mexíkó á 17. júní. Mexíkóskur sjónvarpsmaður varð vitni að klappinu sem lauk með því að skemmdir urðu á gólfi hótelsins og stjórnandi víkingaklappsins er sagður hafa þurft að borga skaðabætur. Sjónvarpsmaðurinn Rodolfo Landeros virðist hafa verið staddur á hóteli í Moskvu og rambað fram á íslenskan stuðningsmann að stýra víkingaklappi fyrir mexíkóska stuðningsmenn. Ekki liggur fyrir hvenær dagsins þetta var en mögulega voru Mexíkóar að fagna 1-0 sigri á Þýskalandi á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga. Má telja líklegt að íslensku stuðningsmennirnir hafi verið í jafnteflisvímu eftir leikinn gegn Argentínu. Landeros birti myndband sem sýnir uppákomuna betur en þúsund orð. The icelandic-mexican thunderclap. #ISL #MEX #WorldCup pic.twitter.com/f6RMsIVAv7— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Þjónn á hótelinu reynir að ná sambandi við Íslendinginn, sem beitir þungum stól til að gefa taktinn, í upphafi víkingaklappsins. Orð hennar hafa lítið að segja og heldur klappið áfram allt til enda. Allir gleðjast en svo hefur komið í ljós að gólfið á hótelinu skemmdist nokkuð við það þegar stólnum var endurtekið skellt í það. Tæplega 200 þúsund manns fylgja Landeros á Twitter og hefur einn á orði að gleðin skíni úr andlitum fólksins. „Þau voru ekki svo ánægð þegar þau fengu reikninginn fyrir skemmdirnar á granítgólfinu eða marmaranum, hvort sem það nú var,“ segir Landeros og birtir mynd af skemmdunum sem sjá má að neðan. Hann fullyrðir í öðru svari að Íslendingurinn sem stýrði klappinu hafi þurft að borga reikninginn. Samkvæmt heimildum Vísis þurfti Íslendingurinn þó ekki að greiða neinar bætur.Vísir hefur ekki tekist að ná í íslenska stuðningsmanninn.Aaaaand this is what happened afterwards pic.twitter.com/XVJs4vPjPs— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira