Íslenskur stuðningsmaður mölvaði gólf í víkingaklappi með Mexíkóum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 14:01 Stuðningsmaðurinn, í bol merktum Ragnari Sigurðssyni, fékk fólkið sannarlega með sér í víkingaklapp. En eitthvað varð undan að láta, gólfið. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig víkingaklapp íslenskra stuðningsmanna og kollega þeirra frá Mexíkó á 17. júní. Mexíkóskur sjónvarpsmaður varð vitni að klappinu sem lauk með því að skemmdir urðu á gólfi hótelsins og stjórnandi víkingaklappsins er sagður hafa þurft að borga skaðabætur. Sjónvarpsmaðurinn Rodolfo Landeros virðist hafa verið staddur á hóteli í Moskvu og rambað fram á íslenskan stuðningsmann að stýra víkingaklappi fyrir mexíkóska stuðningsmenn. Ekki liggur fyrir hvenær dagsins þetta var en mögulega voru Mexíkóar að fagna 1-0 sigri á Þýskalandi á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga. Má telja líklegt að íslensku stuðningsmennirnir hafi verið í jafnteflisvímu eftir leikinn gegn Argentínu. Landeros birti myndband sem sýnir uppákomuna betur en þúsund orð. The icelandic-mexican thunderclap. #ISL #MEX #WorldCup pic.twitter.com/f6RMsIVAv7— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Þjónn á hótelinu reynir að ná sambandi við Íslendinginn, sem beitir þungum stól til að gefa taktinn, í upphafi víkingaklappsins. Orð hennar hafa lítið að segja og heldur klappið áfram allt til enda. Allir gleðjast en svo hefur komið í ljós að gólfið á hótelinu skemmdist nokkuð við það þegar stólnum var endurtekið skellt í það. Tæplega 200 þúsund manns fylgja Landeros á Twitter og hefur einn á orði að gleðin skíni úr andlitum fólksins. „Þau voru ekki svo ánægð þegar þau fengu reikninginn fyrir skemmdirnar á granítgólfinu eða marmaranum, hvort sem það nú var,“ segir Landeros og birtir mynd af skemmdunum sem sjá má að neðan. Hann fullyrðir í öðru svari að Íslendingurinn sem stýrði klappinu hafi þurft að borga reikninginn. Samkvæmt heimildum Vísis þurfti Íslendingurinn þó ekki að greiða neinar bætur.Vísir hefur ekki tekist að ná í íslenska stuðningsmanninn.Aaaaand this is what happened afterwards pic.twitter.com/XVJs4vPjPs— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig víkingaklapp íslenskra stuðningsmanna og kollega þeirra frá Mexíkó á 17. júní. Mexíkóskur sjónvarpsmaður varð vitni að klappinu sem lauk með því að skemmdir urðu á gólfi hótelsins og stjórnandi víkingaklappsins er sagður hafa þurft að borga skaðabætur. Sjónvarpsmaðurinn Rodolfo Landeros virðist hafa verið staddur á hóteli í Moskvu og rambað fram á íslenskan stuðningsmann að stýra víkingaklappi fyrir mexíkóska stuðningsmenn. Ekki liggur fyrir hvenær dagsins þetta var en mögulega voru Mexíkóar að fagna 1-0 sigri á Þýskalandi á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga. Má telja líklegt að íslensku stuðningsmennirnir hafi verið í jafnteflisvímu eftir leikinn gegn Argentínu. Landeros birti myndband sem sýnir uppákomuna betur en þúsund orð. The icelandic-mexican thunderclap. #ISL #MEX #WorldCup pic.twitter.com/f6RMsIVAv7— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Þjónn á hótelinu reynir að ná sambandi við Íslendinginn, sem beitir þungum stól til að gefa taktinn, í upphafi víkingaklappsins. Orð hennar hafa lítið að segja og heldur klappið áfram allt til enda. Allir gleðjast en svo hefur komið í ljós að gólfið á hótelinu skemmdist nokkuð við það þegar stólnum var endurtekið skellt í það. Tæplega 200 þúsund manns fylgja Landeros á Twitter og hefur einn á orði að gleðin skíni úr andlitum fólksins. „Þau voru ekki svo ánægð þegar þau fengu reikninginn fyrir skemmdirnar á granítgólfinu eða marmaranum, hvort sem það nú var,“ segir Landeros og birtir mynd af skemmdunum sem sjá má að neðan. Hann fullyrðir í öðru svari að Íslendingurinn sem stýrði klappinu hafi þurft að borga reikninginn. Samkvæmt heimildum Vísis þurfti Íslendingurinn þó ekki að greiða neinar bætur.Vísir hefur ekki tekist að ná í íslenska stuðningsmanninn.Aaaaand this is what happened afterwards pic.twitter.com/XVJs4vPjPs— Rodolfo Landeros (@RodolfoLanderos) June 18, 2018 Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira