Ætla að toppa sjálfa mig Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. júní 2018 21:30 „Þegar fólk sér verk mín tengir það ósjálfrátt við dýrið í sjálfu sér,“ segir Hrafnhildur. Vísir/Ernir „Ég brást nánast við eins og fótboltakappi sem fer niður á hnén og fagnar. Ég varð óskaplega glöð,“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2019, ásamt sýningarstjóranum Birtu Guðjónsdóttur. „Mig hefur alltaf langað til að sýna myndlist mína á Feneyjatvíæringnum. Ég er dálítill framagosi,“ segir Hrafnhildur og hlær. Hrafnhildur, sem er fædd árið 1969, hefur búið í Bandaríkjunum í 23 ár. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, en hún vinnur mikið með mannshár, sem verður í aðalhlutverki í verki hennar fyrir Feneyjatvíæringinn. „Ef maður er spretthlaupari sem fer á Ólympíuleikana þá fer maður ekki að keppa í kúluvarpi. Feneyjatvíæringurinn er Ólympíuleikar í myndlist og þar sýna listamenn sitt besta. Hárverkin eru mitt vörumerki og fólk nær sterkri tengingu við þau.“ Spurð nánar um verk sitt í íslenska skálanum í Feneyjum á næsta ári segir Hrafnhildur: „Í þetta skipti ætla ég að toppa sjálfa mig. Þegar fólk gengur inn í sýningarrýmið þá sér það ekki sjálft rýmið, heldur er inni í verkinu sem byggist upp á þremur hellum. Allt í kringum áhorfandann er loðið því hárið er alls staðar. Ég nota síðan æpandi liti sem skapa eins konar sjónrænan hávaða. Áhrifin eiga að kveikja í öllum taugaendum í höfði fólks og skapa hamingju.“ Hrafnhildur hefur tvisvar sinnum farið á Feneyjatvíæringinn. „Þar er mikið í gangi og til þess að setja mark sitt á alla ösina og kösina þarf maður að sýna sterkt verk. Ég er ekkert róleg í tíðinni þegar kemur að myndlist, verk mín eru groddaleg en um leið falleg og efniviðurinn höfðar til fólks af því við erum öll með hár á líkamanum. Þegar fólk sér verk mín tengir það ósjálfrátt við dýrið í sjálfu sér.“ Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég brást nánast við eins og fótboltakappi sem fer niður á hnén og fagnar. Ég varð óskaplega glöð,“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2019, ásamt sýningarstjóranum Birtu Guðjónsdóttur. „Mig hefur alltaf langað til að sýna myndlist mína á Feneyjatvíæringnum. Ég er dálítill framagosi,“ segir Hrafnhildur og hlær. Hrafnhildur, sem er fædd árið 1969, hefur búið í Bandaríkjunum í 23 ár. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, en hún vinnur mikið með mannshár, sem verður í aðalhlutverki í verki hennar fyrir Feneyjatvíæringinn. „Ef maður er spretthlaupari sem fer á Ólympíuleikana þá fer maður ekki að keppa í kúluvarpi. Feneyjatvíæringurinn er Ólympíuleikar í myndlist og þar sýna listamenn sitt besta. Hárverkin eru mitt vörumerki og fólk nær sterkri tengingu við þau.“ Spurð nánar um verk sitt í íslenska skálanum í Feneyjum á næsta ári segir Hrafnhildur: „Í þetta skipti ætla ég að toppa sjálfa mig. Þegar fólk gengur inn í sýningarrýmið þá sér það ekki sjálft rýmið, heldur er inni í verkinu sem byggist upp á þremur hellum. Allt í kringum áhorfandann er loðið því hárið er alls staðar. Ég nota síðan æpandi liti sem skapa eins konar sjónrænan hávaða. Áhrifin eiga að kveikja í öllum taugaendum í höfði fólks og skapa hamingju.“ Hrafnhildur hefur tvisvar sinnum farið á Feneyjatvíæringinn. „Þar er mikið í gangi og til þess að setja mark sitt á alla ösina og kösina þarf maður að sýna sterkt verk. Ég er ekkert róleg í tíðinni þegar kemur að myndlist, verk mín eru groddaleg en um leið falleg og efniviðurinn höfðar til fólks af því við erum öll með hár á líkamanum. Þegar fólk sér verk mín tengir það ósjálfrátt við dýrið í sjálfu sér.“
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira