Ætla að toppa sjálfa mig Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. júní 2018 21:30 „Þegar fólk sér verk mín tengir það ósjálfrátt við dýrið í sjálfu sér,“ segir Hrafnhildur. Vísir/Ernir „Ég brást nánast við eins og fótboltakappi sem fer niður á hnén og fagnar. Ég varð óskaplega glöð,“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2019, ásamt sýningarstjóranum Birtu Guðjónsdóttur. „Mig hefur alltaf langað til að sýna myndlist mína á Feneyjatvíæringnum. Ég er dálítill framagosi,“ segir Hrafnhildur og hlær. Hrafnhildur, sem er fædd árið 1969, hefur búið í Bandaríkjunum í 23 ár. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, en hún vinnur mikið með mannshár, sem verður í aðalhlutverki í verki hennar fyrir Feneyjatvíæringinn. „Ef maður er spretthlaupari sem fer á Ólympíuleikana þá fer maður ekki að keppa í kúluvarpi. Feneyjatvíæringurinn er Ólympíuleikar í myndlist og þar sýna listamenn sitt besta. Hárverkin eru mitt vörumerki og fólk nær sterkri tengingu við þau.“ Spurð nánar um verk sitt í íslenska skálanum í Feneyjum á næsta ári segir Hrafnhildur: „Í þetta skipti ætla ég að toppa sjálfa mig. Þegar fólk gengur inn í sýningarrýmið þá sér það ekki sjálft rýmið, heldur er inni í verkinu sem byggist upp á þremur hellum. Allt í kringum áhorfandann er loðið því hárið er alls staðar. Ég nota síðan æpandi liti sem skapa eins konar sjónrænan hávaða. Áhrifin eiga að kveikja í öllum taugaendum í höfði fólks og skapa hamingju.“ Hrafnhildur hefur tvisvar sinnum farið á Feneyjatvíæringinn. „Þar er mikið í gangi og til þess að setja mark sitt á alla ösina og kösina þarf maður að sýna sterkt verk. Ég er ekkert róleg í tíðinni þegar kemur að myndlist, verk mín eru groddaleg en um leið falleg og efniviðurinn höfðar til fólks af því við erum öll með hár á líkamanum. Þegar fólk sér verk mín tengir það ósjálfrátt við dýrið í sjálfu sér.“ Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég brást nánast við eins og fótboltakappi sem fer niður á hnén og fagnar. Ég varð óskaplega glöð,“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2019, ásamt sýningarstjóranum Birtu Guðjónsdóttur. „Mig hefur alltaf langað til að sýna myndlist mína á Feneyjatvíæringnum. Ég er dálítill framagosi,“ segir Hrafnhildur og hlær. Hrafnhildur, sem er fædd árið 1969, hefur búið í Bandaríkjunum í 23 ár. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, en hún vinnur mikið með mannshár, sem verður í aðalhlutverki í verki hennar fyrir Feneyjatvíæringinn. „Ef maður er spretthlaupari sem fer á Ólympíuleikana þá fer maður ekki að keppa í kúluvarpi. Feneyjatvíæringurinn er Ólympíuleikar í myndlist og þar sýna listamenn sitt besta. Hárverkin eru mitt vörumerki og fólk nær sterkri tengingu við þau.“ Spurð nánar um verk sitt í íslenska skálanum í Feneyjum á næsta ári segir Hrafnhildur: „Í þetta skipti ætla ég að toppa sjálfa mig. Þegar fólk gengur inn í sýningarrýmið þá sér það ekki sjálft rýmið, heldur er inni í verkinu sem byggist upp á þremur hellum. Allt í kringum áhorfandann er loðið því hárið er alls staðar. Ég nota síðan æpandi liti sem skapa eins konar sjónrænan hávaða. Áhrifin eiga að kveikja í öllum taugaendum í höfði fólks og skapa hamingju.“ Hrafnhildur hefur tvisvar sinnum farið á Feneyjatvíæringinn. „Þar er mikið í gangi og til þess að setja mark sitt á alla ösina og kösina þarf maður að sýna sterkt verk. Ég er ekkert róleg í tíðinni þegar kemur að myndlist, verk mín eru groddaleg en um leið falleg og efniviðurinn höfðar til fólks af því við erum öll með hár á líkamanum. Þegar fólk sér verk mín tengir það ósjálfrátt við dýrið í sjálfu sér.“
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira